Besta liðið frá því ég kom hingað!
Glen Johnson kom til Liverpool sumarið 2009. Hann er því orðinn með reyndari leikmönnum liðsins. Hann segir að liðið núna sé það besta sem hann hefur leikið með frá því hann kom til Liverpool. Glen sagði meðal annars þetta í viðtali við Liverpoolfc.com eftir leikinn.
,,Við höfum verið með frábæra leikmenn hérna á síðustu árum sem eru auðvitað farnir. En þegar við horfum á byrjunarliðið og liðshópinn í heild þá er þetta sterkasta lið sem hefur verið hjá Liverpool frá því ég kom hingað."
Liverpool reif sig í gang eftir tapið fyrir Arsenal og vann öruggan 4:0 sigur á Fulham. Glen segir það merki góðra liða að koma til baka eftir tapleiki og komast strax á sigurbraut á nýjan leik.
,,Góð lið koma aftur eftir slæm úrslit. Það er fullkomið dagsverk að halda hreinu og skora fjögur mörk. Um leið og við töpum boltanum förum við í það á fullu næstu sekúndur að vinna boltann eins fljótt aftur og við getum. Nokkur mörkin komu eftir svona atlögur og mér fannst við standa okkur vel í dag. Við verðum að reyna að láta þennan stað vera erfiðan heim að sækja. Með því verður auðveldara fyrir okkur að spila vel og ná stigunum."
Glen var frábær á laugardaginn og hefur sjaldan leikið betur en á þessu keppnistímabili. Hann meiddist reyndar illa á móti Manchester United en er aftur kominn í gang.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum