| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Við héldum að við hefðum unnið leikinn
Joe Allen var einn margra leikmanna félagsins sem spilaði sinn fyrsta nágrannaslag í gær gegn Everton. Hann segir að leikmenn geti litið á björtu hliðarnar eftir jafnteflið.
Allt leit út fyrir að jafntefli yrðu úrslit leiksins en Luis Suarez skoraði í uppbótartíma eftir aukaspyrnu Gerrard sem Sebastian Coates skallaði fyrir markið. Röng ákvörðun línuvarðar að dæma rangstöðu eyðilagði fagnaðarlæti Liverpool manna.
,,Þetta var spennandi viðureign og ég er viss um að stuðningsmönnunum fannst það líka, en það er synd og skömm að við höfum ekki fengið öll þrjú stigin," sagði Allen í viðtali.
,,Ég verð að hrósa Everton fyrir að hafa komist inní leikinn aftur, en við erum vonsviknir yfir því að hafa ekki fengið öll stigin og við fengum augljóslega ranga ákvörðun á okkur rétt í blálokin sem hefði tryggt okkur sigur."
,,Það voru blendnar tilfinningar eftir leik. Í smá stund var tilfinningin frábær því við héldum að leikurinn væri unnin en sú varð ekki raunin. Vonandi fáum við ákvarðanir með okkur næst."
Eins og áður sagði var Allen að spila í fyrsta sinn í nágrannaslag Liverpool borgar og hann naut þess í botn.
Allen sagði: ,,Þetta var erfið og líkamleg barátta en við bjuggumst við því og ég naut þess. Vonandi er þetta fyrsti leikurinn minn af mörgum í þessum slag með Liverpool. Goodison Park er erfiður völlur að koma á fyrir hvaða lið sem er, við erum þó ennþá ósigraðir í nokkrum leikjum í röð núna eftir jafnteflið í þessum leik og við viljum klifra ofar upp töfluna."
,,Við erum á réttri leið og þetta var jákvæð frammistaða hjá okkur."
Allen setur nú stefnuna á að mæta sínum gömlu félögum í Swansea í deildarbikarnum á miðvikudagskvöldið. Í þriðju umferðinni gegn West Brom stillti Rodgers upp ungu liði en Allen vonast til þess að fá tækifæri til að mæta sínu gamla félagi.
Hann bætti við: ,,Þetta verður skrýtinn leikur fyrir mig og ég hlakka til að mæta nokkrum af vinum mínum hjá félagi sem ég var hjá í mörg ár. Þetta verður athyglisverður leikur og ég hlakka til hans."
Allt leit út fyrir að jafntefli yrðu úrslit leiksins en Luis Suarez skoraði í uppbótartíma eftir aukaspyrnu Gerrard sem Sebastian Coates skallaði fyrir markið. Röng ákvörðun línuvarðar að dæma rangstöðu eyðilagði fagnaðarlæti Liverpool manna.
,,Þetta var spennandi viðureign og ég er viss um að stuðningsmönnunum fannst það líka, en það er synd og skömm að við höfum ekki fengið öll þrjú stigin," sagði Allen í viðtali.
,,Ég verð að hrósa Everton fyrir að hafa komist inní leikinn aftur, en við erum vonsviknir yfir því að hafa ekki fengið öll stigin og við fengum augljóslega ranga ákvörðun á okkur rétt í blálokin sem hefði tryggt okkur sigur."
,,Það voru blendnar tilfinningar eftir leik. Í smá stund var tilfinningin frábær því við héldum að leikurinn væri unnin en sú varð ekki raunin. Vonandi fáum við ákvarðanir með okkur næst."
Eins og áður sagði var Allen að spila í fyrsta sinn í nágrannaslag Liverpool borgar og hann naut þess í botn.
Allen sagði: ,,Þetta var erfið og líkamleg barátta en við bjuggumst við því og ég naut þess. Vonandi er þetta fyrsti leikurinn minn af mörgum í þessum slag með Liverpool. Goodison Park er erfiður völlur að koma á fyrir hvaða lið sem er, við erum þó ennþá ósigraðir í nokkrum leikjum í röð núna eftir jafnteflið í þessum leik og við viljum klifra ofar upp töfluna."
,,Við erum á réttri leið og þetta var jákvæð frammistaða hjá okkur."
Allen setur nú stefnuna á að mæta sínum gömlu félögum í Swansea í deildarbikarnum á miðvikudagskvöldið. Í þriðju umferðinni gegn West Brom stillti Rodgers upp ungu liði en Allen vonast til þess að fá tækifæri til að mæta sínu gamla félagi.
Hann bætti við: ,,Þetta verður skrýtinn leikur fyrir mig og ég hlakka til að mæta nokkrum af vinum mínum hjá félagi sem ég var hjá í mörg ár. Þetta verður athyglisverður leikur og ég hlakka til hans."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan