| Sf. Gutt
Nýir Deildarbikarmeistarar verða krýndir á Wembley á morgun og þar með lætur Liverpool bikarinn góða af hendi sem vannst eftirminnilega fyrir ári. En fyrrum leikmaður Liverpool gæti verið í sigurliði morgundagsins. Stephen Darby, sem er alinn upp hjá Liverpool, er í liði Bradford City sem mætir Swansea City í úrslitaleiknum.
Það er þó varla nokkur maður sem telur að Stephen Darby og félagar hans eigi möguleika gegn Swansea. Bradford City leikur nefnilega í fjórðu deild á meðan liðið frá Wales er auðvitað í efstu deild. Það þykir með ólíkindum að Bradford hafi komist svona langt í keppninni en á leiðinni hefur liðið slegið út þrjú lið úr efstu deild. Wigan, Arsenal og Aston Villa liggja í valnum og Svanirnir geta fyrirfram ekki verið of öruggir með sig.
Stephen Darby kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Liverpool og þótti lengi vel einn allra efnilegasti varnarmaðurinn hjá félaginu. Hann lék lykilhlutverk í unglingaliði Liverpool sem vann Unglingabikarinn árin 2006 og 2007. Hann var fyrirliði liðsins 2006. Hann var líka fyrirliði varaliðsins sem varð Englandsmeistari varaliða 2008 og meðfylgjandi mynd er tekin þegar Stephen tók við verðlaunagripnum. Stephen lék sex leiki með aðalliði Liverpool. Víst er að margir stuðningsmenn Liverpool munu gleðjast nái Stephen að fagna sigri á Wembley á morgun.
Hvorki Bradford City eða Swansea City hafa unnið Deildarbikarinn áður. Swansea hefur aldrei unnið stórtitil en Bradford vann F.A. bikarinn árið 1911.
TIL BAKA
Verður Stephen Deildarbikarmeistari?

Það er þó varla nokkur maður sem telur að Stephen Darby og félagar hans eigi möguleika gegn Swansea. Bradford City leikur nefnilega í fjórðu deild á meðan liðið frá Wales er auðvitað í efstu deild. Það þykir með ólíkindum að Bradford hafi komist svona langt í keppninni en á leiðinni hefur liðið slegið út þrjú lið úr efstu deild. Wigan, Arsenal og Aston Villa liggja í valnum og Svanirnir geta fyrirfram ekki verið of öruggir með sig.
Stephen Darby kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Liverpool og þótti lengi vel einn allra efnilegasti varnarmaðurinn hjá félaginu. Hann lék lykilhlutverk í unglingaliði Liverpool sem vann Unglingabikarinn árin 2006 og 2007. Hann var fyrirliði liðsins 2006. Hann var líka fyrirliði varaliðsins sem varð Englandsmeistari varaliða 2008 og meðfylgjandi mynd er tekin þegar Stephen tók við verðlaunagripnum. Stephen lék sex leiki með aðalliði Liverpool. Víst er að margir stuðningsmenn Liverpool munu gleðjast nái Stephen að fagna sigri á Wembley á morgun.
Hvorki Bradford City eða Swansea City hafa unnið Deildarbikarinn áður. Swansea hefur aldrei unnið stórtitil en Bradford vann F.A. bikarinn árið 1911.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan