| Sf. Gutt
TIL BAKA
Óánægja með leiktíma og fleira!
Það virðist alveg sama hvað Enska knattspyrnusambandið skipuleggur nú til dags. Alltaf virðist sem að betur gæti verið gert og æ minna tillit tekið til stuðningsmanna þeirra félaga sem koma við sögu í stórleikjunum.
Allir muna að stuðningsmenn Liverpool og Everton voru ekki ánægðir með að undanúrslitaleikur liðanna í á dögunum skyldi hefjast fyrir hádegi. Þurftu Liverpool búar, sem miða áttu á Wembley, því að taka daginn snemma til að komast í höfuðstaðinn í tæka tíð.
Nú hefur í fyrsta skipti í sögu keppninnar verið ákveðið að hefja ekki leik klukkan þrjú að staðartíma eða tvö að íslenskum. Nei, nú skal úrslitaleikurinn hefjast klukkan fimmtán mínútur yfir fimm að breskum tíma eða fimmtán mínútur yfir fjögur að okkar tíma. Ekki er nóg með að hefðbundnum leiktíma hafi verið raskað heldur munu stuðningsmenn Liverpool sem ferðast með lestum eiga í erfiðleikum með að komast heim aftur þar sem lestarferðir verða að mestu hættar þegar leiknum lýkur!
Annað árið í röð verður keppni í Úrvalsdeildinni ekki lokið þegar úrslitaleikurinn í F.A. bikarnum fer fram en leikið verður í deildinni um helgina. Reyndar fer bara einn leikur fram á laugardaginn en hinir eru á sunnudaginn. Stórmerkilegt er að leiktíðin skuli ekki vera látin enda á þessum mikla úrslitaleik eins og ætíð var gert. Þetta hefur verið gagnrýnt af knattspyrnuáhugamönnum á Englandi.
Svo er miðaúthlutunin auðvitað sérstakt umtalsefni en félögin fá aðeins 25.074 miða hvort. En eins og nú tíðkast á stórleikjum þá fer mikill fjöldi til styrktaraðila, knattspyrnusamtaka um allan heim og alls konar aðila sem ekkert koma liðunum sem spila á nokkurn hátt við. En svona er víst nútíminn í sambandi við knattspyrnuna hvort sem betur eða verr líkar!
Allir muna að stuðningsmenn Liverpool og Everton voru ekki ánægðir með að undanúrslitaleikur liðanna í á dögunum skyldi hefjast fyrir hádegi. Þurftu Liverpool búar, sem miða áttu á Wembley, því að taka daginn snemma til að komast í höfuðstaðinn í tæka tíð.
Nú hefur í fyrsta skipti í sögu keppninnar verið ákveðið að hefja ekki leik klukkan þrjú að staðartíma eða tvö að íslenskum. Nei, nú skal úrslitaleikurinn hefjast klukkan fimmtán mínútur yfir fimm að breskum tíma eða fimmtán mínútur yfir fjögur að okkar tíma. Ekki er nóg með að hefðbundnum leiktíma hafi verið raskað heldur munu stuðningsmenn Liverpool sem ferðast með lestum eiga í erfiðleikum með að komast heim aftur þar sem lestarferðir verða að mestu hættar þegar leiknum lýkur!
Annað árið í röð verður keppni í Úrvalsdeildinni ekki lokið þegar úrslitaleikurinn í F.A. bikarnum fer fram en leikið verður í deildinni um helgina. Reyndar fer bara einn leikur fram á laugardaginn en hinir eru á sunnudaginn. Stórmerkilegt er að leiktíðin skuli ekki vera látin enda á þessum mikla úrslitaleik eins og ætíð var gert. Þetta hefur verið gagnrýnt af knattspyrnuáhugamönnum á Englandi.
Svo er miðaúthlutunin auðvitað sérstakt umtalsefni en félögin fá aðeins 25.074 miða hvort. En eins og nú tíðkast á stórleikjum þá fer mikill fjöldi til styrktaraðila, knattspyrnusamtaka um allan heim og alls konar aðila sem ekkert koma liðunum sem spila á nokkurn hátt við. En svona er víst nútíminn í sambandi við knattspyrnuna hvort sem betur eða verr líkar!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan