| Sf. Gutt
TIL BAKA
Harry kjörinn besti Ástralinn
Harry Kewell, fyrrum leikmaður Liverpool, var fyrr í þessum mánuði kjörinn besti knattspyrnumaður Ástrala fyrr og síðar. Hann var svo að auki valinn í úrvalslið allra tíma hjá Áströlum.
Kosningarétt í kjörinu áttu íþróttafréttamenn, knattspyrnumenn og knattspyrnuáhugamenn sem kusu í vefkosningu. Harry var magnaður leikmaður þegar hann var upp á sitt besta en líklega var hann bestur þegar hann lék með Leeds United. Hann var kjörinn Efnilegasti leikmaður ársins 2000 á Englandi.
Harry var skiljanlega stoltur og glaður með þessa miklu viðurkenningu. ,,Ég finn fyrir auðmýkt og miklu þakklæti. Sérstaklega vegna þess að almenningur hafði kost á að kjósa og það er magnað að verða fyrir valinu af öllum þeim frábæru knattspyrnumönnum sem þessi þjóð hefur alið af sér í gegnum árin. Ég mun heldur aldrei gleyma því að hafa verið valinn í úrsvalslið Ástrala með bestu leikmönnum þjóðarinnar fyrr og síðar."
Nokkur þekkt nöfn eru í úrvalsliðinu en svo eru leikmenn fyrri ára, minna þekktir utan Ástralíu, líka í því. Hér er ástralska úrvalsliðið í heild sinni. Mark Schwarzer, Lucas Neill, Joe Marston, Craig Moore, Alan Davidson, Johnny Warren, Ned Zelic, Tim Cahill, Ray Baartz, Harry Kewell og Mark Viduka.
Harry Kewell kom til Liverpool frá Leeds sumarið 2003. Hann lék 139 leiki með Liverpool og skoraði 16 mörk. Hann vann tvo titla með Liverpool, Evrópubikarinn 2005 og F.A. bikarinn árið eftir. Harry yfirgaf Liverpool 2008 og fór þá til Galatasaray í Tyrklandi. Síðast var hann á mála hjá ástralska liðinu Melbourne Victory. Því miður náði Harry aldrei að uppfylla þær væntingar sem gerðar voru til hans þegar hann kom til Liverpool. Hann var lengi vel meiddur og meiðslin höfðu sitt að segja í því að ekki gekk betur.
Harry hefur leikið 55 landsleiki og skorað 16 mörk. Hann var kosinn Knattspyrnumaður Eyjaálfu 1999, 2001 og 2003.
Kosningarétt í kjörinu áttu íþróttafréttamenn, knattspyrnumenn og knattspyrnuáhugamenn sem kusu í vefkosningu. Harry var magnaður leikmaður þegar hann var upp á sitt besta en líklega var hann bestur þegar hann lék með Leeds United. Hann var kjörinn Efnilegasti leikmaður ársins 2000 á Englandi.
Harry var skiljanlega stoltur og glaður með þessa miklu viðurkenningu. ,,Ég finn fyrir auðmýkt og miklu þakklæti. Sérstaklega vegna þess að almenningur hafði kost á að kjósa og það er magnað að verða fyrir valinu af öllum þeim frábæru knattspyrnumönnum sem þessi þjóð hefur alið af sér í gegnum árin. Ég mun heldur aldrei gleyma því að hafa verið valinn í úrsvalslið Ástrala með bestu leikmönnum þjóðarinnar fyrr og síðar."
Nokkur þekkt nöfn eru í úrvalsliðinu en svo eru leikmenn fyrri ára, minna þekktir utan Ástralíu, líka í því. Hér er ástralska úrvalsliðið í heild sinni. Mark Schwarzer, Lucas Neill, Joe Marston, Craig Moore, Alan Davidson, Johnny Warren, Ned Zelic, Tim Cahill, Ray Baartz, Harry Kewell og Mark Viduka.
Harry Kewell kom til Liverpool frá Leeds sumarið 2003. Hann lék 139 leiki með Liverpool og skoraði 16 mörk. Hann vann tvo titla með Liverpool, Evrópubikarinn 2005 og F.A. bikarinn árið eftir. Harry yfirgaf Liverpool 2008 og fór þá til Galatasaray í Tyrklandi. Síðast var hann á mála hjá ástralska liðinu Melbourne Victory. Því miður náði Harry aldrei að uppfylla þær væntingar sem gerðar voru til hans þegar hann kom til Liverpool. Hann var lengi vel meiddur og meiðslin höfðu sitt að segja í því að ekki gekk betur.
Harry hefur leikið 55 landsleiki og skorað 16 mörk. Hann var kosinn Knattspyrnumaður Eyjaálfu 1999, 2001 og 2003.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan