| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Ég mun einbeita mér að leiknum
Joe Allen mætir sínum gömlu félögum í Swansea síðar í dag. Þetta verður fyrsti leikur hans á Liberty Stadium frá því hann yfirgaf Svanina og gekk til liðs við Liverpool.
Allen lék allan leikinn á Anfield þegar Liverpool tapaði fyrir Swansea í Deildabikarnum í október, en mun í dag mæta sínum gömlu félögum á sínum gamla heimavelli í fyrsta sinn frá félagaskiptunum. Hann segist ekki viss um hvaða móttökur hann fái frá stuðningsmönnum Swansea, enda sé það ekki aðalatriðið í dag. Það eina sem skipti máli sé að ná í 3 stig.
„Ég er spenntur. Um leið og ég skrifaði undir hjá Liverpool þá hugsaði ég með mér að það yrði skrýtið að mæta gömlu félögunum. Það verður undarlegt að ferðast til Swansea, skipta um föt í gestaklefanum og ganga öfugu megin út úr göngunum, en ég hlakka til."
„Maður má ekki láta aðstæðurnar hafa áhrif á sig. Vissulega verður þetta undarleg upplifun fyrir mig, en mitt hlutverk er að gera mitt besta til þess að Liverpool fari heim með 3 stig. Það er aðalatriðið. Það hvernig mér líður er aukaatriði."
„Ég var lengi hjá Swansea og mér leið mjög vel hjá félaginu. Ég elska félagið og stuðningsmennina og vonandi fæ ég góðar móttökur."
Liverpool er á ágætis siglingu í deildinni þessa dagana, eftir skrykkjótta byrjun. Liðið hefur nú leikið 7 leiki í röð án taps og náði sannfærandi sigri á Wigan í síðasta deildarleik. Allen vonast til þess að liðið haldi dampi í dag.
„Það er gott fyrir liðið að ná góðum úrslitum, eins og gegn Wigan um síðustu helgi. Það eflir sjálfstraustið. Við erum á ágætis skriði núna og það hefur mjög mikið að segja. Vonandi tekst okkur að byggja ofan á þetta góða gengi."
„Það verður hinsvegar ekki létt að eiga við Swansea. Liðið byggir áfram á sömu hugmyndafræði og var í gangi þegar ég var þar og þeim hefur gengið vel. Sérstaklega á heimavelli, þannig að það verður ekki létt fyrir okkur að ná í stig á Liberty, en við munum reyna allt sem við getum. Vonandi náum við toppleik og komum heim á Merseyside með 3 stig."
Allen lék allan leikinn á Anfield þegar Liverpool tapaði fyrir Swansea í Deildabikarnum í október, en mun í dag mæta sínum gömlu félögum á sínum gamla heimavelli í fyrsta sinn frá félagaskiptunum. Hann segist ekki viss um hvaða móttökur hann fái frá stuðningsmönnum Swansea, enda sé það ekki aðalatriðið í dag. Það eina sem skipti máli sé að ná í 3 stig.
„Ég er spenntur. Um leið og ég skrifaði undir hjá Liverpool þá hugsaði ég með mér að það yrði skrýtið að mæta gömlu félögunum. Það verður undarlegt að ferðast til Swansea, skipta um föt í gestaklefanum og ganga öfugu megin út úr göngunum, en ég hlakka til."
„Maður má ekki láta aðstæðurnar hafa áhrif á sig. Vissulega verður þetta undarleg upplifun fyrir mig, en mitt hlutverk er að gera mitt besta til þess að Liverpool fari heim með 3 stig. Það er aðalatriðið. Það hvernig mér líður er aukaatriði."
„Ég var lengi hjá Swansea og mér leið mjög vel hjá félaginu. Ég elska félagið og stuðningsmennina og vonandi fæ ég góðar móttökur."
Liverpool er á ágætis siglingu í deildinni þessa dagana, eftir skrykkjótta byrjun. Liðið hefur nú leikið 7 leiki í röð án taps og náði sannfærandi sigri á Wigan í síðasta deildarleik. Allen vonast til þess að liðið haldi dampi í dag.
„Það er gott fyrir liðið að ná góðum úrslitum, eins og gegn Wigan um síðustu helgi. Það eflir sjálfstraustið. Við erum á ágætis skriði núna og það hefur mjög mikið að segja. Vonandi tekst okkur að byggja ofan á þetta góða gengi."
„Það verður hinsvegar ekki létt að eiga við Swansea. Liðið byggir áfram á sömu hugmyndafræði og var í gangi þegar ég var þar og þeim hefur gengið vel. Sérstaklega á heimavelli, þannig að það verður ekki létt fyrir okkur að ná í stig á Liberty, en við munum reyna allt sem við getum. Vonandi náum við toppleik og komum heim á Merseyside með 3 stig."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan