| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Öruggur 3-0 sigur í Tælandi
Liverpool mætti Tælandi í Bangkok á sunnudag í lokaleik liðsins á ferð sinni um Asíu og Eyjaálfu. Niðurstaðan var 3-0 sigur gestanna.
Þeir Philippe Coutinho og Kolo Toure sneru aftur í liðið í dag eftir að hafa misst af leiknum í Ástralíu vegna smávægilegra meiðsla.
Annars var byrjunarliðið þannig skipað: Mignolet stóð í markinu, í vörninni voru þeir José Enrique, Daniel Agger, Kolo Toure og Glen Johnson, á miðjunni byrjuðu þeir Lucas, Joe Allen, Steven Gerrard og Philippe Coutinho og frammi voru þeir Iago Aspas og Fabio Borini.
Varnarmenn: Jones, Skrtel, Kelly, Flanagan, Suarez, Spearing, Wisdom, Robinson, Henderson, Alberto, Downing, Sterling, Ibe, Coates, Assaidi, Ward.
Fyrsta mark dagsins var sérdeilis glæsilegt en þar var að verki Coutinho sem sólaði þrjá leikmenn á leið sinni inní vítateig og lagði svo boltann framhjá markverði Tælendinga. Markið kom á 16. mínútu.
Heimamenn brugðust þó sterklega við og hefðu getað skorað er gott skot af um 20 metra færi stefndi í netið en Mignolet varði vel. Gestirnir sóttu einnig að marki heimamanna en varð ekki frekar ágengt í sóknaraðgerðum sínum.
Eftir aðeins fjórar mínútur í seinni hálfleik var staðan orðin 2-0. Coutinho sendi góða sendingu innfyrir vörnina þar sem Iago Aspas tók mjög vel við boltanum, var kominn einn gegn markverði og sendi boltann örugglega framhjá honum og í vinstra markhornið.
Á 59. mínútu kom svo síðasta mark leiksins. Joe Allen átti góða rispu og hann sendi boltann á Aspas sem lék inní teiginn. Hann sendi boltann laglega aftur fyrir sig til Gerrard sem vippaði boltanum skemmtilega yfir markvörðinn og í markið.
Aspas og Borini var svo skippt út fyrir Suarez og Ibe og voru það fyrstu skiptingar leiksins hjá Rodgers og voru þær aðeins tvær að þessu sinni. Rodgers hafði lýst því yfir fyrir leikinn að hann myndi ekki skipta eins mörgum leikmönnum út í þessum leik eins og í öðrum leikjum fyrr á tímabilinu.
Síðar í leiknum var svo þeim Kolo Toure og Coutinho skipt út fyrir Martin Skrtel og Jordan Henderson, Luis Alberto kom einnig inná fyrir Joe Allen. Lokamínúturnar voru fjörugar en þeir Suarez og Gerrard skutu báðir í þverslána, skoti frá Henderson var bjargað á línu og Ibe átti gott skot í hliðarnetið en mörkin urðu ekki fleiri og 3-0 sigur niðurstaðan við lokaflaut dómarans.
Liverpool: Mignolet, Enrique, Agger, Toure (Skrtel, 69. mín.), Johnson, Lucas, Allen (Luis Alberto, 80. mín.), Gerrard, Coutinho (Henderson, 69. mín.), Aspas (Ibe, 60. mín.) og Borini (Suarez, 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Kelly, Flanagan, Spearing, Wisdom, Robinson, Downing, Sterling, Coates, Assaidi og Ward.
Mörk Liverpool: Philippe Coutinho (16. mín.), Iago Aspas (49. mín.) og Steven Gerrard (59. mín.).
Áhorfendur: 45.000.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Þeir Philippe Coutinho og Kolo Toure sneru aftur í liðið í dag eftir að hafa misst af leiknum í Ástralíu vegna smávægilegra meiðsla.
Annars var byrjunarliðið þannig skipað: Mignolet stóð í markinu, í vörninni voru þeir José Enrique, Daniel Agger, Kolo Toure og Glen Johnson, á miðjunni byrjuðu þeir Lucas, Joe Allen, Steven Gerrard og Philippe Coutinho og frammi voru þeir Iago Aspas og Fabio Borini.
Varnarmenn: Jones, Skrtel, Kelly, Flanagan, Suarez, Spearing, Wisdom, Robinson, Henderson, Alberto, Downing, Sterling, Ibe, Coates, Assaidi, Ward.
Fyrsta mark dagsins var sérdeilis glæsilegt en þar var að verki Coutinho sem sólaði þrjá leikmenn á leið sinni inní vítateig og lagði svo boltann framhjá markverði Tælendinga. Markið kom á 16. mínútu.
Heimamenn brugðust þó sterklega við og hefðu getað skorað er gott skot af um 20 metra færi stefndi í netið en Mignolet varði vel. Gestirnir sóttu einnig að marki heimamanna en varð ekki frekar ágengt í sóknaraðgerðum sínum.
Eftir aðeins fjórar mínútur í seinni hálfleik var staðan orðin 2-0. Coutinho sendi góða sendingu innfyrir vörnina þar sem Iago Aspas tók mjög vel við boltanum, var kominn einn gegn markverði og sendi boltann örugglega framhjá honum og í vinstra markhornið.
Á 59. mínútu kom svo síðasta mark leiksins. Joe Allen átti góða rispu og hann sendi boltann á Aspas sem lék inní teiginn. Hann sendi boltann laglega aftur fyrir sig til Gerrard sem vippaði boltanum skemmtilega yfir markvörðinn og í markið.
Aspas og Borini var svo skippt út fyrir Suarez og Ibe og voru það fyrstu skiptingar leiksins hjá Rodgers og voru þær aðeins tvær að þessu sinni. Rodgers hafði lýst því yfir fyrir leikinn að hann myndi ekki skipta eins mörgum leikmönnum út í þessum leik eins og í öðrum leikjum fyrr á tímabilinu.
Síðar í leiknum var svo þeim Kolo Toure og Coutinho skipt út fyrir Martin Skrtel og Jordan Henderson, Luis Alberto kom einnig inná fyrir Joe Allen. Lokamínúturnar voru fjörugar en þeir Suarez og Gerrard skutu báðir í þverslána, skoti frá Henderson var bjargað á línu og Ibe átti gott skot í hliðarnetið en mörkin urðu ekki fleiri og 3-0 sigur niðurstaðan við lokaflaut dómarans.
Liverpool: Mignolet, Enrique, Agger, Toure (Skrtel, 69. mín.), Johnson, Lucas, Allen (Luis Alberto, 80. mín.), Gerrard, Coutinho (Henderson, 69. mín.), Aspas (Ibe, 60. mín.) og Borini (Suarez, 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Kelly, Flanagan, Spearing, Wisdom, Robinson, Downing, Sterling, Coates, Assaidi og Ward.
Mörk Liverpool: Philippe Coutinho (16. mín.), Iago Aspas (49. mín.) og Steven Gerrard (59. mín.).
Áhorfendur: 45.000.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan