| Sf. Gutt
TIL BAKA
Slæm byrjun fór með okkur!
Kenny Dalglish var auðvitað geysilega vonsvikinn á Wembley í gær eftir tap Liverpool gegn Chelsea. Hafi einhver tekið tapið nærri sér þá var það Kenny. Hann segir slæma byrjun sinna manna hafa farið með möguleika á sigri.
,,Að sinni verðum við að draga okkar lærdóm af þessu og átta okkur á því að það er ekki hægt að byrja leiki svona. Þeir voru betri en við fyrsta klukkutímann. Kannski vorum við einfaldir eða taugaóstyrkir. Það eru margir ungir leikmenn í mínu liði en í liði Chelsea eru margir þrautreyndir leikmenn sem hafa reynt margt. En síðasti hálftíminn ætti að gefa trú og sjálfstraust."
Andy Carroll kom gríðarlega sterkur til leiks sem varamaður, skoraði mark Liverpool og var hársbreidd frá því að jafna metin. Kenny var auðvitað spurður út í það hvers vegna hann hefði ekki haft Andy í byrjunarliðinu.
,,Það má bara vera með ellefu menn inn á í einu og það er mitt hlutverk að velja liðið. Ég stillti liðinu upp eins og ég taldi best."
Mikið hefur verið rætt um framtíð Kenny Dalglish og sumir telja að eigendur félagins vilji skipta um framkvæmdastjóra. Kenny sagði að bæði hann og eigendur félagsins muni fara yfir málin þegar keppnistímabilinu lýkur.
,,Eigendurnir munu gera það sama og við. Þeir munu sitjast niður og meta keppnistímabilið þegar því er lokið. Við sjáum til og förum yfir keppnistímabilið og allt sem það snertir þegar leikjunum er lokið. Ég get ekki sagt neitt heiðarlegra um það mál en þetta. Allir munu sitjast niður þegar keppnistímabilinu lýkur og meta stöðuna. Þetta sögðum við líka áður en leiktíðin hófst."
Liverpool á tvo leiki eftir á leiktíðinni. Fyrst gegn Chelsea á þriðjudagskvöldið, á Anfield Road, og svo útileik í Swansea á sunnudaginn kemur. Eftir þá verður staðan tekin!
,,Að sinni verðum við að draga okkar lærdóm af þessu og átta okkur á því að það er ekki hægt að byrja leiki svona. Þeir voru betri en við fyrsta klukkutímann. Kannski vorum við einfaldir eða taugaóstyrkir. Það eru margir ungir leikmenn í mínu liði en í liði Chelsea eru margir þrautreyndir leikmenn sem hafa reynt margt. En síðasti hálftíminn ætti að gefa trú og sjálfstraust."
Andy Carroll kom gríðarlega sterkur til leiks sem varamaður, skoraði mark Liverpool og var hársbreidd frá því að jafna metin. Kenny var auðvitað spurður út í það hvers vegna hann hefði ekki haft Andy í byrjunarliðinu.
,,Það má bara vera með ellefu menn inn á í einu og það er mitt hlutverk að velja liðið. Ég stillti liðinu upp eins og ég taldi best."
Mikið hefur verið rætt um framtíð Kenny Dalglish og sumir telja að eigendur félagins vilji skipta um framkvæmdastjóra. Kenny sagði að bæði hann og eigendur félagsins muni fara yfir málin þegar keppnistímabilinu lýkur.
,,Eigendurnir munu gera það sama og við. Þeir munu sitjast niður og meta keppnistímabilið þegar því er lokið. Við sjáum til og förum yfir keppnistímabilið og allt sem það snertir þegar leikjunum er lokið. Ég get ekki sagt neitt heiðarlegra um það mál en þetta. Allir munu sitjast niður þegar keppnistímabilinu lýkur og meta stöðuna. Þetta sögðum við líka áður en leiktíðin hófst."
Liverpool á tvo leiki eftir á leiktíðinni. Fyrst gegn Chelsea á þriðjudagskvöldið, á Anfield Road, og svo útileik í Swansea á sunnudaginn kemur. Eftir þá verður staðan tekin!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan