| Sf. Gutt
TIL BAKA
Brendan ánægður með nýliðana
Fjórir nýliðar léku í fyrsta sinn með aðalliði Liverpool í stórsigrinum á móti Preston. Brendan Rodgers var mjög ánægður með frammistöðu nýliðanna. Hann hafði meðal annars þetta að segja eftir leik í gær.
Simon Mignolet: Mignolet var mjög öruggur og yfirvegaður. Hann átti góðan dag í dag. Hann leysti allt vel sem hann gerði. Hann hefur samlagast hópnum mjög vel og mér fannst hann traustur.
Kolo Toure: Toure er mjög reyndur atvinnumaður. Ég var reyndar að horfa á hann í gærkvöldi á ESPN stöðinni þegar hann var að spila með Arsenal á Anfield á leiktíðinni 2003/04. Hann er búinn að vera lengi að og hann er frábær leikmaður. Hann er þrautreyndur og spilar vörnina virkilega vel.
Luis Alberto: Alberto er leikmaður sem gerir það sem við erum að reyna að framkvæma hérna. Við viljum hafa leikmenn með góða tækni, sem eru duglegir og hann átti frábærar snertingar. Hann var nákvæmur í spilinu og þess vegna var ég mjög ánægður með hann.
Iago Aspas: Iago leggur hart að sér, er brögðóttur við teiginn og hleypir fjöri í stuðniningsmennina. Hann fer um völlinn og vill alltaf fá boltann. Ég er líka ánægður með að hann vill skora mörk. Hann vill skapa færi með því að spila við aðra eða fara eigin leiðir og skjóta. Hann skoraði markið með stórgóðu skoti.
Þó svo fjórmenningarnir verði ekki dæmdir af æfingaleik á móti Preston þá er góð byrjun alltaf betri en slæm!
Simon Mignolet: Mignolet var mjög öruggur og yfirvegaður. Hann átti góðan dag í dag. Hann leysti allt vel sem hann gerði. Hann hefur samlagast hópnum mjög vel og mér fannst hann traustur.
Kolo Toure: Toure er mjög reyndur atvinnumaður. Ég var reyndar að horfa á hann í gærkvöldi á ESPN stöðinni þegar hann var að spila með Arsenal á Anfield á leiktíðinni 2003/04. Hann er búinn að vera lengi að og hann er frábær leikmaður. Hann er þrautreyndur og spilar vörnina virkilega vel.
Luis Alberto: Alberto er leikmaður sem gerir það sem við erum að reyna að framkvæma hérna. Við viljum hafa leikmenn með góða tækni, sem eru duglegir og hann átti frábærar snertingar. Hann var nákvæmur í spilinu og þess vegna var ég mjög ánægður með hann.
Iago Aspas: Iago leggur hart að sér, er brögðóttur við teiginn og hleypir fjöri í stuðniningsmennina. Hann fer um völlinn og vill alltaf fá boltann. Ég er líka ánægður með að hann vill skora mörk. Hann vill skapa færi með því að spila við aðra eða fara eigin leiðir og skjóta. Hann skoraði markið með stórgóðu skoti.
Þó svo fjórmenningarnir verði ekki dæmdir af æfingaleik á móti Preston þá er góð byrjun alltaf betri en slæm!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan