| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Liverpool vann í Jakarta
Liverpool lagði úrvalslið Indónesíu 2-0 í Jakarta í dag. Raheem Sterling og Philippe Coutinho skoruðu mörkin.
Liverpool liðið sýndi svo sem engin stórkostleg tilþrif í dag, en sigur liðsins var engu að síður öruggur í rúmlega 30 stiga hitanum í Indónesíu. Það var gleðilegt að sjá Steven Gerrard leika að nýju eftir axlaraðgerðina í vor en hann lék fyrri hálfleikinn.
Eftir tíu mínútna leik skoraði Coutinho fyrsta mark leiksins. Brasilíumaðurinn ætlaði þá að spila þríhyrning við liðsfélaga sinn en varnarmaður Indónesa komst inní og einhvernveginn tókst honum að koma Coutinho í upplagt færi. Brassinn þakkaði pent fyrir sig og lagði boltann snyrtilega utanfótar í hornið.
Tveimur mínútum áður hafði Iago Aspas reyndar skorað mark, en það var dæmt af vegna rangstöðu Stewart Downing, sem lagði það upp.
Fyrri hálfleikurinn var annars tíðindalítill, fyrir utan kannski gott skot Luis Alberto sem hafnaði í þverslánni og góða markvörslu Simon Mignolet mínútu síðar. Staðan 1-0 í leikhléi.
Í síðari hálfleik hélt Liverpool áfram að stjórna leiknum án þess að ógna marki heimamanna sérstaklega. Á 55. mínútu fékk Aspas dauðafæri en skóflaði boltanum himinhátt yfir. Spánverjinn kenndi indónesíska grasinu um, eins og góðra framherja er siður.
Á 65. mínútu gerði Rodgers átta breytingar á liðinu. Hann hafði áður gert tvær breytingar í hálfleik þannig að nú var allt byrjunarliðið að undanskildum Mignolet farið af velli.
Undir lok leiksins, á 87. mínútu, skoraði Raheem Sterling síðan seinna mark leiksins eftir fínan undirbúning Ibe og Assaidi. Lokatölur í Jakarta 2-0 fyrir Liverpool.
Lið Liverpool var þannig skipað í leiknum: Mignolet, Johnson (Kelly á 65. mín.), Enrique (Robinson á 46. mín.), Agger (Skrtel á 65. mín.), Toure (Wisdom á 65. mín.), Gerrard (Allen á 46. mín.), Lucas (Henderson á 65. mín.), Coutinho (Sterling á 65. mín.), Downing (Ibe á 65. mín.), Aspas (Borini á 65. mín.) og Alberto (Assaidi á 65. mín.). Ónotaðir varamenn: Spearing, Flanagan og Jones.
Mörk Liverpool: Philippe Coutinho (10. mín.) og Raheem Sterling 87. mín.).
Áhorfendur á Gelora Bung Karno þjóðarleikvanginum: Um 70.000.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Liverpool liðið sýndi svo sem engin stórkostleg tilþrif í dag, en sigur liðsins var engu að síður öruggur í rúmlega 30 stiga hitanum í Indónesíu. Það var gleðilegt að sjá Steven Gerrard leika að nýju eftir axlaraðgerðina í vor en hann lék fyrri hálfleikinn.
Eftir tíu mínútna leik skoraði Coutinho fyrsta mark leiksins. Brasilíumaðurinn ætlaði þá að spila þríhyrning við liðsfélaga sinn en varnarmaður Indónesa komst inní og einhvernveginn tókst honum að koma Coutinho í upplagt færi. Brassinn þakkaði pent fyrir sig og lagði boltann snyrtilega utanfótar í hornið.
Tveimur mínútum áður hafði Iago Aspas reyndar skorað mark, en það var dæmt af vegna rangstöðu Stewart Downing, sem lagði það upp.
Fyrri hálfleikurinn var annars tíðindalítill, fyrir utan kannski gott skot Luis Alberto sem hafnaði í þverslánni og góða markvörslu Simon Mignolet mínútu síðar. Staðan 1-0 í leikhléi.
Í síðari hálfleik hélt Liverpool áfram að stjórna leiknum án þess að ógna marki heimamanna sérstaklega. Á 55. mínútu fékk Aspas dauðafæri en skóflaði boltanum himinhátt yfir. Spánverjinn kenndi indónesíska grasinu um, eins og góðra framherja er siður.
Á 65. mínútu gerði Rodgers átta breytingar á liðinu. Hann hafði áður gert tvær breytingar í hálfleik þannig að nú var allt byrjunarliðið að undanskildum Mignolet farið af velli.
Undir lok leiksins, á 87. mínútu, skoraði Raheem Sterling síðan seinna mark leiksins eftir fínan undirbúning Ibe og Assaidi. Lokatölur í Jakarta 2-0 fyrir Liverpool.
Lið Liverpool var þannig skipað í leiknum: Mignolet, Johnson (Kelly á 65. mín.), Enrique (Robinson á 46. mín.), Agger (Skrtel á 65. mín.), Toure (Wisdom á 65. mín.), Gerrard (Allen á 46. mín.), Lucas (Henderson á 65. mín.), Coutinho (Sterling á 65. mín.), Downing (Ibe á 65. mín.), Aspas (Borini á 65. mín.) og Alberto (Assaidi á 65. mín.). Ónotaðir varamenn: Spearing, Flanagan og Jones.
Mörk Liverpool: Philippe Coutinho (10. mín.) og Raheem Sterling 87. mín.).
Áhorfendur á Gelora Bung Karno þjóðarleikvanginum: Um 70.000.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan