| Sf. Gutt
TIL BAKA
Brendan ánægður og sendi bréf
Segja má að Brendan Rodgers hafi byrjað framkvæmdastjóraferil sinn fyrir alvöru í Hvíta Rússlandi. Hann var að sjálfsögðu ánægður með útkomuna í fyrsta leiknum en Liverpool vann Gomel 0:1. Hann segir það heiður að vera framkvæmdastjóra Liverpool og leiða liðið.
,,Það var virkilega sérstakt fyrir mig að stjórna mínum fyrsta alvörukappleik. Það hefði ekki skipt máli hvar leikurinn fór fram, hvort sem hann hefði verið í í Hvíta-Rússlandi eða Brasilíu, því það er heiður fyrir mig að vera framkvæmdastjóri hjá þessu félagi og ég er mjög stoltur yfir því að leiða þessa leikmenn og vera knattspyrnustjórinn þeirra. Vonandi getur þetta verið byrjun á fleiri sigrum í framtíðinni og góðum leikjum hjá okkur."
Nokkrir harðir stuðningsmenn Liverpool fylgdu liðinu sínu til Hvíta Rússlands. Hollusta þeirra fór ekki framhjá Brendan og hann sendi þessum dyggu stuðningsmönnum sérstakt þakkarbréf. Í bréfinu, sem birtist á Liverpool.com, segir meðal annars. ,,Mig langar að þakka ykkur innilega fyrir að leggja það á ykkur að koma til Gomel í gærkvöldi til að styðja okkur í fyrsta keppnisleik okkar á leiktíðinni."
Hér má lesa bréfið frá Brendan í heild sinni.
,,Það var virkilega sérstakt fyrir mig að stjórna mínum fyrsta alvörukappleik. Það hefði ekki skipt máli hvar leikurinn fór fram, hvort sem hann hefði verið í í Hvíta-Rússlandi eða Brasilíu, því það er heiður fyrir mig að vera framkvæmdastjóri hjá þessu félagi og ég er mjög stoltur yfir því að leiða þessa leikmenn og vera knattspyrnustjórinn þeirra. Vonandi getur þetta verið byrjun á fleiri sigrum í framtíðinni og góðum leikjum hjá okkur."
Nokkrir harðir stuðningsmenn Liverpool fylgdu liðinu sínu til Hvíta Rússlands. Hollusta þeirra fór ekki framhjá Brendan og hann sendi þessum dyggu stuðningsmönnum sérstakt þakkarbréf. Í bréfinu, sem birtist á Liverpool.com, segir meðal annars. ,,Mig langar að þakka ykkur innilega fyrir að leggja það á ykkur að koma til Gomel í gærkvöldi til að styðja okkur í fyrsta keppnisleik okkar á leiktíðinni."
Hér má lesa bréfið frá Brendan í heild sinni.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan