Brendan þakkar góðar móttökur
Brendan Rodgers stjórnaði Liverpool í fyrsta skipti á Anfield Road í gærkvöldi þegar Liverpool vann Gomel 3:0. Brendan var mjög vel tekið þegar hann gekk út á leikvanginn fyrir leikinn og stuðningsmenn Liverpool klöppuðu vel fyrir honum. Brendan lýsti þakklæti sínu þegar leiknum var lokið.
,,Mig langar að taka það fram að ég vil þakka ykkur kærlega fyrir hversu vel mér var tekið. Liverpool er einstakt knattspyrnufélag og ég læri meira og meira um það á hverjum degi. Það var því alveg einstakt að ganga út á Anfield fyrir fyrsta heimaleikinn minn."
,,Vonandi eigum við eftir að eiga margar magnaðar kvöldstundir þar. Stuðningsmennirnir eru okkur mikill styrkur. Okkur langar til að láta Anfield verða öflugt virki á þessu keppnistímabili. Það var mikilvægt að spila vel í kvöld til að ná góðri byrjun."
Bendan var búinn að hlakka til að stjórna Liverpool í fyrsta skipti á Anfield og á blaðamannafundi í fyrradag sagði hann að það yrði mikill heiður að leiða nýja liðið sitt til leiks.
,,Það verður heiður fyrir mig að ganga út á Anfield annað kvöld fyrir fyrsta leikinn minn þar. Þetta verða mikil forréttindi fyrir mig en ég mun einbeita mér að því að vinna leikinn. Það skiptir öllu fyrir mig þetta kvöldið. Ég mun reyna að gera Anfield virkilega erfiðan stað fyrir þá sem hingað koma til leiks."
Hér má horfa á blaðamannafundinn í fyrradag.
Brendan Rodgers er búinn að gera sitt til að gera Anfield að því virki sem hann vill. Hann lét setja rauð net í mörkin á nýjan leik eins og þau voru um langt árabil. Hann lét svo grafa upp gamla "This is Anfield" skiltið og það er nú komið upp á sinn gamla stað.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni