| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Verum á tánum og tökum einn leik í einu!
Reynsluboltinn Kolo Toure minnir á þau gömlu sannindi að best sé að einbeita sér að einum leik í einu. Sigur í einum leik sé engin ávísun á gott gengi í þeim næsta.
Toure segir að það sé rík ástæða til þess að gleðjast yfir góðri byrjun Liverpool, en liðið situr eitt og ósigrað á toppi Úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga og hreint búr. Menn verði hinsvegar að gera sér grein fyrir því að gott gengi í fyrstu þremur leikjunum gefi liðinu enga forgjöf í kvöld, þegar liðið mætir Swansea á Liberty Stadium.
Kolo Toure er hokinn af reynslu og veit af eigin reynslu hversu mikilvægt er að byrja tímabilið vel.
„Það er frábært að byrja svona vel, en það borgar sig að fara ekki fram úr sér í væntingum. Það er alltaf best að taka einn leik fyrir í einu", segir Toure í viðtali við Liverpoolfc.com.
„Hingað til höfum við leikið hvern einasta leik í deildinni eins og bikarúrslitaleik. Vonandi höldum við þeim dampi. Við viljum vinna leikina og við munum gefa okkur 100% í hvern einasta leik. Það er eina leiðin til þess að ná árangri."
„En það sem við höfum afrekað hingað til er búið. Það telur ekki þegar næsti leikur hefst. Það eina sem skiptir máli núna er næsti leikur."
„Liðsandinn er mjög góður og það eru allir einbeittir í að byggja áfram ofan á þessa góðu byrjun. Leikmennirnir eru duglegir og leggja hart að sér og stjórinn er að gera góða hluti líka. Okkur líður mjög vel og viljum halda áfram á þessari braut."
„Leikurinn gegn Swansea verður mjög erfiður, eins og reyndar allir leikir í deildinni. Það eru engir léttir leikir í svona deild. Swansea er með gott og vel skipulagt lið og við verðum að gefa okkur alla í leikinn ef við eigum að fá eitthvað út úr honum."
„Við erum á toppnum eins og er og við erum fullir sjálfstrausts. Það er frábært. Á móti kemur að öll lið vilja alltaf leggja toppliðið og ég veit að leikmenn Swansea munu gefa sig alla í leikinn og rúmlega það, þannig að það er eins gott fyrir okkur að mæta tilbúnir til leiks og vera á tánum allan tímann."
Toure segir að það sé rík ástæða til þess að gleðjast yfir góðri byrjun Liverpool, en liðið situr eitt og ósigrað á toppi Úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga og hreint búr. Menn verði hinsvegar að gera sér grein fyrir því að gott gengi í fyrstu þremur leikjunum gefi liðinu enga forgjöf í kvöld, þegar liðið mætir Swansea á Liberty Stadium.
Kolo Toure er hokinn af reynslu og veit af eigin reynslu hversu mikilvægt er að byrja tímabilið vel.
„Það er frábært að byrja svona vel, en það borgar sig að fara ekki fram úr sér í væntingum. Það er alltaf best að taka einn leik fyrir í einu", segir Toure í viðtali við Liverpoolfc.com.
„Hingað til höfum við leikið hvern einasta leik í deildinni eins og bikarúrslitaleik. Vonandi höldum við þeim dampi. Við viljum vinna leikina og við munum gefa okkur 100% í hvern einasta leik. Það er eina leiðin til þess að ná árangri."
„En það sem við höfum afrekað hingað til er búið. Það telur ekki þegar næsti leikur hefst. Það eina sem skiptir máli núna er næsti leikur."
„Liðsandinn er mjög góður og það eru allir einbeittir í að byggja áfram ofan á þessa góðu byrjun. Leikmennirnir eru duglegir og leggja hart að sér og stjórinn er að gera góða hluti líka. Okkur líður mjög vel og viljum halda áfram á þessari braut."
„Leikurinn gegn Swansea verður mjög erfiður, eins og reyndar allir leikir í deildinni. Það eru engir léttir leikir í svona deild. Swansea er með gott og vel skipulagt lið og við verðum að gefa okkur alla í leikinn ef við eigum að fá eitthvað út úr honum."
„Við erum á toppnum eins og er og við erum fullir sjálfstrausts. Það er frábært. Á móti kemur að öll lið vilja alltaf leggja toppliðið og ég veit að leikmenn Swansea munu gefa sig alla í leikinn og rúmlega það, þannig að það er eins gott fyrir okkur að mæta tilbúnir til leiks og vera á tánum allan tímann."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan