| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Allt tekur enda
Liverpool tók á móti Southampton á Anfield í dag. Lokatölur urðu 1-0 og fyrsta tap okkar manna á leiktíðinni staðreynd.
Brendan Rodgers gerði 3 breytingar á liðinu frá síðasta leik, gegn Swansea á mánudagskvöld. Bakverðirnir Wisdom og Enrique voru settir á bekkinn og þeirra sæti tóku Kolo Toure og Daniel Agger. Varnarlína Liverpool í dag var því skipuð fjórum miðvörðum. Þá kom Iago Aspas inn í liðið í stað Coutinho sem meiddist á mánudag.
Leikurinn fór fremur rólega af stað í blíðunni á Anfield. Okkar menn voru heldur sterkari framan af. Sérstaklega virkaði Victor Moses sprækur, en hann olli varnarmönnum gestanna nokkrum vandræðum á fyrstu mínútunum. Fátt markvert gerðist þó fyrr en á 20. mínútu þegar Liverpool fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teig eftir að brotið hafði verið á Iago Aspas. Steven Gerrard tók spyrnuna og náði mjög góðu skoti á markið, en því miður varði Boruc í marki Southampton boltann í horn.
Fimm mínútum síðar fékk Rickie Lambert ágætt færi hinum megin, eftir óþarfa klafs í vítateig Liverpool. Skot Lambert var máttlaust og Mignolet átti ekki í neinum vandræðum með að verjast því.
Á 32. mínútu hefði verið lítið mál fyrir dómara leiksins, Neil Swarbrick, að dæma vítaspyrnu, þegar Sturridge var felldur í vítateigshorninu. Swarbrick kaus að sleppa því að flauta í þetta sinn, og raunar í nokkur önnur skipti í leiknum þegar varnarmenn Southampton tóku Sturridge niður.
Á 36. mínútu fengu bæði Daniel Sturridge og Victor Moses ágæt færi, sem þeir klikkuðu á. Í báðum tilvikum hefðu þeir líklega betur rennt boltanum á Aspas í stað þess að skjóta.
Undir lok hálfleiksins átti Gerrard ágæta sendingu fyrir markið á kollinn á Sturridge, sem skallaði boltann yfir. Staðan í hálfleik markalaus á Anfield.
Þrátt fyrir að vera heldur skárra liðið framan af leiknum náði Liverpool aldrei almennilegum tökum á sínum leik í fyrri hálfleik. Southampton menn voru grimmir og pressuðu hátt og það skapaði okkar mönnum óþarfa vandræði.
Það var síðan ekki liðið langt á seinni hálfleikinn þegar pressa gestanna bar árangur. Þá fékk Southampton ódýra hornspyrnu eftir vandræðagang varnarmanna Liverpool, sérstaklega Toure og Skrtel. Upp úr horninu skoraði Dejan Lovren með ágætum skalla. Staðan orðin 1-0 fyrir gestina frá suðurströndinni.
Þremur mínútum áður voru varnarmenn okkar í álíka rugli og þá fékk Adam Lallana fíneríis færi, en Mignolet varði vel frá honum.
Á 60. mínútu fékk Liverpool aukaspyrnu rétt við vítateig gestanna eftir að brotið hafði verið á Moses. Rétt eins og í fyrri hálfleiknum náði Gerrard góðu skoti á markið, en aftur varði Boruc vel.
Á 67. mínútu gerðist hinn ungi Luke Shaw aðgangsharður upp við mark okkar manna. Þá kom sér vel að hafa Mignolet í markinu. Hann varði í tvígang glæsilega af stuttu færi frá Shaw og náði síðan að fleygja sér á boltann og bjarga honum í horn áður en Shaw náði þriðja skotinu. Stórkostleg tilþrif hjá Belganum.
Mínútu síðar var Sterling nálægt því að koma boltanum á Henderson fyrir opnu marki, eftir góð tilþrif Sturridge og Sterling, en varnarmaður Southampton náði að bjarga málunum.
Það er varla hægt að segja að nokkuð markvert hafi átt sér stað það sem eftir lifði leiks. Liverpool átti ekkert svar við baráttugleði Southampton og hugmyndaauðgin í sóknarleik liðsins var undir lokin farin að minna óþægilega á tíð Roy Hodgson hjá félaginu, þegar háu boltarnir streymdu fram völlinn án árangurs.
Að vísu fékk Sterling gott tækifæri undir lok leiksins eftir glæsilega stungusendingu frá Sturridge, en fyrsta snerting Sterling var afleit og Boruc náði boltanum.
Niðurstaðan á Anfield slæmt 0-1 tap í döprum leik.
Liverpool: Mignolet, Toure, Skrtel (Alberto á 72. mín.), Sakho, Agger (Enrique á 57. mín.), Lucas, Gerrard, Henderson, Moses, Aspas (Sterling á 46. mín.), Sturridge. Ónotaðir varamenn: Jones, Ibe, Wisdom og Kelly.
Southampton: Boruc, Clyne, Fonte, Lovren, Shaw, Wanyama, Schneiderlin, Lallana (Ward-Prowse á 75. mín.), Rodriguez (Cork á 89. mín.), Osvaldo, Lambert (S. Davis á 66. mín.). Ónotaðir varamenn: K.Davis, Ramirez, Hooiveld, Chambers.
Mark Southampton: Dejan Lovren (53. mín.).
Gult spjald: Nathaniel Clyne
Áhorfendur á Anfield Road: 44.755.
Maður leiksins: Simon Mignolet. Það er ekki nokkur spurning að Mignolet var besti maður okkar manna í dag. Ef hans hefði ekki notið við hefði hæglega getað farið mun verr. Slík var frammistaða liðsins.
Brendan Rodgers: ,,Við lékum langt undir getu í dag. Frammistaðan er jafn mikil vonbrigði og úrslitin. Við komumst aldrei í takt við leikinn."
- Þetta var fyrsta tap okkar manna á leiktíðinni.
- Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool raunar leikið 13 leiki í röð í deild og bikar án þess að bíða ósigur. Síðasta liðið til að leggja okkar menn var einmitt Southampton. Sá hörmungaratburður átti sér stað í marsmánuði síðast liðnum, þegar okkar menn lágu kylliflatir á St. Mary´s 3-1.
- Það eru tæp 10 ár síðan Dýrlingarnir frá suðurströndinni báru síðast sigur úr býtum á Anfield. Það var í desember 2003, en þá sigraði Southampton 2-1 í hörkuleik. Mark Liverpool í leiknum skoraði Emile Heskey.
- Liverpool og Southampton hafa nú alls mæst 94 sinnum í öllum keppnum. Liverpool hefur unnið 46 af þessum viðureignum, Southampton 27 og í 21 skipti hafa liðin skilið jöfn.
- Liverpool hefur enn ekki skorað mark i seinni hálfleik í Úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.
Hér má lesa viðbrögð Brendan Rodgers
Hér má sjá myndir frá leiknum.
Brendan Rodgers gerði 3 breytingar á liðinu frá síðasta leik, gegn Swansea á mánudagskvöld. Bakverðirnir Wisdom og Enrique voru settir á bekkinn og þeirra sæti tóku Kolo Toure og Daniel Agger. Varnarlína Liverpool í dag var því skipuð fjórum miðvörðum. Þá kom Iago Aspas inn í liðið í stað Coutinho sem meiddist á mánudag.
Leikurinn fór fremur rólega af stað í blíðunni á Anfield. Okkar menn voru heldur sterkari framan af. Sérstaklega virkaði Victor Moses sprækur, en hann olli varnarmönnum gestanna nokkrum vandræðum á fyrstu mínútunum. Fátt markvert gerðist þó fyrr en á 20. mínútu þegar Liverpool fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teig eftir að brotið hafði verið á Iago Aspas. Steven Gerrard tók spyrnuna og náði mjög góðu skoti á markið, en því miður varði Boruc í marki Southampton boltann í horn.
Fimm mínútum síðar fékk Rickie Lambert ágætt færi hinum megin, eftir óþarfa klafs í vítateig Liverpool. Skot Lambert var máttlaust og Mignolet átti ekki í neinum vandræðum með að verjast því.
Á 32. mínútu hefði verið lítið mál fyrir dómara leiksins, Neil Swarbrick, að dæma vítaspyrnu, þegar Sturridge var felldur í vítateigshorninu. Swarbrick kaus að sleppa því að flauta í þetta sinn, og raunar í nokkur önnur skipti í leiknum þegar varnarmenn Southampton tóku Sturridge niður.
Á 36. mínútu fengu bæði Daniel Sturridge og Victor Moses ágæt færi, sem þeir klikkuðu á. Í báðum tilvikum hefðu þeir líklega betur rennt boltanum á Aspas í stað þess að skjóta.
Undir lok hálfleiksins átti Gerrard ágæta sendingu fyrir markið á kollinn á Sturridge, sem skallaði boltann yfir. Staðan í hálfleik markalaus á Anfield.
Þrátt fyrir að vera heldur skárra liðið framan af leiknum náði Liverpool aldrei almennilegum tökum á sínum leik í fyrri hálfleik. Southampton menn voru grimmir og pressuðu hátt og það skapaði okkar mönnum óþarfa vandræði.
Það var síðan ekki liðið langt á seinni hálfleikinn þegar pressa gestanna bar árangur. Þá fékk Southampton ódýra hornspyrnu eftir vandræðagang varnarmanna Liverpool, sérstaklega Toure og Skrtel. Upp úr horninu skoraði Dejan Lovren með ágætum skalla. Staðan orðin 1-0 fyrir gestina frá suðurströndinni.
Þremur mínútum áður voru varnarmenn okkar í álíka rugli og þá fékk Adam Lallana fíneríis færi, en Mignolet varði vel frá honum.
Á 60. mínútu fékk Liverpool aukaspyrnu rétt við vítateig gestanna eftir að brotið hafði verið á Moses. Rétt eins og í fyrri hálfleiknum náði Gerrard góðu skoti á markið, en aftur varði Boruc vel.
Á 67. mínútu gerðist hinn ungi Luke Shaw aðgangsharður upp við mark okkar manna. Þá kom sér vel að hafa Mignolet í markinu. Hann varði í tvígang glæsilega af stuttu færi frá Shaw og náði síðan að fleygja sér á boltann og bjarga honum í horn áður en Shaw náði þriðja skotinu. Stórkostleg tilþrif hjá Belganum.
Mínútu síðar var Sterling nálægt því að koma boltanum á Henderson fyrir opnu marki, eftir góð tilþrif Sturridge og Sterling, en varnarmaður Southampton náði að bjarga málunum.
Það er varla hægt að segja að nokkuð markvert hafi átt sér stað það sem eftir lifði leiks. Liverpool átti ekkert svar við baráttugleði Southampton og hugmyndaauðgin í sóknarleik liðsins var undir lokin farin að minna óþægilega á tíð Roy Hodgson hjá félaginu, þegar háu boltarnir streymdu fram völlinn án árangurs.
Að vísu fékk Sterling gott tækifæri undir lok leiksins eftir glæsilega stungusendingu frá Sturridge, en fyrsta snerting Sterling var afleit og Boruc náði boltanum.
Niðurstaðan á Anfield slæmt 0-1 tap í döprum leik.
Liverpool: Mignolet, Toure, Skrtel (Alberto á 72. mín.), Sakho, Agger (Enrique á 57. mín.), Lucas, Gerrard, Henderson, Moses, Aspas (Sterling á 46. mín.), Sturridge. Ónotaðir varamenn: Jones, Ibe, Wisdom og Kelly.
Southampton: Boruc, Clyne, Fonte, Lovren, Shaw, Wanyama, Schneiderlin, Lallana (Ward-Prowse á 75. mín.), Rodriguez (Cork á 89. mín.), Osvaldo, Lambert (S. Davis á 66. mín.). Ónotaðir varamenn: K.Davis, Ramirez, Hooiveld, Chambers.
Mark Southampton: Dejan Lovren (53. mín.).
Gult spjald: Nathaniel Clyne
Áhorfendur á Anfield Road: 44.755.
Maður leiksins: Simon Mignolet. Það er ekki nokkur spurning að Mignolet var besti maður okkar manna í dag. Ef hans hefði ekki notið við hefði hæglega getað farið mun verr. Slík var frammistaða liðsins.
Brendan Rodgers: ,,Við lékum langt undir getu í dag. Frammistaðan er jafn mikil vonbrigði og úrslitin. Við komumst aldrei í takt við leikinn."
Fróðleikur:
- Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool raunar leikið 13 leiki í röð í deild og bikar án þess að bíða ósigur. Síðasta liðið til að leggja okkar menn var einmitt Southampton. Sá hörmungaratburður átti sér stað í marsmánuði síðast liðnum, þegar okkar menn lágu kylliflatir á St. Mary´s 3-1.
- Það eru tæp 10 ár síðan Dýrlingarnir frá suðurströndinni báru síðast sigur úr býtum á Anfield. Það var í desember 2003, en þá sigraði Southampton 2-1 í hörkuleik. Mark Liverpool í leiknum skoraði Emile Heskey.
- Liverpool og Southampton hafa nú alls mæst 94 sinnum í öllum keppnum. Liverpool hefur unnið 46 af þessum viðureignum, Southampton 27 og í 21 skipti hafa liðin skilið jöfn.
- Liverpool hefur enn ekki skorað mark i seinni hálfleik í Úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.
Hér má lesa viðbrögð Brendan Rodgers
Hér má sjá myndir frá leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan