| Grétar Magnússon
Brendan Rodgers sagði í dag að Þjóðverjinn ungi, Samid Yesil gæti spilað í Evrópudeildinni gegn Young Boys á fimmtudaginn. Yesil stóð sig mjög vel með þýska U-19 ára landsliðinu í landsleikjahlénu.
TIL BAKA
Yesil gæti spilað

Yesil spilaði svo með U-21 árs liði Liverpool í 4-1 sigri á U-21 árs liði Chelsea á föstudagskvöldið og stóð sig vel þar en Rodgers var á meðal áhorfenda.
,,Það verður klárlega vel fylgst með Yesil," sagði Rodgers. ,,Hann mun líklega taka einhvern þátt í Evrópudeildarleiknum."
,,Ég sá hann spila gegn U-19 ára liði Englendinga í landsleikjahlénu þar sem hann skoraði tvö frábær mörk og lagði upp eitt."
Brendan Rodgers hefur verið óhræddur við að nota unga leikmenn síðan hann tók við sem stjóri, Raheem Sterling hefur t.d. spilað sex leiki með aðalliðinu á tímabilinu. Stjórinn telur að þau áhrif sem þessi 17 ára leikmaður hefur haft á liðið í heild hafi gefið öðrum ungum leikmönnum félagsins góðar vonir með að komast einnig í liðið.
Hann bætti við: ,,Það besta sem gerst hefur fyrir unga leikmenn er sú staðreynd að Raheem hefur gefið þeim von um að geta spilað með aðalliðinu. Allir ungir leikmenn í Akademíunni, allir foreldrar eða forráðamenn bera nú þá von í brjósti að ungur leikmaður muni spila með félaginu."
,,Ég sá það í síðustu viku eftir að ég færði nokkra leikmenn úr Akademíunni yfir á Melwood í landsleikjahlénu. Það mátti sjá breytingu á viðhorfi þeirra. Þeir voru allir mun glaðlegri að sjá. Þeim finnst þeir hafa möguleika núna og þeir munu fá tækifæri. Það er ekkert betra en að sjá ungan leikmann komast í aðalliðið. Yesil mun fá það tækifæri og einn eða tveir aðrir ungir leikmenn á næstu mánuðum."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan