| Sf. Gutt
TIL BAKA
Kemur Michael Owen aftur heim?
Það ótrúlega gæti gerst að Michael Owen komi aftur heim til Liverpool. Brendan Rodgers útilokaði það ekki á blaðamannafundi í gær eftir leik Liverpool og Arsenal.
Brendan var spurður út í hvort það kæmi til greina að Michael Owen, eða einhver annar sem er á lausu, komi til Liverpool þar sem mikill skortur er á sóknarmönnum og mörkum hjá félaginu. Hann svaraði því til að það væri engin spurning um hann muni skoða hvern einasta leikmann sem gæti hugsanlega styrkt liðshópinn hjá Liverpool. Þá liggur það fyrir að endurkoma Michael Owen er ekki útilokuð.
Michael Owen yfirgaf Liverpool sumarið 2004 og gerði samning við Real Madrid. Þar lék hann eina leiktíð áður en hann samdi við Newcastle United. Þá átti hann þess kost að ganga til liðs við Liverpool á nýjan leik en afþakkaði.
Michael fór frá Newcastle þegar liðið féll úr efstu deild 2009 og lét sig þá hafa það að semja við Manchester United. Á þeim tímapunkti mun Michael hafa haft áhuga á að koma aftur til Liverpool en þá var nærvera hans afþökkuð. Samningur Michael við Manchester United rann út í sumar.
Michael getur gengið til liðs við hvaða liðs sem er hvenær sem er því hann er ekki samningsbundinn neinu félagi eins og er. Það liggur fyrir að Michael vill koma sér í lið sem fyrst því hann er ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna.
Michael Owen er nú 32. ára gamall og hann er auðvitað ekki neinn framtíðarmaður. Hann hefur verið mikið meiddur síðustu árin en það er enginn vafi á því að hann getur skorað mörk og Liverpool vantar mann sem getur skorað mörk. Það er á hinn bóginn óvíst hvort forráðamenn Liverpool vilja fá Michael Owen aftur eftir svikaför hans um árið.
Það getur þó allt gerst í knattspyrnunni og mönnum ekkert heilagt í knattspyrnuheiminum. Sumir myndu kannski líta svo á hugsanlega endurkomu Michael Owen að hann skuldi félaginu eftir að hafa áður snúið baki við því en aðrir vilja ekki sjá hann. Michael lék í búningi Liverpool í góðgerðarleik Jamie Carragher fyrir tveimur árum og fékk misjafnar móttökur hjá stuðningsmönnum Liverpool.
Michael Owen lék með Liverpool frá 1997 til 2004. Hann lék á þeim tíma 297 leiki og skoraði 158 mörk.
Brendan var spurður út í hvort það kæmi til greina að Michael Owen, eða einhver annar sem er á lausu, komi til Liverpool þar sem mikill skortur er á sóknarmönnum og mörkum hjá félaginu. Hann svaraði því til að það væri engin spurning um hann muni skoða hvern einasta leikmann sem gæti hugsanlega styrkt liðshópinn hjá Liverpool. Þá liggur það fyrir að endurkoma Michael Owen er ekki útilokuð.
Michael Owen yfirgaf Liverpool sumarið 2004 og gerði samning við Real Madrid. Þar lék hann eina leiktíð áður en hann samdi við Newcastle United. Þá átti hann þess kost að ganga til liðs við Liverpool á nýjan leik en afþakkaði.
Michael fór frá Newcastle þegar liðið féll úr efstu deild 2009 og lét sig þá hafa það að semja við Manchester United. Á þeim tímapunkti mun Michael hafa haft áhuga á að koma aftur til Liverpool en þá var nærvera hans afþökkuð. Samningur Michael við Manchester United rann út í sumar.
Michael getur gengið til liðs við hvaða liðs sem er hvenær sem er því hann er ekki samningsbundinn neinu félagi eins og er. Það liggur fyrir að Michael vill koma sér í lið sem fyrst því hann er ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna.
Michael Owen er nú 32. ára gamall og hann er auðvitað ekki neinn framtíðarmaður. Hann hefur verið mikið meiddur síðustu árin en það er enginn vafi á því að hann getur skorað mörk og Liverpool vantar mann sem getur skorað mörk. Það er á hinn bóginn óvíst hvort forráðamenn Liverpool vilja fá Michael Owen aftur eftir svikaför hans um árið.
Það getur þó allt gerst í knattspyrnunni og mönnum ekkert heilagt í knattspyrnuheiminum. Sumir myndu kannski líta svo á hugsanlega endurkomu Michael Owen að hann skuldi félaginu eftir að hafa áður snúið baki við því en aðrir vilja ekki sjá hann. Michael lék í búningi Liverpool í góðgerðarleik Jamie Carragher fyrir tveimur árum og fékk misjafnar móttökur hjá stuðningsmönnum Liverpool.
Michael Owen lék með Liverpool frá 1997 til 2004. Hann lék á þeim tíma 297 leiki og skoraði 158 mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan