| Heimir Eyvindarson
Kolo Toure mætti í gær á sína fyrstu æfingu eftir leikinn gegn Notts County. Hann nær hugsanlega leiknum gegn Swansea um næstu helgi.
Hinn 32 ára gamli Toure var borinn út á sjukrabörum í framlengingu leiks Liverpool og Notts County í Deildabikarnum í lok ágúst. Í fyrstu var talið að meiðsl hans væru mjög alvarleg, en fljótlega kom nú í ljós að svo var ekki. Sem betur fer.
Hann er allur að braggast og tók þátt í æfingu á Melwood í gær, þar sem þeir leikmenn sem ekki eru í burtu með landsliðum þjóða sinna voru samankomnir.
Fregnir frá Melwood herma að miðað við framgöngu kappans í gær sé allt eins líklegt að hann verði orðinn leikfær um næstu helgi, þegar fyrrum lærisveinar Brendan Rodgers í Swansea taka á móti okkar mönnum á Liberty Stadium.
Brendan Rodgers mun því hugsanlega þurfa að glíma við hálfgert lúxusvandamál um helgina, þegar kemur að því að velja varnarlínuna - en Martin Skrtel kom gríðarlega sterkur inn í leiknum gegn Manchester United. Brendan fer þó ekki leynt með ánægju sína með Toure og af orðum hans að dæma virðist hann ekki verða í vandræðum með valið. Að minnsta kosti ekki á Toure.
„Toure er einmitt týpan sem maður vill hafa í öftustu línu. Hann er mikill leiðtogi og skipuleggur varnarlínuna vel. Hvort sem hann spilar með Skrtel eða Agger þá erum við í góðum málum."
Rodgers fer reyndar einnig fögrum orðum um Daniel Agger þannig að það verður teljast ansi líklegt að þeir tveir muni verða miðvarðarparið í Wales, að því gefnu að Toure verði orðinn leikfær.
„Daniel er frábær spilari. Hann er einn besti vinstri fótar maðurinn í boltanum, hann er landsliðsfyrirliði og hokinn af reynslu. Þeir tveir eru gríðarlega traustir og hafa bundið vörn okkar vel saman."
TIL BAKA
Kolo Toure farinn að æfa aftur

Hinn 32 ára gamli Toure var borinn út á sjukrabörum í framlengingu leiks Liverpool og Notts County í Deildabikarnum í lok ágúst. Í fyrstu var talið að meiðsl hans væru mjög alvarleg, en fljótlega kom nú í ljós að svo var ekki. Sem betur fer.
Hann er allur að braggast og tók þátt í æfingu á Melwood í gær, þar sem þeir leikmenn sem ekki eru í burtu með landsliðum þjóða sinna voru samankomnir.
Fregnir frá Melwood herma að miðað við framgöngu kappans í gær sé allt eins líklegt að hann verði orðinn leikfær um næstu helgi, þegar fyrrum lærisveinar Brendan Rodgers í Swansea taka á móti okkar mönnum á Liberty Stadium.
Brendan Rodgers mun því hugsanlega þurfa að glíma við hálfgert lúxusvandamál um helgina, þegar kemur að því að velja varnarlínuna - en Martin Skrtel kom gríðarlega sterkur inn í leiknum gegn Manchester United. Brendan fer þó ekki leynt með ánægju sína með Toure og af orðum hans að dæma virðist hann ekki verða í vandræðum með valið. Að minnsta kosti ekki á Toure.
„Toure er einmitt týpan sem maður vill hafa í öftustu línu. Hann er mikill leiðtogi og skipuleggur varnarlínuna vel. Hvort sem hann spilar með Skrtel eða Agger þá erum við í góðum málum."
Rodgers fer reyndar einnig fögrum orðum um Daniel Agger þannig að það verður teljast ansi líklegt að þeir tveir muni verða miðvarðarparið í Wales, að því gefnu að Toure verði orðinn leikfær.
„Daniel er frábær spilari. Hann er einn besti vinstri fótar maðurinn í boltanum, hann er landsliðsfyrirliði og hokinn af reynslu. Þeir tveir eru gríðarlega traustir og hafa bundið vörn okkar vel saman."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Mummi
Liverpool páskaegg -
| Heimir Eyvindarson
Úrslitaleikur á Anfield í kvöld. PSG koma dýrvitlausir til leiks. -
| Sf. Gutt
Liverpool leikur aftur í Adidas! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin - 1. kapítuli -
| Sf. Gutt
Líklega leikur lífs míns! -
| Heimir Eyvindarson
Meistaraheppni í París? -
| Heimir Eyvindarson
Risaleikur í París í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Gapko ekki með á æfingu í dag
Fréttageymslan