| Sf. Gutt
TIL BAKA
Stephen Darby farinn
Stephen Darby er farinn frá Liverpool. Varnarmaðurinn ungi fór til Bradford City sem leikur í fjórðu deild af atvinnumannadeildunum. Stephen hefur spreytt sig sem lánsmaður síðustu árin hjá Swindon, Notts County og Rochdale en nú er hann farinn fyrir fullt og fast.
Stephen Darby ólst upp hjá Liverpool og þótti lengi vel einn allra efnilegasti varnarmaðurinn hjá félaginu. Hann lék lykilhlutverk í unglingaliði Liverpool sem vann Unglingabikarinn 2006 og 2007. Hann var fyrirliði liðsins 2006. Hann var líka fyrirliði varaliðsins sem varð Englandsmeistari varaliða 2008.
Stephen náði svo að spila sinn fyrsta leik með aðalliðinu í nóvember 2008. Síðasti leikur hans var útileikurinn gegn Rabotnicki en það var fyrsti leikur Liverpool undir stjórn Roy Hodgson. Alls lék hann sex leiki með aðalliði Liverpool.
Stephen Darby var einn af sex ungliðum sem yfigáfu Liverpool núna í sumar. Hinir voru þeir David Amoo, Kristján Gauti Emilsson, Emmanuel Mendy, Matthew McGiveron og Michael Roberts.
Hér er allt það helsta um Stephen Darby á LFChistory.net.
Stephen Darby ólst upp hjá Liverpool og þótti lengi vel einn allra efnilegasti varnarmaðurinn hjá félaginu. Hann lék lykilhlutverk í unglingaliði Liverpool sem vann Unglingabikarinn 2006 og 2007. Hann var fyrirliði liðsins 2006. Hann var líka fyrirliði varaliðsins sem varð Englandsmeistari varaliða 2008.
Stephen náði svo að spila sinn fyrsta leik með aðalliðinu í nóvember 2008. Síðasti leikur hans var útileikurinn gegn Rabotnicki en það var fyrsti leikur Liverpool undir stjórn Roy Hodgson. Alls lék hann sex leiki með aðalliði Liverpool.
Stephen Darby var einn af sex ungliðum sem yfigáfu Liverpool núna í sumar. Hinir voru þeir David Amoo, Kristján Gauti Emilsson, Emmanuel Mendy, Matthew McGiveron og Michael Roberts.
Hér er allt það helsta um Stephen Darby á LFChistory.net.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan