| Sf. Gutt
TIL BAKA
Brendan er búinn að velja fyrsta liðið
Þá er komið að fyrsta leiknum á valdatíð Brendan Rodgers. Þetta eru mennirnir sem hann valdi í fyrsta liðið sitt sem mætir Gomel í Hvíta Rússlandi núna klukkan sex að íslenskum tíma.
Liverpool: Brad Jones, Glen Johnson, Jose Enrique, Jamie Carragher, Martin Skrtel, Jordan Henderson, Jay Spearing, Steven Gerrard, Stewart Downing, Joe Cole og Fabio Borini. Varamenn eru Peter Gulacsi, Lucas Leiva, Charlie Adam, Jonjo Shelvey, Martin Kelly, Jack Robinson og Raheem Sterling.
Það verða að teljast óvænt tíðindi að Steven Gerrard og Glen Johnson skuli hefja leikinn og þá sérstaklega Glen sem ekkert lék í Ameríkuferðinni. Það er greinilegt að Brendan ætlar ekki að taka neina áhættu á eftir.
Nýliðinn Fabio Borini leiðir sóknina í sínum fyrsta opinbera leik með Liverpool. Brad Jones stendur í markinu en Jose Reina er ekki kominn til æfinga eftir Evrópukeppni landsliða sem lauk fyrir réttum mánuði.
Líklega áttu margir von á því að Brendan myndi tefla fram einhverjum af ungu leikmönnunum sem stóðu sig svo vel í Ameríku. Svo er ekki og aðeins Jack Robinson og Raheem Sterling eru á bekknum. Margir áttu von á piltum á borð við Jon Flanagan og Jonjo Shelvey í byrjunarliðinu.
Jamie Carragher nær þeim einstaka áfanga að spila sinn 700. leik með Liverpool! Hann verður fyrirliði í tilefni dagsins. Ekki þarf að hafa mörg orð um hvers konar afrek það er að leika 700 leiki með sama félaginu og það Liverpool.
Jamie Carragher er aðeins annar leikmaðurinn í sögu Liverpool til að leika 700 leiki fyrir félagið. Aðeins Ian Callaghan sem á leikjametið hjá Liverpool 857 leiki hefur leikið oftar en Jamie. Til hamingju með áfangann Carra!
Liverpool: Brad Jones, Glen Johnson, Jose Enrique, Jamie Carragher, Martin Skrtel, Jordan Henderson, Jay Spearing, Steven Gerrard, Stewart Downing, Joe Cole og Fabio Borini. Varamenn eru Peter Gulacsi, Lucas Leiva, Charlie Adam, Jonjo Shelvey, Martin Kelly, Jack Robinson og Raheem Sterling.
Það verða að teljast óvænt tíðindi að Steven Gerrard og Glen Johnson skuli hefja leikinn og þá sérstaklega Glen sem ekkert lék í Ameríkuferðinni. Það er greinilegt að Brendan ætlar ekki að taka neina áhættu á eftir.
Nýliðinn Fabio Borini leiðir sóknina í sínum fyrsta opinbera leik með Liverpool. Brad Jones stendur í markinu en Jose Reina er ekki kominn til æfinga eftir Evrópukeppni landsliða sem lauk fyrir réttum mánuði.
Líklega áttu margir von á því að Brendan myndi tefla fram einhverjum af ungu leikmönnunum sem stóðu sig svo vel í Ameríku. Svo er ekki og aðeins Jack Robinson og Raheem Sterling eru á bekknum. Margir áttu von á piltum á borð við Jon Flanagan og Jonjo Shelvey í byrjunarliðinu.
Jamie Carragher nær þeim einstaka áfanga að spila sinn 700. leik með Liverpool! Hann verður fyrirliði í tilefni dagsins. Ekki þarf að hafa mörg orð um hvers konar afrek það er að leika 700 leiki með sama félaginu og það Liverpool.
Jamie Carragher er aðeins annar leikmaðurinn í sögu Liverpool til að leika 700 leiki fyrir félagið. Aðeins Ian Callaghan sem á leikjametið hjá Liverpool 857 leiki hefur leikið oftar en Jamie. Til hamingju með áfangann Carra!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan