| Sf. Gutt
TIL BAKA
Deildarbikarmeistararnir enn með!
Deildarbikarmeistarar Liverpool eru enn með í keppninni eftir að hafa snúið tapstöðu í sigur. Liverpool lagði West Bromwich Albion að velli 1:2 á The Hawthorns í kvöld. Nýtt félagsmet var sett þegar Jerome Sinclair varð yngsti leikmaðurinn í sögu Liverpool! Hann var sextán ára og sex daga gamall þegar hann kom til leiks.
Brendan Rodgers ræsti ungliða sína út til að hefja vörn Deildarbikarsins og enginn leikmanna liðsins, sem hóf leikinn, byrjaði á sunnudaginn á móti Manchester United. Steve Clarke, sem aðstoðaði við Deildarbikarsigur Liverpool á síðustu leiktíð tefldi fram reyndu liði. Það var því kannski ekki að undra að stuðningsmenn Liverpool væru við öllu búnir.
Allt gekk á versta veg hjá Liverpool í byrjun leiks og heimamenn komust yfir eftir þrjár mínútur. Liam Ridgewell tók aukaspyrnu og sendi boltann inn í vítateiginn. Brad Jones kom út úr marki sínu og hugðist grípa boltann. Hann hafði hendur á boltanum en missti hann klaufalega fyrir fætur Gabriel Tamas sem skoraði í autt markið. Leikmenn Liverpool voru mjög óöruggir til að byrja með og þremur mínútum seinna átti Romelu Lukaku skot sem Jamie Carragher komst fyrir á síðustu stundu og bjargaði í horn. Hann var aftur á ferðinni stuttu seinna þegar hann hristi Jamie af sér og sendi á Markus Rosenberg sem náði skoti sem stefndi neðst í hornið en Brad varði naumlega.
Eftir þessa orrahríð náðu leikmenn Liverpool loks andanum. Á 10. mínútu átti Ousamma Assaidi, sem var frábær á vinstri kantinum, góða sendingu fyrir á Samed Yesil en Þjóðverjinn ungi skallaði framhjá þegar hann hefði átt að skora. Á 17. mínútu náði Liverpool að jafna upp úr þurru. Boltinn gekk manna á milli út til hægri þar sem Andre Wisdom lagði boltann á Nuri Sahin. Hann lék aðeins fram og öllum að óvörum tók hann skot sem Ben Foster í marki W.B.A. missti undir sig og í markið. Frábær hugmynd hjá Nuri að reyna skot og hún gekk sannarlega upp! Hann var hátt í 30 metra frá marki og þótt skotið væri nokkuð fast hefði Ben átt að verja en stuðningsmönnum Liverpool var rétt sama og staðan orðin jöfn.
Markið kom trú í ungliða Liverpool og á 20. mínútu átti Daniel Pacheco skot eftir góða sókn sem varnarmaður komst fyrir uppi við markið á síðustu stundu. Lítið gerðist eftir þetta til leikhlés en heimamenn gerðu nokkrar harðar atlögur að marki Liverpool á síðustu mínútum hálfleiksins sem lauk 1:1.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn af krafti og Samed átti fast frá vítateig skot eftir fimm mínútur sem Ben varði en hann missti boltann aftur fyrir sig en því miður hrökk boltinn yfir markið en ekki inn í það. Sókn Liverpool hélt áfram og Daniel átti fallegt bogaskot frá vinstri sem strauk þverslána og fór af henni yfir.
W.B.A. náði loks færi á 56. mínútu þegar Markus náði góðu skot frá vítateig en Brad var vel á verði, henti sér til hliðar og varði í horn. Daniel ógnaði hinu megin, á 62. mínútu, þegar hann náði boltanum við miðju, brunaði fram og átti svo skot utan vítateigs sem Ben varði naumlega í horn. Á 74. mínútu munaði aftur litlu uppi við mark heimamanna. Nuri tók þá aukaspyrnu frá vinstri. Hann hitti á Sebastian Coates sem náði að stýra boltanum á markið en Ben varði með herkjum.
Á 81. mínútu gerðist svo sögulegur atburður þegar Brendan Rodgers sendi Suso og Jerome Sinclair til leiks. Jerome varð þar með yngstur leikmanna í sögu Liverpool! Á næstu mínútu lét Suso hefdur betur til sín taka. Hann tók magnaða rispu fram að vítateignum og sendi svo út til vinstri á Ousamma. Hann smellti boltanum fyrir markið og þar kom Nuri Sahin og sendi boltann í markið af stuttu færi. Frábær sókn og magnaður undirbúningur hjá Suso. Nuri kominn með sitt annað mark og allt eins og best gat verið.
Heimamenn komust reyndar nærri þvi að jafna tveimur mínútum seinna. Jonas Olsson gaf fyrir markið á Marc-Antoine Fortune sem tók boltann fallega á lofti en fast skot hans small í stönginni. Eftir þetta ógnaði ekkert Deildarbikarmeisturunum sem enn eru með í keppninni sem sumir töldu að þeir myndu yfirgefa í kvöld! Þess í stað sýndu ungliðar Liverpool mjög góðan leik og höfðu betur á móti töluvert reyndara liði.
West Bromwich Albion: Foster, Jones, Olsson, Tamas, Ridgewell (Dawson 22. mín.), Mulumbu, Dorrans, Thorne, Rosenberg, Fortune (El Ghanassy 87. mín.) og Lukaku (Long 70. mín.). Ónotaðir varamenn: Luke Daniels, Yacob, McAuley og Berahino.
Mark W.B.A.: Gabriel Tamas (3. mín.).
Gult spjald: Youssouf Mulumbu.
Liverpool: Jones, Wisdom, Carragher, Coates, Robinson, Henderson, Sahin, Downing, Pacheco, Yesil (Fernandez Saez 81. mín.) og Assaidi (Sinclair 81. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Wilson, Sterling, Coady og Sama.
Mörk Liverpool: Nuri Sahin (17. og 82. mín.).
Gult spjald: Andre Wisdom.
Áhorfendur á The Hawthornes: 21.164.
Maður leiksins: Nuri Sahin. Hann sýndi sannarlega hvað í hann er spunnið með því að skora tvö falleg mörk og koma Liverpool áfram í keppninni. Nuri var að auki, fyrir utan mörkin tvö, mjög öflugur á miðjunni.
Bendan Rodgers: Mér fannst þetta vera táknrænt kvöld því það kom í ljós hversu hratt framfarir þessa hóps hafa verið. Ég sagði við leikmennina á eftir að bikarinn væri í geymslu á Anfield og ég vilji ekki láta hann þaðan auðveldlega. Ég vil að við berjumst þó það verði erfitt því hópurinn er þunnskipaður.
Fróðleikur.
- Liverpool hefur átta sinnum unnið Deildarbikarinn og hefur titil að verja þessa leiktíðina.
- Nuri Sahin skoraði sín fyrstu mörk fyrir Liverpool.
- Jerome Sinclair varð yngsti leikmaður í sögu Liverpool til að spila fyrir hönd félagsins. Hann var sextán ára og sex daga gamall þegar hann kom til leiks.
- Samed Yesil lék líka sinn fyrsta leik með Liverpool.
- Þeir Jamie Carragher, Jordan Henderson og Stewart Downing voru einu leikmenn Liverpool sem léku á móti Cardiff í Deildarbikarúrslitaleiknum á síðustu leiktíð.
- Fabio Borini missti af sínum fyrsta leik á leiktíðinni eftir að hafa einn manna spilað fyrstu tíu leikina.
- Liverpool lék í annað sinn á heimavelli W.B.A. á leiktíðinni. Liðið tapaði þar 3:0 í 1. umferð deildarinnar.
- Liverpool skoraði í þrettánda Deildarbikarleiknum í röð.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpool.com.
Brendan Rodgers ræsti ungliða sína út til að hefja vörn Deildarbikarsins og enginn leikmanna liðsins, sem hóf leikinn, byrjaði á sunnudaginn á móti Manchester United. Steve Clarke, sem aðstoðaði við Deildarbikarsigur Liverpool á síðustu leiktíð tefldi fram reyndu liði. Það var því kannski ekki að undra að stuðningsmenn Liverpool væru við öllu búnir.
Allt gekk á versta veg hjá Liverpool í byrjun leiks og heimamenn komust yfir eftir þrjár mínútur. Liam Ridgewell tók aukaspyrnu og sendi boltann inn í vítateiginn. Brad Jones kom út úr marki sínu og hugðist grípa boltann. Hann hafði hendur á boltanum en missti hann klaufalega fyrir fætur Gabriel Tamas sem skoraði í autt markið. Leikmenn Liverpool voru mjög óöruggir til að byrja með og þremur mínútum seinna átti Romelu Lukaku skot sem Jamie Carragher komst fyrir á síðustu stundu og bjargaði í horn. Hann var aftur á ferðinni stuttu seinna þegar hann hristi Jamie af sér og sendi á Markus Rosenberg sem náði skoti sem stefndi neðst í hornið en Brad varði naumlega.
Eftir þessa orrahríð náðu leikmenn Liverpool loks andanum. Á 10. mínútu átti Ousamma Assaidi, sem var frábær á vinstri kantinum, góða sendingu fyrir á Samed Yesil en Þjóðverjinn ungi skallaði framhjá þegar hann hefði átt að skora. Á 17. mínútu náði Liverpool að jafna upp úr þurru. Boltinn gekk manna á milli út til hægri þar sem Andre Wisdom lagði boltann á Nuri Sahin. Hann lék aðeins fram og öllum að óvörum tók hann skot sem Ben Foster í marki W.B.A. missti undir sig og í markið. Frábær hugmynd hjá Nuri að reyna skot og hún gekk sannarlega upp! Hann var hátt í 30 metra frá marki og þótt skotið væri nokkuð fast hefði Ben átt að verja en stuðningsmönnum Liverpool var rétt sama og staðan orðin jöfn.
Markið kom trú í ungliða Liverpool og á 20. mínútu átti Daniel Pacheco skot eftir góða sókn sem varnarmaður komst fyrir uppi við markið á síðustu stundu. Lítið gerðist eftir þetta til leikhlés en heimamenn gerðu nokkrar harðar atlögur að marki Liverpool á síðustu mínútum hálfleiksins sem lauk 1:1.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn af krafti og Samed átti fast frá vítateig skot eftir fimm mínútur sem Ben varði en hann missti boltann aftur fyrir sig en því miður hrökk boltinn yfir markið en ekki inn í það. Sókn Liverpool hélt áfram og Daniel átti fallegt bogaskot frá vinstri sem strauk þverslána og fór af henni yfir.
W.B.A. náði loks færi á 56. mínútu þegar Markus náði góðu skot frá vítateig en Brad var vel á verði, henti sér til hliðar og varði í horn. Daniel ógnaði hinu megin, á 62. mínútu, þegar hann náði boltanum við miðju, brunaði fram og átti svo skot utan vítateigs sem Ben varði naumlega í horn. Á 74. mínútu munaði aftur litlu uppi við mark heimamanna. Nuri tók þá aukaspyrnu frá vinstri. Hann hitti á Sebastian Coates sem náði að stýra boltanum á markið en Ben varði með herkjum.
Á 81. mínútu gerðist svo sögulegur atburður þegar Brendan Rodgers sendi Suso og Jerome Sinclair til leiks. Jerome varð þar með yngstur leikmanna í sögu Liverpool! Á næstu mínútu lét Suso hefdur betur til sín taka. Hann tók magnaða rispu fram að vítateignum og sendi svo út til vinstri á Ousamma. Hann smellti boltanum fyrir markið og þar kom Nuri Sahin og sendi boltann í markið af stuttu færi. Frábær sókn og magnaður undirbúningur hjá Suso. Nuri kominn með sitt annað mark og allt eins og best gat verið.
Heimamenn komust reyndar nærri þvi að jafna tveimur mínútum seinna. Jonas Olsson gaf fyrir markið á Marc-Antoine Fortune sem tók boltann fallega á lofti en fast skot hans small í stönginni. Eftir þetta ógnaði ekkert Deildarbikarmeisturunum sem enn eru með í keppninni sem sumir töldu að þeir myndu yfirgefa í kvöld! Þess í stað sýndu ungliðar Liverpool mjög góðan leik og höfðu betur á móti töluvert reyndara liði.
West Bromwich Albion: Foster, Jones, Olsson, Tamas, Ridgewell (Dawson 22. mín.), Mulumbu, Dorrans, Thorne, Rosenberg, Fortune (El Ghanassy 87. mín.) og Lukaku (Long 70. mín.). Ónotaðir varamenn: Luke Daniels, Yacob, McAuley og Berahino.
Mark W.B.A.: Gabriel Tamas (3. mín.).
Gult spjald: Youssouf Mulumbu.
Liverpool: Jones, Wisdom, Carragher, Coates, Robinson, Henderson, Sahin, Downing, Pacheco, Yesil (Fernandez Saez 81. mín.) og Assaidi (Sinclair 81. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Wilson, Sterling, Coady og Sama.
Mörk Liverpool: Nuri Sahin (17. og 82. mín.).
Gult spjald: Andre Wisdom.
Áhorfendur á The Hawthornes: 21.164.
Maður leiksins: Nuri Sahin. Hann sýndi sannarlega hvað í hann er spunnið með því að skora tvö falleg mörk og koma Liverpool áfram í keppninni. Nuri var að auki, fyrir utan mörkin tvö, mjög öflugur á miðjunni.
Bendan Rodgers: Mér fannst þetta vera táknrænt kvöld því það kom í ljós hversu hratt framfarir þessa hóps hafa verið. Ég sagði við leikmennina á eftir að bikarinn væri í geymslu á Anfield og ég vilji ekki láta hann þaðan auðveldlega. Ég vil að við berjumst þó það verði erfitt því hópurinn er þunnskipaður.
Fróðleikur.
- Liverpool hefur átta sinnum unnið Deildarbikarinn og hefur titil að verja þessa leiktíðina.
- Nuri Sahin skoraði sín fyrstu mörk fyrir Liverpool.
- Jerome Sinclair varð yngsti leikmaður í sögu Liverpool til að spila fyrir hönd félagsins. Hann var sextán ára og sex daga gamall þegar hann kom til leiks.
- Samed Yesil lék líka sinn fyrsta leik með Liverpool.
- Þeir Jamie Carragher, Jordan Henderson og Stewart Downing voru einu leikmenn Liverpool sem léku á móti Cardiff í Deildarbikarúrslitaleiknum á síðustu leiktíð.
- Fabio Borini missti af sínum fyrsta leik á leiktíðinni eftir að hafa einn manna spilað fyrstu tíu leikina.
- Liverpool lék í annað sinn á heimavelli W.B.A. á leiktíðinni. Liðið tapaði þar 3:0 í 1. umferð deildarinnar.
- Liverpool skoraði í þrettánda Deildarbikarleiknum í röð.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpool.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan