| SSteinn
TIL BAKA
Bikarstemmning á Górillunni í dag
Það verður mikið um dýrðir í dag á heimavelli Liverpoolklúbbsins, Úrillu Górillunni, í tilefni af bikarúrslitaleik Liverpool og Chelsea. Nú fjölmennum við sem aldrei fyrr og leggjum okkar af mörkum við að mynda hina einu sönnu Liverpool stemmningu. Það er um að gera að mæta snemma því fyrstir koma fyrstir fá þegar kemur að borðum á staðnum, en eitt verður á tæru, fjörið verður mikið.
Górillan verður með tilboð fyrir leikinn. Ostborgari og öl á aðeins 990 krónur á milli klukkan 12:00 og 14:00. Eins verður 2 fyrir 1 af Egils Gull á milli klukkan 14:00 og 15:00. Um að gera að koma snemma, fá sér borgara og gera sig kláran fyrir leikinn sem hefst klukkan 16:15. Nú fyllum við kofann strax um hádegið.
Það er enginn Poolari sem á annað borð hefur tök á að mæta, sem vill missa af þessu. Nú verður þakinu lyft (og þar með Nings) í brjáluðu fjöri.
Sjáumst tímanlega á eftir
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan