Mark spáir í spilin
Liverpool v Arsenal
Liverpool lék vel um síðustu helgi og hefðu verðskuldað sigur á Manchester City. En vandamál liðsins er það sama og á síðasta keppnistímabili. Mörk! Ef Luis Suarez skorar ekki eða Steven Gerrard laumar inn einu og einu hver á þá að skora reglulega? Hvort liðið nær einu af fjórum efstu sætunum ræðast af því hvernig gengur að skora.
Það eru nokkrir stórgóðir leikmenn í röðum Liverpool. Það er auðljóst að Joe Allen er mjög góður knattspyrnumaður. Raheem Sterling býr yfir miklum hæfileikum og hann er frár á fæti. Hann lék stöðuna sína vel, passaði upp á varnarleikinn og þá sérstaklega miðað við ungan aldur hans.
Allir telja aðalmálið hjá Arsenal vera að Robin van Persie sé farinn en þeir eru búnir að kaupa góða leikmenn. Þeir eru ekki búnir að skora í tveimur leikjum. En það er erfitt að spila úti gegn Stoke og Sunderland er með sterkt lið. Nýju leikmennirnir munu smá saman finna sig. Bæði Lukas Podolski og Olivier Giroud komu úr öðrum deildarkeppnum og þurfa tíma. Það óvenjulega, og góða, fyrir liðið hans Arsene Wenger er að það hefur enn ekki fengið á sig mark.
Spá: 1:1.
Til minnis!
- Liverpool leikur aðra umferðina í röð á heimavelli gegn liði sem endaði í efstu fjórum sætunum á síðasta keppnistímabili.
- Tveir nýir leikmenn gætu leikið í fyrsta sinn með Liverpool.
- Þrír leikmenn eru farnir frá síðasta leik.
- Liðin unnu á leikvöngum hvers annars á síðustu leiktíð.
- Arsenal hefur enn ekki skorað en reyndar heldur ekki fengið á sig mark.
- Luis Suarez er orðinn markahæstur leikmanna Liverpool með tvö mörk.
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen