| Sf. Gutt
,,Ég er búinn að leggja hart að mér og það yrði frábært að vinna annan bikar. Það er töluvert afrek fyrir mig, fjölskylduna mína og alla að hafa nú þegar náð að vinna ein verðlaun en það yrði rosalega magnað að ná öðrum. Það yrði mikið afrek fyrir félagið og þar með yrði þetta harla gott keppnistímabil."
,,Þetta verður algjör stórleikur fyrir mig og félagið í heild sinni. Allir hlakka til því þetta er jú stórleikur. Ég minnist þess að hafa horft á bikarútslitaleikina þegar ég var yngri. Þetta hefur alltaf verið geysilega merkilegur leikur í knattspyrnunni."
Liverpool á erfitt verkefni fyrir höndum í úrslitaleiknum. Mótherjinn er Chelsea sem hefur magnast upp síðustu vikurnar eftir að Ítalinn Roberto Di Matteo tók við sem framkvæmdastjóri. Liðið er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og þekkir vel til á Wembley þar sem liðið hefur unnið F.A. bikarinn þrívegis á síðustu fimm árum. Liverpool hefur samt lagt Chelsea tvívegis að velli það sem af er leiktíðar. Andy segir að mótherjinn skipti ekki máli því úrslitaleikur er alltaf erfiður.
,,Það skipti engu fyrir okkur hvort við fengum Chelsea eða Tottenham. Leikurinn hefði samt sem áður orðið erfiður. Þeir hafa náð að snúa gengi sínu hressilega við og þeir eru búnir að standa sig vel. En það höfum við líka gert og þetta verður góður leikur."
TIL BAKA
Andy vill bæta við verðlaunasafnið!
,,Ég er búinn að leggja hart að mér og það yrði frábært að vinna annan bikar. Það er töluvert afrek fyrir mig, fjölskylduna mína og alla að hafa nú þegar náð að vinna ein verðlaun en það yrði rosalega magnað að ná öðrum. Það yrði mikið afrek fyrir félagið og þar með yrði þetta harla gott keppnistímabil."
,,Þetta verður algjör stórleikur fyrir mig og félagið í heild sinni. Allir hlakka til því þetta er jú stórleikur. Ég minnist þess að hafa horft á bikarútslitaleikina þegar ég var yngri. Þetta hefur alltaf verið geysilega merkilegur leikur í knattspyrnunni."
Liverpool á erfitt verkefni fyrir höndum í úrslitaleiknum. Mótherjinn er Chelsea sem hefur magnast upp síðustu vikurnar eftir að Ítalinn Roberto Di Matteo tók við sem framkvæmdastjóri. Liðið er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og þekkir vel til á Wembley þar sem liðið hefur unnið F.A. bikarinn þrívegis á síðustu fimm árum. Liverpool hefur samt lagt Chelsea tvívegis að velli það sem af er leiktíðar. Andy segir að mótherjinn skipti ekki máli því úrslitaleikur er alltaf erfiður.
,,Það skipti engu fyrir okkur hvort við fengum Chelsea eða Tottenham. Leikurinn hefði samt sem áður orðið erfiður. Þeir hafa náð að snúa gengi sínu hressilega við og þeir eru búnir að standa sig vel. En það höfum við líka gert og þetta verður góður leikur."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan