| Sf. Gutt
TIL BAKA
Hélt ég hefði skorað
Andy Carroll kom gríðarlega sterkur til leiks í bikarúrslitaleiknum á Wembley. Hann kom Liverpool aftur inn í leikinn með glæsilegu marki og svo fagnaði hann átta mínútum fyrir leikslok þegar hann taldi sig vera búinn að skora aftur. Svo gott var það þó ekki!
Andy Caroll spjallaði við blaðamenn strax eftir leikinn og hafði meðal annars þetta að segja.
,,Ég hélt að boltinn hefði farið yfir línuna. Þið vitið það betur en ég en mér fannst það. Ég hélt að boltinn hefði farið á innanverða þverslána en ég hef ekki séð atvikið."
,,Við áttum nokkur færi og hefðum getað skorað en það gekk ekki. Við vorum óheppnir því mark hefði fært okkur framlengingu. Ég gerði mitt besta eftir að ég kom inn á en við höfðum ekki heppnina með okkur."
Tékkneski markmaðurinn Petr Cech var alveg handviss um að boltinn hefði ekki farið inn þegar Andy skallaði og í ljós kom að hann hafði rétt fyrir sér. Hann hafði þetta að segja eftir leikinn.
,,Ég hefði ekki komið boltanum frá ef boltinn hefði farið inn fyrir línuna. Ég er viss um að hann fór ekki inn fyrir línuna."
Þá höfum við það og engu verður breytt. Á meðfylgjandi mynd sést að Petr hafði rétt fyrir sér og markvarsla hans fer í flokk með mögnuðustu markvörslum í sögu F.A. bikarsins. En svona getur litlu munað og kannski kom þarna í ljós að nafn Chelsea var á bikarnum. Ef nafn Liverpool hefði verið á honum hefði boltinn örugglega farið inn!
Andy Caroll spjallaði við blaðamenn strax eftir leikinn og hafði meðal annars þetta að segja.
,,Ég hélt að boltinn hefði farið yfir línuna. Þið vitið það betur en ég en mér fannst það. Ég hélt að boltinn hefði farið á innanverða þverslána en ég hef ekki séð atvikið."
,,Við áttum nokkur færi og hefðum getað skorað en það gekk ekki. Við vorum óheppnir því mark hefði fært okkur framlengingu. Ég gerði mitt besta eftir að ég kom inn á en við höfðum ekki heppnina með okkur."
Tékkneski markmaðurinn Petr Cech var alveg handviss um að boltinn hefði ekki farið inn þegar Andy skallaði og í ljós kom að hann hafði rétt fyrir sér. Hann hafði þetta að segja eftir leikinn.
,,Ég hefði ekki komið boltanum frá ef boltinn hefði farið inn fyrir línuna. Ég er viss um að hann fór ekki inn fyrir línuna."
Þá höfum við það og engu verður breytt. Á meðfylgjandi mynd sést að Petr hafði rétt fyrir sér og markvarsla hans fer í flokk með mögnuðustu markvörslum í sögu F.A. bikarsins. En svona getur litlu munað og kannski kom þarna í ljós að nafn Chelsea var á bikarnum. Ef nafn Liverpool hefði verið á honum hefði boltinn örugglega farið inn!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan