| Sf. Gutt
TIL BAKA
Liverpool vann léttan sigur á Fulham!
Leikmenn Liverpool rifu sig í gang eftir tapið fyrir Arsenal um síðustu helgi og unnu léttan 4:0 stórsigur á Fulham á Anfield. Rauðliðar höfðu mikla yfirburði í leiknum og gestirnir áttu ekki möguleika. Liverpool komst þar með í annað sætið í deildinni.
Brendan Rodgers breytti leikaðferð Liverpool fyrir leik og stillti upp fjórum í venjulega vörn ef svo má segja. Glen Johnson var leikfær í nýjan leik og Daniel Agger kom inn í liðið eftir langt hlé. Philippe Coutinho var svo settur í byrjunarliðið. Einhverjum kom á óvart að Aly Cissokho hélt stöðu sinni en honum var skipt út af í hálfleik á móti Arsenal.
Það var algjörlega á hreinu frá fyrstu mínútu að Liverpool ætlaði að komast strax á sigurbraut eftir tapið á móti Arsenal. Innan mínútu var Liverpool búið að fá horn og Daniel Agger mokaði boltanum yfir úr þokkalegu færi. Á 10. mínútu braust Glen Johnson fram völlinn og lagði boltann á Jordan Henderson en skot hans fór í varnarmann. Báðir voru alveg frábærir í leiknum. Fulham kom varla með boltann fyrsta stundarfjórðunginn en þá átti Pajtim Kasami skot í varnarmann og þaðan í hliðarnetið eftir snögga sókn. Þetta reyndist besta marktilraun Fulham í leiknum!
Liverpool komst svo yfir á 23. mínútu. Steven Gerrard tók aukaspyrnu frá hægri. Luis Suarez reyndi að skalla á markið en boltann fór í Fernando Amorebieta og af honum í markið. Luis fagnaði og fannst að hann ætti að eiga markið en það var ekki í boði. Þremur mínútum seinna lá boltinn afrur í marki Fulham. Steven tók horn frá hægri og hitti beint á höfuðið á Martin Skrtel sem gat ekki annað en skorað. Fallegur skalli og sendingin frá fyrirliðanum hárnákvæm.
Rétt á eftir hefði Liverpool átt að fá víti þegar boltinn fór í hendi á Kieran Richardson en ekkert var dæmt. Hver sókn Liverpool rak aðra og eftir hálftíma átti Philippe Coutinho fast skot sem stefndi upp í hornið en Maarten Stekelenburg varði glæsilega með því að slá boltann yfir. Marki var þó ekki lengi forðað og það kom á 36. mínútu. Steven byrjaði á því að leika meistaralega á Dimitar Berbatov, úti við hliðarlínu vinstra megin, með því að senda boltann á milli fóta hans og sömu andrá gaf hann frábæra sendingu út til hægri á Jordan. Hann leit upp og gaf frábæra sendingu inn á vítateginn þar sem Luis Suarez skoraði örugglega með skoti neðst í vinstra hornið. Frábært spil og stórfengleg tilþrif hjá Steven.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn með miklum látum. Maarten varði vel frá Luis. Boltinn hrökk út fyrir vítateig og þar náði Steven honum. Hann sendi á Daniel Sturridge sem skaut hiklaust en Hollendingurinn var aftur til varnar. Hann hélt ekki boltanum en Luis skaut frákastinu langt yfir úr upplögðu færi.
Það var þó ekki langt í að Luis næði öðru marki sínu. Jordan pressaði á einn leikmanna Fulham, rétt við miðjuna, sem missti boltann. Steven renndi sér á hann og náði að koma honum á Luis sem skoraði auðveldlega með öruggu skoti. Þarna kom mark sem Brendan hefði verið sérlega ánægður með. Pressa, Liverpool vinnur boltann og skorar!
Nú áttu margir kannski von á að mörkin yrði mun fleiri en svo fór ekki. Liverpool réði lögum og lofum en mark Fulham slapp merkilega vel. Besta færið kom á 71. mínútu þegar Luis lagði boltann á Philippe en skot hans var varið. Litli Brasilíumaðurinn var alveg magnaður í leiknum. Steven var nokkrum mínútum áður farinn af velli við dynjandi lófaklapp eftir að hafa sýnt frábæran leik. Hann var eitthvað stirður í mjöðm en meiðslin munu ekki vera til vandræða.
Það hefði verið gott að fá fleiri mörk því yfirburðirnar buðu upp á það en svo varð ekki. Léttur stórsigur var löngu kominn í höfn þegar flautað var til leiksloka. Gestirnir voru ekki upp á marga fiska en ekki skal dregið úr því að Liverpool lék mjög vel og komst sannarlega aftur á rétta leið!
Liverpool: Mignolet; Johnson, Skrtel, Agger, Cissokho (Enrique 61. mín.); Leiva; Henderson, Gerrard (Allen 67. mín.), Coutinho; Suarez og Sturridge (Moses 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Alberto, Sakho og Sterling.
Mörk Liverpool: Fernando Amorebieta, sm, (23. mín.), Martin Skrtel (26. mín.) og Luis Suarez (36. og 54. mín.).
Fulham: Stekelenburg; Zverotic (Hughes 61. mín.), Senderos, Amorebieta, Richardson; Parker; Dejagah, Sidwell, Kasami, Kacaniklic (Ruiz 46. mín.) og Berbatov (Karagounis 83. mín.). Ónotaðir varamenn: Stockdale, Taarabt, Boateng og Bent.
Gult spjald: Scott Parker.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.768.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Leikmenn Liverpool voru hver öðrum betri en fyrirliðinn var alveg magnaður. Hann lagði upp þrjú mörk og átti stóran þátt í því fjórða. Það er ekki oft sem sami maðurinn leggur upp þrjú mörk í sama leiknum. Þetta gerði Steven í dag og fór þó frekar snemma af velli!
Brendan Rodgers: Við spiluðum mjög vel. Við vorum sérstaklega vel stemmdir og okkur hungraði í að ná boltanum. Við áttum rúmlega 30 marktilraunir. Leikurinn var algjörlega í okkar höndum og það var mjög ánægjulegt.
Fróðleikur
- Martin Skrtel skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni.
- Þetta var 10. mark hans fyrir Liverpool í 216 leikjum.
- Slóvakinn skoraði líka á móti Fulham á síðustu leiktíð í leik sem Liverpool vann 4:0 eins og þennan. Þetta var fyrsta mark hans frá því þá.
- Luis Suarez er nú kominn með átta mörk á leiktíðinni og er búinn að ná Daniel Sturridge í deildarmörkum. Daniel er þó með samtals 10 mörk.
- Þeir Simon Mignolet, Jordan Henderson, Daniel Sturridge og Steven Gerrard hafa leikið alla leikina á leiktíðinni.
- Liverpool hefur skorað 11 mörk í síðustu þremur heimaleikjum sínum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Liverpool Echo.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Martin Jol.
Brendan Rodgers breytti leikaðferð Liverpool fyrir leik og stillti upp fjórum í venjulega vörn ef svo má segja. Glen Johnson var leikfær í nýjan leik og Daniel Agger kom inn í liðið eftir langt hlé. Philippe Coutinho var svo settur í byrjunarliðið. Einhverjum kom á óvart að Aly Cissokho hélt stöðu sinni en honum var skipt út af í hálfleik á móti Arsenal.
Það var algjörlega á hreinu frá fyrstu mínútu að Liverpool ætlaði að komast strax á sigurbraut eftir tapið á móti Arsenal. Innan mínútu var Liverpool búið að fá horn og Daniel Agger mokaði boltanum yfir úr þokkalegu færi. Á 10. mínútu braust Glen Johnson fram völlinn og lagði boltann á Jordan Henderson en skot hans fór í varnarmann. Báðir voru alveg frábærir í leiknum. Fulham kom varla með boltann fyrsta stundarfjórðunginn en þá átti Pajtim Kasami skot í varnarmann og þaðan í hliðarnetið eftir snögga sókn. Þetta reyndist besta marktilraun Fulham í leiknum!
Liverpool komst svo yfir á 23. mínútu. Steven Gerrard tók aukaspyrnu frá hægri. Luis Suarez reyndi að skalla á markið en boltann fór í Fernando Amorebieta og af honum í markið. Luis fagnaði og fannst að hann ætti að eiga markið en það var ekki í boði. Þremur mínútum seinna lá boltinn afrur í marki Fulham. Steven tók horn frá hægri og hitti beint á höfuðið á Martin Skrtel sem gat ekki annað en skorað. Fallegur skalli og sendingin frá fyrirliðanum hárnákvæm.
Rétt á eftir hefði Liverpool átt að fá víti þegar boltinn fór í hendi á Kieran Richardson en ekkert var dæmt. Hver sókn Liverpool rak aðra og eftir hálftíma átti Philippe Coutinho fast skot sem stefndi upp í hornið en Maarten Stekelenburg varði glæsilega með því að slá boltann yfir. Marki var þó ekki lengi forðað og það kom á 36. mínútu. Steven byrjaði á því að leika meistaralega á Dimitar Berbatov, úti við hliðarlínu vinstra megin, með því að senda boltann á milli fóta hans og sömu andrá gaf hann frábæra sendingu út til hægri á Jordan. Hann leit upp og gaf frábæra sendingu inn á vítateginn þar sem Luis Suarez skoraði örugglega með skoti neðst í vinstra hornið. Frábært spil og stórfengleg tilþrif hjá Steven.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn með miklum látum. Maarten varði vel frá Luis. Boltinn hrökk út fyrir vítateig og þar náði Steven honum. Hann sendi á Daniel Sturridge sem skaut hiklaust en Hollendingurinn var aftur til varnar. Hann hélt ekki boltanum en Luis skaut frákastinu langt yfir úr upplögðu færi.
Það var þó ekki langt í að Luis næði öðru marki sínu. Jordan pressaði á einn leikmanna Fulham, rétt við miðjuna, sem missti boltann. Steven renndi sér á hann og náði að koma honum á Luis sem skoraði auðveldlega með öruggu skoti. Þarna kom mark sem Brendan hefði verið sérlega ánægður með. Pressa, Liverpool vinnur boltann og skorar!
Nú áttu margir kannski von á að mörkin yrði mun fleiri en svo fór ekki. Liverpool réði lögum og lofum en mark Fulham slapp merkilega vel. Besta færið kom á 71. mínútu þegar Luis lagði boltann á Philippe en skot hans var varið. Litli Brasilíumaðurinn var alveg magnaður í leiknum. Steven var nokkrum mínútum áður farinn af velli við dynjandi lófaklapp eftir að hafa sýnt frábæran leik. Hann var eitthvað stirður í mjöðm en meiðslin munu ekki vera til vandræða.
Það hefði verið gott að fá fleiri mörk því yfirburðirnar buðu upp á það en svo varð ekki. Léttur stórsigur var löngu kominn í höfn þegar flautað var til leiksloka. Gestirnir voru ekki upp á marga fiska en ekki skal dregið úr því að Liverpool lék mjög vel og komst sannarlega aftur á rétta leið!
Liverpool: Mignolet; Johnson, Skrtel, Agger, Cissokho (Enrique 61. mín.); Leiva; Henderson, Gerrard (Allen 67. mín.), Coutinho; Suarez og Sturridge (Moses 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Alberto, Sakho og Sterling.
Mörk Liverpool: Fernando Amorebieta, sm, (23. mín.), Martin Skrtel (26. mín.) og Luis Suarez (36. og 54. mín.).
Fulham: Stekelenburg; Zverotic (Hughes 61. mín.), Senderos, Amorebieta, Richardson; Parker; Dejagah, Sidwell, Kasami, Kacaniklic (Ruiz 46. mín.) og Berbatov (Karagounis 83. mín.). Ónotaðir varamenn: Stockdale, Taarabt, Boateng og Bent.
Gult spjald: Scott Parker.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.768.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Leikmenn Liverpool voru hver öðrum betri en fyrirliðinn var alveg magnaður. Hann lagði upp þrjú mörk og átti stóran þátt í því fjórða. Það er ekki oft sem sami maðurinn leggur upp þrjú mörk í sama leiknum. Þetta gerði Steven í dag og fór þó frekar snemma af velli!
Brendan Rodgers: Við spiluðum mjög vel. Við vorum sérstaklega vel stemmdir og okkur hungraði í að ná boltanum. Við áttum rúmlega 30 marktilraunir. Leikurinn var algjörlega í okkar höndum og það var mjög ánægjulegt.
Fróðleikur
- Martin Skrtel skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni.
- Þetta var 10. mark hans fyrir Liverpool í 216 leikjum.
- Slóvakinn skoraði líka á móti Fulham á síðustu leiktíð í leik sem Liverpool vann 4:0 eins og þennan. Þetta var fyrsta mark hans frá því þá.
- Luis Suarez er nú kominn með átta mörk á leiktíðinni og er búinn að ná Daniel Sturridge í deildarmörkum. Daniel er þó með samtals 10 mörk.
- Þeir Simon Mignolet, Jordan Henderson, Daniel Sturridge og Steven Gerrard hafa leikið alla leikina á leiktíðinni.
- Liverpool hefur skorað 11 mörk í síðustu þremur heimaleikjum sínum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Liverpool Echo.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Martin Jol.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan