| Sf. Gutt
Fyrri kafli í Bretlandsorrustunni hefst í kvöld. Liverpool tekur þá hús á skosku bikarmeisturunum í höfuðstað Skotlands. Heart of Midlothian vann skosku bikarkeppnina í vor eftir að hafa tekið granna sína Hibernian í gegn 5:1. Mikill áhugi er á leiknum í Skotlandi eins og jafanan þegar Englendingar mæta á svæðið.
Liðið sem hefur betur í þessari Bretlandsorrustu fer áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Brendan Rodgers fer þó ekki með alla sína sterkustu menn norður til Skotlands. Þeir Steven Gerrard, Luis Suarez, Martin Skrtel og Glen Johnson voru allir skildir eftir heima og líklega þá með það í huga að Englandsmeistarar og Skjaldarhafar Manchester City koma til Liverpool á sunnudaginn. Jose Enrique fór heldur ekki með en hann er meiddur.
Það má því búast við því að nokkrir af yngri leikmönnum Liverpool fái að spreyta sig í Edinborg í kvöld og það er af hinu góða. Nokkrir ungliðar eins og Jack Robonson, Raheem Sterling og Adam Morgan eru í liðshópnum.
Liverpool sló Gomel frá Hvíta Rússlandi úr leik í síðustu umferð samtals 4:0. Líklega verður Hearts erfiðari mótherji og liðið verður að standa sig betur en á laugardaginn síðasta.
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa fyrir leikinn.
TIL BAKA
Bretlandsorrusta framundan

Liðið sem hefur betur í þessari Bretlandsorrustu fer áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Brendan Rodgers fer þó ekki með alla sína sterkustu menn norður til Skotlands. Þeir Steven Gerrard, Luis Suarez, Martin Skrtel og Glen Johnson voru allir skildir eftir heima og líklega þá með það í huga að Englandsmeistarar og Skjaldarhafar Manchester City koma til Liverpool á sunnudaginn. Jose Enrique fór heldur ekki með en hann er meiddur.
Það má því búast við því að nokkrir af yngri leikmönnum Liverpool fái að spreyta sig í Edinborg í kvöld og það er af hinu góða. Nokkrir ungliðar eins og Jack Robonson, Raheem Sterling og Adam Morgan eru í liðshópnum.
Liverpool sló Gomel frá Hvíta Rússlandi úr leik í síðustu umferð samtals 4:0. Líklega verður Hearts erfiðari mótherji og liðið verður að standa sig betur en á laugardaginn síðasta.
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa fyrir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan