| Sf. Gutt
TIL BAKA
Fjögur mörk í fyrsta leik!
Liverpool hóf undirbúningstímabilið aldeilis vel og vann stórsigur í fyrsta leik með því að skora fjögur mörk. Nýju mennirnir spiluðu og einn þeirra skoraði fallegt mark. Stuðningsmenn Liverpool og Preston fjölmenntu á Deepdale leikvanginn þar sem Bill Shankly lék áður þegar hann var upp á sitt besta.
Brendan Rodgers stillti upp tveimur af nýliðum sínum í fyrri hálfleik. Simon Mignolet stóð í markinu og Kolo Toure í hjarta varnarinnar. Þar var hann með Daniel Agger sem var fyrirliði. Það var einmitt Daniel sem átti fyrsta markskotið. Fast langskot hans var varið af Jordan Rudd á 10. mínútu.
Tveimur mínútum seinna skoraði Liverpool. Philippe Coutinho náði þá boltanum af John Welsh, fyrirliða Preston, inn í vítateignum. John reif Brasilíumanninn niður og ekki var annað hægt en að dæma víti. Philippe tók það og skoraði eins og að drekka vatn. Líklega hefur John verið manna svektastur með að gefa víti en hann er alinn upp hjá Liverpool og lék 10 leiki með aðalliðinu.
Liverpool hafði mikla yfirburði og heimamenn voru í vandræðum með að halda sjó í sumarblíðunni. Þeir náðu bara einu hættulegu markskoti og það kom eftir rúman hálftíma þegar Simon varði gott langskot. Fabio Borini hefði rétt á eftir átt að skora þegar hann fékk boltann í vítateignum en hann hitti ekki markið. Ítalinn hefði átt að fá víti litlu fyrr þegar brotið var á honum.
En Jordan Ibe kom sér á blað á 36. mínútu. Hann fékk boltann rétt utan teigs vinstra megin og smellti honum neðst í bláhornið. Vel gert hjá ungliðanum sem átti stórgóðan leik á kantinum. Hann lék, eins og allir muna, mjög vel í sínum fyrsta aðalliðsleik á móti Q.P.R. í vor. Liverpool hafði þar með 0:2 forystu í leikhléi.
Brendan skipti öllum nema Simon af velli í leikhléi. Lucas Leiva var fyrirliði í síðari hálfleik. Rætt hefur verið um að hann eða Daniel verði skipaður varafyrirliði í stað Jamie Carragher en ekkert hefur enn verið tilkynnt um það. Spánverjarnir Luis Alberto og Iago Aspas komu til leiks og litu vel út í sínum fyrsta leik. Liverpool fékk nokkur færi í upphafi hálfleiksins og það kom ekki á óvart að þriðja markið kæmi. Það var þó ekki fyrr en á 63. mínútu sem það kom. Iago sendi þá frábæra sendingu inn fyrir á Raheem sem komst á auðan sjó, lék á nýjan markmann Thorsten Stuckmann og skoraði auðveldlega. Vel gert hjá Raheem og það var gaman að sjá hann sprækan á nýjan leik. Hann lauk auðvitað síðustu leiktíð í hvíld til að ná sér af meiðslum.
Iago var kannski mest áberandi af nýju mönnunum og hann stimplaði sig heldur betur inn þegar stundarfjórðungur var eftir. Hann fékk boltann rétt við vítateiginn og þrykkti boltanum, án þess að hugsa sig um, í markið. Markmaður Preston kom engum vörnum við þótt skotið væri nærri honum en boltinn þyrlaðist í netið. Glæsilegt mark!
Fátt var títt eftir þetta. Simon fór af velli þegar tólf mínútur voru eftir og Danny Ward kom í markið. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Wales og þarna kom hann í fyrsta sinn í aðalliðsleik. Á 81. mínútu var klappað hressilega þegar Martin Kelly skipti við Jack Robinson. Það var mjög gleðilegt að sjá Martin aftur en hann meiddist alvarlega á hné í fyrrahaust. Hann helst nú vonandi heill eftir öll sín meiðsli í gegnum árin.
Sem sagt góður leikur og stórsigur í sumarblíðunni. Daniel Agger tók við ,,Shankly skildinum" eftir leikinn úr hendi Karen Gill barnabarns gamla meistarans en þessi skjöldur var veittur sigurliðinu í dag. Bill er ekki gleymdur og nafn hans var kyrjað í síðari hálfleiknum af stuðningsmönnum Liverpool. Í næstu andrá var nafn Kenny Dalglish kallað og svo var endað á að syngja There is only one Brendan Rodgers!
Preston North End - Fyrri hálfleikur: Rudd, Laird, Huntington, Clarke, Wright, Humphrey, Beavon, Garner, Buchanan, Welsh og Mousinho.
Preston - Síðari hálfleikur: Stuckmann, Clarke, Wright, Wroe, Holmes, Byrom, Cummins (Beardsley 78. mín.), Cansdell-Sherriff, B. Davies, Mousinho (Croasdale 71. mín.) og Hume.
Liverpool - Fyrri hálfleikur: Mignolet, Toure, Agger, Coutinho, Assaidi, Henderson, Spearing, Allen, Borini, Flanagan og Ibe.
Liverpool - Síðari hálfleikur: Mignolet (Ward 78. mín.), Johnson, Alberto, Aspas, Pacheco, Downing, Lucas, Sterling, Kelly, Skrtel, Wisdom og Robinson (Kelly 81. mín.).
Mörk Liverpool: Philippe Coutinho, víti, (12. mín.), Jordan Ibe (36. mín.), Raheem Sterling (63. mín.) og Iago Aspas (75. mín.).
Áhorfendur á Deepdale: 21,119. Liverpool seldi 4.986 miða. Stuðningsmenn Liverpool sátu í Bill Shankly Kop stúkunni og var það vel við hæfi!
Brendan Rodgers: Leikmennirnir eru búnir að æfa í ellefu daga. Mér fannst þeir standa sig mjög vel. Þeir voru duglegir, léku vel og sýndu ákefð í leik sínum. Ég er því mjög ánægður.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má sjá nýju mennina.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Liverpool Echo.
Hér má sjá myndband um Bill Shankly.
Brendan Rodgers stillti upp tveimur af nýliðum sínum í fyrri hálfleik. Simon Mignolet stóð í markinu og Kolo Toure í hjarta varnarinnar. Þar var hann með Daniel Agger sem var fyrirliði. Það var einmitt Daniel sem átti fyrsta markskotið. Fast langskot hans var varið af Jordan Rudd á 10. mínútu.
Tveimur mínútum seinna skoraði Liverpool. Philippe Coutinho náði þá boltanum af John Welsh, fyrirliða Preston, inn í vítateignum. John reif Brasilíumanninn niður og ekki var annað hægt en að dæma víti. Philippe tók það og skoraði eins og að drekka vatn. Líklega hefur John verið manna svektastur með að gefa víti en hann er alinn upp hjá Liverpool og lék 10 leiki með aðalliðinu.
Liverpool hafði mikla yfirburði og heimamenn voru í vandræðum með að halda sjó í sumarblíðunni. Þeir náðu bara einu hættulegu markskoti og það kom eftir rúman hálftíma þegar Simon varði gott langskot. Fabio Borini hefði rétt á eftir átt að skora þegar hann fékk boltann í vítateignum en hann hitti ekki markið. Ítalinn hefði átt að fá víti litlu fyrr þegar brotið var á honum.
En Jordan Ibe kom sér á blað á 36. mínútu. Hann fékk boltann rétt utan teigs vinstra megin og smellti honum neðst í bláhornið. Vel gert hjá ungliðanum sem átti stórgóðan leik á kantinum. Hann lék, eins og allir muna, mjög vel í sínum fyrsta aðalliðsleik á móti Q.P.R. í vor. Liverpool hafði þar með 0:2 forystu í leikhléi.
Brendan skipti öllum nema Simon af velli í leikhléi. Lucas Leiva var fyrirliði í síðari hálfleik. Rætt hefur verið um að hann eða Daniel verði skipaður varafyrirliði í stað Jamie Carragher en ekkert hefur enn verið tilkynnt um það. Spánverjarnir Luis Alberto og Iago Aspas komu til leiks og litu vel út í sínum fyrsta leik. Liverpool fékk nokkur færi í upphafi hálfleiksins og það kom ekki á óvart að þriðja markið kæmi. Það var þó ekki fyrr en á 63. mínútu sem það kom. Iago sendi þá frábæra sendingu inn fyrir á Raheem sem komst á auðan sjó, lék á nýjan markmann Thorsten Stuckmann og skoraði auðveldlega. Vel gert hjá Raheem og það var gaman að sjá hann sprækan á nýjan leik. Hann lauk auðvitað síðustu leiktíð í hvíld til að ná sér af meiðslum.
Iago var kannski mest áberandi af nýju mönnunum og hann stimplaði sig heldur betur inn þegar stundarfjórðungur var eftir. Hann fékk boltann rétt við vítateiginn og þrykkti boltanum, án þess að hugsa sig um, í markið. Markmaður Preston kom engum vörnum við þótt skotið væri nærri honum en boltinn þyrlaðist í netið. Glæsilegt mark!
Fátt var títt eftir þetta. Simon fór af velli þegar tólf mínútur voru eftir og Danny Ward kom í markið. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Wales og þarna kom hann í fyrsta sinn í aðalliðsleik. Á 81. mínútu var klappað hressilega þegar Martin Kelly skipti við Jack Robinson. Það var mjög gleðilegt að sjá Martin aftur en hann meiddist alvarlega á hné í fyrrahaust. Hann helst nú vonandi heill eftir öll sín meiðsli í gegnum árin.
Sem sagt góður leikur og stórsigur í sumarblíðunni. Daniel Agger tók við ,,Shankly skildinum" eftir leikinn úr hendi Karen Gill barnabarns gamla meistarans en þessi skjöldur var veittur sigurliðinu í dag. Bill er ekki gleymdur og nafn hans var kyrjað í síðari hálfleiknum af stuðningsmönnum Liverpool. Í næstu andrá var nafn Kenny Dalglish kallað og svo var endað á að syngja There is only one Brendan Rodgers!
Preston North End - Fyrri hálfleikur: Rudd, Laird, Huntington, Clarke, Wright, Humphrey, Beavon, Garner, Buchanan, Welsh og Mousinho.
Preston - Síðari hálfleikur: Stuckmann, Clarke, Wright, Wroe, Holmes, Byrom, Cummins (Beardsley 78. mín.), Cansdell-Sherriff, B. Davies, Mousinho (Croasdale 71. mín.) og Hume.
Liverpool - Fyrri hálfleikur: Mignolet, Toure, Agger, Coutinho, Assaidi, Henderson, Spearing, Allen, Borini, Flanagan og Ibe.
Liverpool - Síðari hálfleikur: Mignolet (Ward 78. mín.), Johnson, Alberto, Aspas, Pacheco, Downing, Lucas, Sterling, Kelly, Skrtel, Wisdom og Robinson (Kelly 81. mín.).
Mörk Liverpool: Philippe Coutinho, víti, (12. mín.), Jordan Ibe (36. mín.), Raheem Sterling (63. mín.) og Iago Aspas (75. mín.).
Áhorfendur á Deepdale: 21,119. Liverpool seldi 4.986 miða. Stuðningsmenn Liverpool sátu í Bill Shankly Kop stúkunni og var það vel við hæfi!
Brendan Rodgers: Leikmennirnir eru búnir að æfa í ellefu daga. Mér fannst þeir standa sig mjög vel. Þeir voru duglegir, léku vel og sýndu ákefð í leik sínum. Ég er því mjög ánægður.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má sjá nýju mennina.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Liverpool Echo.
Hér má sjá myndband um Bill Shankly.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan