| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Sigur á lærisveinum Sami
Liverpool sigraði Bayer Leverkusen 3-1 í vináttuleik á Anfield í dag. Sami Hyypiä, stjóri þýzka liðsins, fékk höfðinglegar móttökur á Anfield.
Martin Skrtel og Daniel Agger fengu báðir að hvíla í dag og í stað þeirra skipuðu Sebastian Coates og Jamie Carragher miðvarðarstöðurnar. Coates spilaði þar með sinn fyrsta leik undir stjórn Brendan Rodgers. Martin Kelly var hægri bakvörður og Enrique vinstra megin. Miðjan var sú sama og í leiknum gegn Gomel á fimmtudaginn, Lucas, Gerrard og Shelvey. Suarez var frammi og Downing og Sterling á köntunum.
Það voru ekki liðnar nema 3 mínútur af leiknum þegar fyrsta markið kom. Þar var á ferð hinn stórefnilegi Raheem Sterling sem skoraði gott mark eftir glæsilega sendingu Enrique. Virkilega vel að verki staðið og staðan orðin 1-0.
Liverpool hélt boltanum ágætlega og spilaði ansi vel á köflum. Handbragð Rodgers virðist smátt og smátt vera að sjást á liðinu. Þjóðverjarnir áttu þó sína spretti.
Á 28. mínútu kom síðan annað mark Liverpool. Það gerði Lucas eftir sendingu frá Suarez. Sjálfsagt hefur finnska varnartröllinu á þýzka bekknum ekki verið skemmt yfir varnarvinnu sinna manna. En engu að síður gott og gilt mark og staðan orðin 2-0 fyrir okkar menn. Fyrri hálfleikur leið síðan undir lok án mikilla tíðinda.
Rodgers skipti fimm mönnum inn á í leikhléi. Jay Spearing kom inn fyrir Downing, Jordan Henderson fyrir Gerrard, Charlie Adam fyrir Lucas, Jack Robinson fyrir Enrique og Andy Carroll fyrir Suarez.
Gestirnir frá Þýzkalandi voru heldur sprækari í upphafi seinni hálfleiks og greinilegt að Sami hefur lesið sínum mönnum pistilinn í hléinu.
Það voru þó okkar menn sem skoruðu fyrsta márk síðari hálfleiks þegar Andy Carroll skoraði ágætt mark eftir sendingu frá Adam. Fyrsta mark Carroll undir stjórn Rodgers staðreynd og staðan orðin 3-0 á Anfield.
Þrátt fyrir örugga forystu okkar manna rann spilið ekki jafn vel í síðari hálfleik og í hinum fyrri. Það mátti glögglega sjá á Brendan Rodgers að hann vildi fá meira flæði í spilið.
Á 75. mínútu minnkuðu gestirnir muninn með laglegu marki Sidney Sam. Staðan orðin 3-1.
Það sem eftir lifði leiks gerðist ekki margt, en áhorfendur á Anfield virtust þó skemmta sér ágætlega. Á 77. mínútu hvöttu þeir Jamie Carragher óspart til að skjóta á markið þaegar gamli maðurinn brunaði fram völlinn. Hann hlýddi kalli aðdáendanna að sjálfsögðu og lét þrumuskot ríða af. Ekki hefur miðið hjá varafyrirliðanum þó batnað með árunum og boltinn hafnaði uppí Kop stúkunni.
Undir lok leiksins hófu stuðningsmenn Liverpool að kyrja söngva um sína gömlu hetju, Sami Hyypiä, sem veifaði að sjálfsögðu á móti.
Niðurstaðan í síðustu prófraun Liverpool fyrir leiktíðina sem hefst næsta laugardag 3-1 í ágætlega skemmtilegum leik.
Liverpool: Reina, Kelly, Enrique (Robinson á 46. mín.), Carragher, Coates, Gerrard (Henderson 46. mín.), Shelvey, Downing (Spearing 46. mín.), Sterling, Leiva (Adam, 46. mín.), Suarez (Carroll á 46. mín.). Ónotaður varamaður: Jones
Martin Skrtel og Daniel Agger fengu báðir að hvíla í dag og í stað þeirra skipuðu Sebastian Coates og Jamie Carragher miðvarðarstöðurnar. Coates spilaði þar með sinn fyrsta leik undir stjórn Brendan Rodgers. Martin Kelly var hægri bakvörður og Enrique vinstra megin. Miðjan var sú sama og í leiknum gegn Gomel á fimmtudaginn, Lucas, Gerrard og Shelvey. Suarez var frammi og Downing og Sterling á köntunum.
Það voru ekki liðnar nema 3 mínútur af leiknum þegar fyrsta markið kom. Þar var á ferð hinn stórefnilegi Raheem Sterling sem skoraði gott mark eftir glæsilega sendingu Enrique. Virkilega vel að verki staðið og staðan orðin 1-0.
Liverpool hélt boltanum ágætlega og spilaði ansi vel á köflum. Handbragð Rodgers virðist smátt og smátt vera að sjást á liðinu. Þjóðverjarnir áttu þó sína spretti.
Á 28. mínútu kom síðan annað mark Liverpool. Það gerði Lucas eftir sendingu frá Suarez. Sjálfsagt hefur finnska varnartröllinu á þýzka bekknum ekki verið skemmt yfir varnarvinnu sinna manna. En engu að síður gott og gilt mark og staðan orðin 2-0 fyrir okkar menn. Fyrri hálfleikur leið síðan undir lok án mikilla tíðinda.
Rodgers skipti fimm mönnum inn á í leikhléi. Jay Spearing kom inn fyrir Downing, Jordan Henderson fyrir Gerrard, Charlie Adam fyrir Lucas, Jack Robinson fyrir Enrique og Andy Carroll fyrir Suarez.
Gestirnir frá Þýzkalandi voru heldur sprækari í upphafi seinni hálfleiks og greinilegt að Sami hefur lesið sínum mönnum pistilinn í hléinu.
Það voru þó okkar menn sem skoruðu fyrsta márk síðari hálfleiks þegar Andy Carroll skoraði ágætt mark eftir sendingu frá Adam. Fyrsta mark Carroll undir stjórn Rodgers staðreynd og staðan orðin 3-0 á Anfield.
Þrátt fyrir örugga forystu okkar manna rann spilið ekki jafn vel í síðari hálfleik og í hinum fyrri. Það mátti glögglega sjá á Brendan Rodgers að hann vildi fá meira flæði í spilið.
Á 75. mínútu minnkuðu gestirnir muninn með laglegu marki Sidney Sam. Staðan orðin 3-1.
Það sem eftir lifði leiks gerðist ekki margt, en áhorfendur á Anfield virtust þó skemmta sér ágætlega. Á 77. mínútu hvöttu þeir Jamie Carragher óspart til að skjóta á markið þaegar gamli maðurinn brunaði fram völlinn. Hann hlýddi kalli aðdáendanna að sjálfsögðu og lét þrumuskot ríða af. Ekki hefur miðið hjá varafyrirliðanum þó batnað með árunum og boltinn hafnaði uppí Kop stúkunni.
Undir lok leiksins hófu stuðningsmenn Liverpool að kyrja söngva um sína gömlu hetju, Sami Hyypiä, sem veifaði að sjálfsögðu á móti.
Niðurstaðan í síðustu prófraun Liverpool fyrir leiktíðina sem hefst næsta laugardag 3-1 í ágætlega skemmtilegum leik.
Liverpool: Reina, Kelly, Enrique (Robinson á 46. mín.), Carragher, Coates, Gerrard (Henderson 46. mín.), Shelvey, Downing (Spearing 46. mín.), Sterling, Leiva (Adam, 46. mín.), Suarez (Carroll á 46. mín.). Ónotaður varamaður: Jones
Mörk Liverpool: Raheem Sterling á 3. mín., Lucas Leiva á 29. mín og Andy Carroll á 75. mín.
Áhorfendur á Anfield Road: 25.291.
Maður leiksins: Raheem Sterling fær heiðurinn að þessu sinni. Liverpool liðið spilaði allt nokkuð vel í fyrri hálfleik, en leikurinn dalaði dálítið í hinum síðari. Sterling var þó alltaf á ferðinni og drengurinn virðist alltaf líklegur til að gera usla þegar hann fær boltann. Skoraði gott mark og átti líflegan leik.
Brendan Rodgers: Ég er ánægður með mjög margt í okkar leik. Þetta hefur verið gott undirbúningstímabil og mér finnst við vera á góðum stað í undirbúningnum fyrir átökin sem hefjast fyrir alvöru um næstu helgi..
Áhorfendur á Anfield Road: 25.291.
Maður leiksins: Raheem Sterling fær heiðurinn að þessu sinni. Liverpool liðið spilaði allt nokkuð vel í fyrri hálfleik, en leikurinn dalaði dálítið í hinum síðari. Sterling var þó alltaf á ferðinni og drengurinn virðist alltaf líklegur til að gera usla þegar hann fær boltann. Skoraði gott mark og átti líflegan leik.
Brendan Rodgers: Ég er ánægður með mjög margt í okkar leik. Þetta hefur verið gott undirbúningstímabil og mér finnst við vera á góðum stað í undirbúningnum fyrir átökin sem hefjast fyrir alvöru um næstu helgi..
Fróðleikur:
- Liverpool og Bayer Leverkusen mættust síðast í vináttuleik í júlí 2005. Þá sigraði Liverpool 3-0.
- Liðin hafa tvisvar sinnum mæst í Meistaradeild Evrópu. Í fyrra skiptið árið 2002, en þá sigraði Leverkusen samanlagt 4-1. Seinna skiptið var síðan 2005. Þá sigraði Liverpool samanlagt 6-2, á leið sinni til Istanbul.
- Það er óhætt að segja að Sami Hyypiä stjóri Leverkusen sé lifandi Liverpool goðsögn.
- Það er óhætt að segja að Sami Hyypiä stjóri Leverkusen sé lifandi Liverpool goðsögn.
- Hann kom til liðsins sumarið 1999 og varð fljótlega einn af máttarstólpum liðsins. Hann myndaði sterkt miðvarðapar með Stéphane Henchoz og síðar með Jamie Carragher.
- Á þeim 10 árum sem Finninn hávaxni var hjá Liverpool lék hann 464 leiki og skoraði í þeim 35 mörk.
- Hann hampaði 9 titlum á ferli sínum hjá Liverpool; einum Meistaradeildartitli (2005), tveimur FA bikurum (2001 og 2006), tveimur deildabikurum (2001 og 2003), einum UEFA super cup og einum UEFA bikar (báðir 2001) og síðan góðgerðarskildinum (2001).
- Hann lék sinn síðasta leik fyrir Liverpool á Anfield gegn Tottenham fyrir þremur árum síðan.
- Hann hampaði 9 titlum á ferli sínum hjá Liverpool; einum Meistaradeildartitli (2005), tveimur FA bikurum (2001 og 2006), tveimur deildabikurum (2001 og 2003), einum UEFA super cup og einum UEFA bikar (báðir 2001) og síðan góðgerðarskildinum (2001).
- Hann lék sinn síðasta leik fyrir Liverpool á Anfield gegn Tottenham fyrir þremur árum síðan.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan