| Sf. Gutt

Fyrsta þrennan á Anfield!

Luis Suarez skoraði fjórðu þrennu sína fyrir Liverpool í gær þegar liðið lagði West Bromwich Albion 4:1. Þetta var þó fyrsta þrenna hans á Anfield Road.

Luis Suarez skoraði mörkin þrjú í röð á 12., 17. og 55. mínútu. Daniel Sturridge gekk svo frá sigrinum með fjórða marki Liverpool á 77. mínútu. Luis skoraði fyrsta markið með hægri fæti eftir snilldartilþrif en tvö þau seinni með skalla. Það hefur hann nú ekki oft gert í þau 57 skipti sem hann hefur sent boltann í mark andstæðinga Liverpool.
 
Fyrstu þrjár þrennur sínar skoraði Luis á útivöllum. Fyrst í 0:3 sigri á Norwich á Carrow Road og svo aftur í 2:5 sigri á sama stað á síðasta keppnistímabili. Þriðja þrennan koma svo í Wigan á síðasta keppnistímabili þegar Liverpool vann 0:4. En í gær urðu þrennur hans fjórar.

Gordon Hodgson á þrennumetið hjá Liverpool en hann skoraði 17 á glæsilegum ferli sínum ferli sínum fyrir miðja síðustu öld. Hér má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa skorað þrennur fyrir Liverpool á LFCHISTORY.NET.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan