| Grétar Magnússon
TIL BAKA
16 ára leikmaður í hóp í kvöld
Jerome Sinclair, 16 ára sóknarmaður hjá unglingaliði félagsins er í leikmannahópnum sem heldur til leiks við West Bromwich Albion í Deildarbikarnum í kvöld.
Jerome, sem átti 16 ára afmæli nú á mánudaginn var, verður þar með yngsti leikmaður í sögu félagsins til að spila með aðalliðinu ákveði Brendan Rodgers að nota hann í kvöld. Líklegt er talið að hann verði að minnsta kosti á varamannabekknum.
Jack Robinson er yngsti leikmaður í sögu félagsins til að spila með aðalliðinu en hann var 16 ára og 250 daga gamall þegar hann kom inná gegn Hull City á lokadegi tímabilsins 2009-10. Meðfylgjandi mynd er einmitt úr þeim leik.
Sinclair hóf feril sinn hjá West Bromwich Albion en Liverpool fengu hann til liðs við sig árið 2011. Hann hefur staðið sig mjög vel með U-18 ára liði félagsins það sem af er tímabilinu og spilaði frábærlega í síðustu viku gegn Inter Milan í Evrópukeppni unglingaliða eða NextGen Series eins og keppnin heitir. Liverpool tapaði þeim leik 3:2 en Inter vann þessa keppni á síðustu leiktíð.
Varnarmaðurinn Stephen Sama hefur einnig verið færður yfir í aðalliðshóp félagsins fyrir leikinn og því má búast við mjög ungu liði hjá Brendan Rodgers.
José Enrique á við smávægileg hnémeiðsli að stríða og slæst hann þar með í hóp þeirra Lucas, Daniel Agger, Martin Kelly, Fabio Borini og Jon Flanagan á meiðslalistanum. Jonjo Shelvey hefur sitt þriggja leikja bann í kvöld eftir rauða spjaldið gegn Manchester United og Joe Cole er ekki enn klár í slaginn eftir að hafa byrjað að æfa á ný í síðustu viku.
Og vegna þessara meiðsla mun Brendan Rodgers ekki taka áhættu á því að nota stærstu stjörnur félagsins í kvöld sem þýðir að þeir Steven Gerrard, Luis Suarez, Martin Skrtel, Glen Johnson, Pepe Reina og Joe Allen verða allir hvíldir fyrir leikinn við Norwich um næstu helgi.
Unglingarnir Suso og Andre Wisdom, sem stóðu sig vel í Evrópudeildinni í Sviss í síðustu viku eru líklega í byrjunarliði í kvöld. Einnig mun Samed Yesil að öllum líkindum spila eitthvað í kvöld en hann var ónotaður varamaður gegn Young Boys.
Jamie Carragher verður fyrirliði og Brad Jones verður í markinu. Nuri Sahin, Stewart Downing, Jordan Henderson og Oussama Assaidi ættu einnig að vera í byrjunarliðinu að öllu óbreyttu.
Af þeim Daniel Agger og Fabio Borini er það að frétta að allt lítur mun betur út með Agger en hann gæti mögulega verið klár í leikinn gegn Norwich á laugardaginn. Borini ætti svo að öllum líkindum að geta byrjað að æfa á fullu í lok vikunnar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan