| Sf. Gutt
TIL BAKA
Hef vonandi komist í liðið
Jonjo Shelvey kom geysilega sterkur til leiks sem varamaður á móti Young Boys í kvöld og skoraði tvö mörk. Það er ekki á hverjum degi sem varamenn skora tvö mörk og Jonjo vonast til, með mörkunum tveimur, að hafa spilað sig inn í liðið sem mætir Manchester United á sunnudaginn.
,,Ég vona að ég hafi spilað mig inn í liðið fyrir leikinn á sunnudaginn. Ég veit ekki hvað framkvæmdastjórinn hugsar sér fyrir þann leik en hann hefur komið mjög vel fram við mig frá því hann tók við. Hann hefur gefið mér tækifæri og ég hef vonandi endurgoldið honum traustið með því að koma inn á sem varmaður, í kvöld, og skora tvö mörk."
,,Ég var vonsvikinn yfir því að byrja á bekknum og vildi láta að mér kveða þegar ég kom inn á. Það var frábært að skora tvö mörk og hjálpa liðinu til að ná sigri. Við vildum vinna til að byrja riðlakeppnina vel."
En næst á dagskrá er stórleikur á Anfield Road við Manchester United á sunnudaginn og Jonjo vill vera með.
,,Þeir gerast ekki stærri leikirnir en Liverpool á móti Man United. Mann dreymir um svona leiki. Það verður rafmagnað andrúmsloft á Anfield og mig langar til að vera með."
Jonjo lék mjög vel á undirbúningstímabilinu og hann hefur verið með allra bestu mönnum Liverpool það sem af er keppnistímabils. Rafael Benítez lagði drög að því að fá Jonjo og þeir Roy Hodgson og Kenny Dalglish gáfu honum tækifæri. Brendan virðist hafa trú á piltinum og hann hefur staðið fyrir sínu þegar hann hefur verið í liðinu.
,,Ég vona að ég hafi spilað mig inn í liðið fyrir leikinn á sunnudaginn. Ég veit ekki hvað framkvæmdastjórinn hugsar sér fyrir þann leik en hann hefur komið mjög vel fram við mig frá því hann tók við. Hann hefur gefið mér tækifæri og ég hef vonandi endurgoldið honum traustið með því að koma inn á sem varmaður, í kvöld, og skora tvö mörk."
,,Ég var vonsvikinn yfir því að byrja á bekknum og vildi láta að mér kveða þegar ég kom inn á. Það var frábært að skora tvö mörk og hjálpa liðinu til að ná sigri. Við vildum vinna til að byrja riðlakeppnina vel."
En næst á dagskrá er stórleikur á Anfield Road við Manchester United á sunnudaginn og Jonjo vill vera með.
,,Þeir gerast ekki stærri leikirnir en Liverpool á móti Man United. Mann dreymir um svona leiki. Það verður rafmagnað andrúmsloft á Anfield og mig langar til að vera með."
Jonjo lék mjög vel á undirbúningstímabilinu og hann hefur verið með allra bestu mönnum Liverpool það sem af er keppnistímabils. Rafael Benítez lagði drög að því að fá Jonjo og þeir Roy Hodgson og Kenny Dalglish gáfu honum tækifæri. Brendan virðist hafa trú á piltinum og hann hefur staðið fyrir sínu þegar hann hefur verið í liðinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan