| Sf. Gutt
TIL BAKA
Stórsigur og smá hefnd á Chelsea
Bikarmeistaraslagurinn endaði með því að Liverpool tók Chelsea í gegn í síðasta heimaleiknum og vann stærsta deildarsigur leiktíðarinnar 4:1. Frábær leikur Liverpool og smá hefnd fyrir bikarúrslitatapið en tapið á Wembley svíður samt ennþá.
Bæði lið voru talsvert breytt frá því á Wembley og þá sérstaklega Chelsea sem hvíldi marga leikmenn enda farið að styttast í úrslitaleik þeirra gegn Bayern Munchen um Evrópubikarinn. Aðeins þrír byrjunarliðsmenn Chelsea hófu leikinn á Wembley. Steven Gerrard sat uppi í stúku og kom það á óvart en líklega var hann stirður eftir laugardaginn.
Það fyrsta sem margir biðu eftir að fá svar við var hvort fyrrum stuðningsmenn Fernando Torres myndu baula á hann. Svarið var já og hann fékk að heyra það allan leikinn!
Það sást strax að það var eins og fargi væri létt af mörgum leikmanna Liverpool miðað við leik þeirra á laugardaginn. Menn voru léttir á sér og spilið gekk eins og best varð á kosið. Strax á 8. mínútu fíflaði Luis Suarez John Terry og komst í góða stöðu en hann flýtti sér of mikið og skot hans fór framhjá. Hann hefði vel getað leikið nær markinu. Á 16. mínútu var heppnin með Liverpool. Daniel Surridge átti þá skot utan vítateigs sem fór í Martin Skrtel og breytti um stefnu. Jose Reina var búinn að henda sér í hitt hornið en boltinn fór sem betur fer framhjá. Hornspyrnan rataði beint á Branislav Ivanovic en bylmingsskalli hans small í stöng!
Liverpool færði sér þetta heldur betur í nyt. Á 19. mínútu fékk Luis boltann úti við hliðarlínu hægra megin. Hann tók á rás, lék upp að endamörkum og inn í vítateiginn. Hann fór framhjá John eins og ekkert væri, sendi boltann svo í Michael Essien og í mark! Frábær tilþrif hjá Suður Ameríkumeistaranum! Sex mínútum seinna lá boltinn aftur í marki Chelsea. Maxi Rodriguez sendi boltann fram völlinn. Sendingin stefndi beint á John en hann rann til og datt. Þar með var leiðin greið fyrir Jordan Henderson sem náði boltanum, komst einn í gegn og skoraði af öryggi neðst í hægra hornið. Jordan hefði betur verið eins sparkviss á laugardaginn þegar hann komst tvívegis í góðar skotstöður. Nú var hann afslappaður og lék geysilega vel á miðjunni.
Á 28. mínútu fékk Luis boltann eftir horn og reyndi að vippa yfir Ross Turnbull en hann náði að blaka boltanum yfir. Nú var horn frá vinstri. Jonjo Shelvey sem lék mjög vel tók það. Hann sendi yfir á fjærstöng á Andy sem skallaði til baka. Boltinn fór í jörðina og á Daniel Agger sem varð að beygja sig en náði samt að stýra boltanum í markið. Vel gert hjá Dananum.
Á 35. mínútu slapp Andy í gegn eftir að John missti boltann yfir sig. Hann komst inn í vítateig en Ross varði fast skot hans. Mínútu síðar munaði litlu fyrir framan Kop stúkuna hinu megin. Fyrirgjöf kom frá vinstri sem Martin náði ekki að skalla almennilega frá og Fernando Torres fékk boltann. Hann var snöggur, sneri mann af sér og skaut föstu skoti úr þröngu færi en boltinn fór í þverslána niður og hrökk frá! Góð tilþrif en nú var óláni Fernando fagnað á Anfield í fyrsta skipti!
En þetta var undantekning og manni fannst hætta í hverri sókn Liverpool! Þremur mínútum fyrir leikhlé skallaði Luis boltann laglega á Stewart Downing og hann náði frábæru skoti en auðvitað small boltinn í þverslá! Ekki ósvipað hjá Stewart eins og í fyrsta heimaleiknum gegn Sunderland. Á síðustu mínútu hálfleiksins fékk hann þó færi á að skora fyrsta deildarmark sitt. Branislav gaf þá Andy hressilegt olnbogaskot inni í vítateignum. Dómarinn dæmdi víti og hefði vel getað rekið Branislav af velli. Stewart tók vítaspyrnuna. Hann sendi Ross, fyrrum félaga sinn hjá Middlesborough, í vitlaust horn en boltinn fór í stöngina. Enn fór víti forgörðum og nú var það Stewart! Hann skoraði af miklu öryggi í vítaspyrnukeppninni í Deildarbikarúrslitaleiknum og sem betur fer fór það inn en nú fór verr!
Stuðningsmenn Liverpool voru kátir í leikhléinu enda liðið búið að leika frábærlega. Chelsea komst þó aftur óvænt inn í leikinn á 50. mínútu. Florent Malouda tók aukspyrnu frá hægri. Boltinn rataði inn á markteiginn þar sem hann hrökk í Ramires Nascimento og í markið. Brasilíumaðurin fagnaði ekki eins mikið og á laugardaginn en hann skoraði líka þá.
Markið setti leikmenn Liverpool ekkert út af laginu og þremur mínútum seinna var Martin allt í einu kominn inn í vítateig Chelsea en Ross varði skot hans naumlega með fótunum. Á 61. mínútu var svo sigur Liverpool geirnegldur. Ross fékk þá boltann aftur frá einum sinna manna. Hann sparkaði boltanum út úr teignum en ekki betur en svo að hann fór beint á Jonjo Shelvey sem þakkaði gott boð og sparkaði honum umsvifalaust beinustu leið í autt markið fyrir framan Kop! Stórglæsilegt skot af um þrjátíu metra færi og stuðningsmenn Liverpool glaðir og kátir.
Á 73. mínútu fékk Chelsea loks færi þegar varamaðurinn Romelu Lukaku skallaði frír við inni í markteignum en Jose náði að verja með eldsnöggum viðbrögðum. Nokkrum augnablikum seinna átti Glen Johnson langa stórkostlega sendingu fyrir markið á Andy en hann hitti boltann ekki dauðafrír fyrir miðju marki. Þar hefði hann átt að ná verðskulduðu marki. Daniel skallaði rétt framhjá á síðustu mínútu leiksins en mörkin komu ekki fleiri.
Stuðningsmenn Liverpool hylltu Kónginn og sungu þjóðsönginn í lokin og fóru svo ánægðir heim eftir að leikmenn og þjálfaralið hafði gengið hefðbundinn heiðurshring eins og gert er eftir síðasta heimaleik. Margir hugsuðu líklega hvers vegna svona hafi ekki gengið oftar í jafnteflum og töpum á Anfield á leiktíðinni. Það er ekkert eitt svar við því. Svo hafa líka örugglega fjölmargir spurt sig af hverju Liverpool hafi ekki spilað svona vel á Wembley á laugardaginn. Reyndar var lið Chelsea mun sterkara þá en það er enginn vafi á því að leikmenn Liverpol hafa átt að geta spilað miklu betur á leiktíðinni og það var allt annað að sjá menn í kvöld en oft áður. Við sjáum til en þessi sigur hefði verið vel þeginn á laugardaginn. Vonandi gefur hann þó fyrirheit um betri leik liðsins á næsta keppnistímabili.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Agger, Downing (Sterling 83. mín.), Henderson, Shelvey, Rodriguez (Kuyt 83. mín.), Suarez og Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Coates, Spearing, Kelly og Bellamy.
Mörk Liverpool: Michael Essien, sm., (19. mín.) Jordan Henderson (25. mín.), Daniel Agger (28. mín.) og Jonjo Shelvey (61. mín.).
Gul spjöld: Jordan Henderson og Daniel Agger.
Chelsea: Turnbull, Ferreira, Ivanovic, Terry, Bertrand, Essien, Romeu, Ramires, Sturridge (Lukaku 68. mín.), Malouda og Torres. Ónotaðir varamenn: Hilario, Cole, Lampard, Mata, Kalou og Hutchinson.
Mark Chelsea: Ramires Nascimento (50. mín.).
Gult spjald: Paulo Ferreira, John Terry, Michael Essien og Branislav Ivanovic.
Áhorfendur á Anfield Road: 40.721.
Maður leiksins: Andy Carroll. Sá stóri hélt áfram þaðan sem frá var horfið á Wembley á laugardaginn. Hann var gersamlega óviðráðanlegur og kannski er hann fyrst núna að finna taktinn í rauða búningnum. Það er of seint á þessu keppnistímabili en lofar góðu fyrir það næsta!
Kenny Dalglish: Þetta var stórgóð frammistaða. Við höfum spilað álíka vel áður hérna en úrslitin hafa ekki alltaf verið eins jákvæð. Það besta var að spilamennska liðsins skyldi skila fyllilega verðskulduðum sigri. Það var líka frábært að stuðningsmennirnir skyldu geta farið með svolítið bros heim eftir síðasta heimaleikinn.
Fróðleikur.
- Þetta var í fyrsta sinn sem Liverpool skoraði fjögur mörk í deildarleik á keppnistímabilinu.
- Þetta var stærsti deildarsigur Liverpool á leiktíðinni.
- Þeir Jordan Henderson, Daniel Agger og Jonjo Shelvey skoruðu allir í annað sinn á sparktíðinni.
- Í leiknum mættust bikarmeistaralið leiktíðarinnar. Liverpool vann Deildarbikarinn og Chelsea F.A. bikarinn.
- Liverpool hefur nú unnið fjóra síðustu deildarleiki á móti Chelsea.
- Liverpool hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum við Chelsea. Því miður var eina tapið í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér má horfa á svipmyndir úr leiknum.
Hér eru myndir af heiðurshring leikmanna af Liverpoolfc.tv.
Hér eru fleiri myndir af heiðurshringnum af Liverpoolfc.tv.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leik.
Bæði lið voru talsvert breytt frá því á Wembley og þá sérstaklega Chelsea sem hvíldi marga leikmenn enda farið að styttast í úrslitaleik þeirra gegn Bayern Munchen um Evrópubikarinn. Aðeins þrír byrjunarliðsmenn Chelsea hófu leikinn á Wembley. Steven Gerrard sat uppi í stúku og kom það á óvart en líklega var hann stirður eftir laugardaginn.
Það fyrsta sem margir biðu eftir að fá svar við var hvort fyrrum stuðningsmenn Fernando Torres myndu baula á hann. Svarið var já og hann fékk að heyra það allan leikinn!
Það sást strax að það var eins og fargi væri létt af mörgum leikmanna Liverpool miðað við leik þeirra á laugardaginn. Menn voru léttir á sér og spilið gekk eins og best varð á kosið. Strax á 8. mínútu fíflaði Luis Suarez John Terry og komst í góða stöðu en hann flýtti sér of mikið og skot hans fór framhjá. Hann hefði vel getað leikið nær markinu. Á 16. mínútu var heppnin með Liverpool. Daniel Surridge átti þá skot utan vítateigs sem fór í Martin Skrtel og breytti um stefnu. Jose Reina var búinn að henda sér í hitt hornið en boltinn fór sem betur fer framhjá. Hornspyrnan rataði beint á Branislav Ivanovic en bylmingsskalli hans small í stöng!
Liverpool færði sér þetta heldur betur í nyt. Á 19. mínútu fékk Luis boltann úti við hliðarlínu hægra megin. Hann tók á rás, lék upp að endamörkum og inn í vítateiginn. Hann fór framhjá John eins og ekkert væri, sendi boltann svo í Michael Essien og í mark! Frábær tilþrif hjá Suður Ameríkumeistaranum! Sex mínútum seinna lá boltinn aftur í marki Chelsea. Maxi Rodriguez sendi boltann fram völlinn. Sendingin stefndi beint á John en hann rann til og datt. Þar með var leiðin greið fyrir Jordan Henderson sem náði boltanum, komst einn í gegn og skoraði af öryggi neðst í hægra hornið. Jordan hefði betur verið eins sparkviss á laugardaginn þegar hann komst tvívegis í góðar skotstöður. Nú var hann afslappaður og lék geysilega vel á miðjunni.
Á 28. mínútu fékk Luis boltann eftir horn og reyndi að vippa yfir Ross Turnbull en hann náði að blaka boltanum yfir. Nú var horn frá vinstri. Jonjo Shelvey sem lék mjög vel tók það. Hann sendi yfir á fjærstöng á Andy sem skallaði til baka. Boltinn fór í jörðina og á Daniel Agger sem varð að beygja sig en náði samt að stýra boltanum í markið. Vel gert hjá Dananum.
Á 35. mínútu slapp Andy í gegn eftir að John missti boltann yfir sig. Hann komst inn í vítateig en Ross varði fast skot hans. Mínútu síðar munaði litlu fyrir framan Kop stúkuna hinu megin. Fyrirgjöf kom frá vinstri sem Martin náði ekki að skalla almennilega frá og Fernando Torres fékk boltann. Hann var snöggur, sneri mann af sér og skaut föstu skoti úr þröngu færi en boltinn fór í þverslána niður og hrökk frá! Góð tilþrif en nú var óláni Fernando fagnað á Anfield í fyrsta skipti!
En þetta var undantekning og manni fannst hætta í hverri sókn Liverpool! Þremur mínútum fyrir leikhlé skallaði Luis boltann laglega á Stewart Downing og hann náði frábæru skoti en auðvitað small boltinn í þverslá! Ekki ósvipað hjá Stewart eins og í fyrsta heimaleiknum gegn Sunderland. Á síðustu mínútu hálfleiksins fékk hann þó færi á að skora fyrsta deildarmark sitt. Branislav gaf þá Andy hressilegt olnbogaskot inni í vítateignum. Dómarinn dæmdi víti og hefði vel getað rekið Branislav af velli. Stewart tók vítaspyrnuna. Hann sendi Ross, fyrrum félaga sinn hjá Middlesborough, í vitlaust horn en boltinn fór í stöngina. Enn fór víti forgörðum og nú var það Stewart! Hann skoraði af miklu öryggi í vítaspyrnukeppninni í Deildarbikarúrslitaleiknum og sem betur fer fór það inn en nú fór verr!
Stuðningsmenn Liverpool voru kátir í leikhléinu enda liðið búið að leika frábærlega. Chelsea komst þó aftur óvænt inn í leikinn á 50. mínútu. Florent Malouda tók aukspyrnu frá hægri. Boltinn rataði inn á markteiginn þar sem hann hrökk í Ramires Nascimento og í markið. Brasilíumaðurin fagnaði ekki eins mikið og á laugardaginn en hann skoraði líka þá.
Markið setti leikmenn Liverpool ekkert út af laginu og þremur mínútum seinna var Martin allt í einu kominn inn í vítateig Chelsea en Ross varði skot hans naumlega með fótunum. Á 61. mínútu var svo sigur Liverpool geirnegldur. Ross fékk þá boltann aftur frá einum sinna manna. Hann sparkaði boltanum út úr teignum en ekki betur en svo að hann fór beint á Jonjo Shelvey sem þakkaði gott boð og sparkaði honum umsvifalaust beinustu leið í autt markið fyrir framan Kop! Stórglæsilegt skot af um þrjátíu metra færi og stuðningsmenn Liverpool glaðir og kátir.
Á 73. mínútu fékk Chelsea loks færi þegar varamaðurinn Romelu Lukaku skallaði frír við inni í markteignum en Jose náði að verja með eldsnöggum viðbrögðum. Nokkrum augnablikum seinna átti Glen Johnson langa stórkostlega sendingu fyrir markið á Andy en hann hitti boltann ekki dauðafrír fyrir miðju marki. Þar hefði hann átt að ná verðskulduðu marki. Daniel skallaði rétt framhjá á síðustu mínútu leiksins en mörkin komu ekki fleiri.
Stuðningsmenn Liverpool hylltu Kónginn og sungu þjóðsönginn í lokin og fóru svo ánægðir heim eftir að leikmenn og þjálfaralið hafði gengið hefðbundinn heiðurshring eins og gert er eftir síðasta heimaleik. Margir hugsuðu líklega hvers vegna svona hafi ekki gengið oftar í jafnteflum og töpum á Anfield á leiktíðinni. Það er ekkert eitt svar við því. Svo hafa líka örugglega fjölmargir spurt sig af hverju Liverpool hafi ekki spilað svona vel á Wembley á laugardaginn. Reyndar var lið Chelsea mun sterkara þá en það er enginn vafi á því að leikmenn Liverpol hafa átt að geta spilað miklu betur á leiktíðinni og það var allt annað að sjá menn í kvöld en oft áður. Við sjáum til en þessi sigur hefði verið vel þeginn á laugardaginn. Vonandi gefur hann þó fyrirheit um betri leik liðsins á næsta keppnistímabili.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Agger, Downing (Sterling 83. mín.), Henderson, Shelvey, Rodriguez (Kuyt 83. mín.), Suarez og Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Coates, Spearing, Kelly og Bellamy.
Mörk Liverpool: Michael Essien, sm., (19. mín.) Jordan Henderson (25. mín.), Daniel Agger (28. mín.) og Jonjo Shelvey (61. mín.).
Gul spjöld: Jordan Henderson og Daniel Agger.
Chelsea: Turnbull, Ferreira, Ivanovic, Terry, Bertrand, Essien, Romeu, Ramires, Sturridge (Lukaku 68. mín.), Malouda og Torres. Ónotaðir varamenn: Hilario, Cole, Lampard, Mata, Kalou og Hutchinson.
Mark Chelsea: Ramires Nascimento (50. mín.).
Gult spjald: Paulo Ferreira, John Terry, Michael Essien og Branislav Ivanovic.
Áhorfendur á Anfield Road: 40.721.
Maður leiksins: Andy Carroll. Sá stóri hélt áfram þaðan sem frá var horfið á Wembley á laugardaginn. Hann var gersamlega óviðráðanlegur og kannski er hann fyrst núna að finna taktinn í rauða búningnum. Það er of seint á þessu keppnistímabili en lofar góðu fyrir það næsta!
Kenny Dalglish: Þetta var stórgóð frammistaða. Við höfum spilað álíka vel áður hérna en úrslitin hafa ekki alltaf verið eins jákvæð. Það besta var að spilamennska liðsins skyldi skila fyllilega verðskulduðum sigri. Það var líka frábært að stuðningsmennirnir skyldu geta farið með svolítið bros heim eftir síðasta heimaleikinn.
Fróðleikur.
- Þetta var í fyrsta sinn sem Liverpool skoraði fjögur mörk í deildarleik á keppnistímabilinu.
- Þetta var stærsti deildarsigur Liverpool á leiktíðinni.
- Þeir Jordan Henderson, Daniel Agger og Jonjo Shelvey skoruðu allir í annað sinn á sparktíðinni.
- Í leiknum mættust bikarmeistaralið leiktíðarinnar. Liverpool vann Deildarbikarinn og Chelsea F.A. bikarinn.
- Liverpool hefur nú unnið fjóra síðustu deildarleiki á móti Chelsea.
- Liverpool hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum við Chelsea. Því miður var eina tapið í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér má horfa á svipmyndir úr leiknum.
Hér eru myndir af heiðurshring leikmanna af Liverpoolfc.tv.
Hér eru fleiri myndir af heiðurshringnum af Liverpoolfc.tv.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan