| Sf. Gutt
,,Þið hafið orðið vitni af framgöngu í heimsklassa. Þetta er líklega ein sú besta framganga leikmanns sem ég hef nokkurn tíma séð á Anfield og ég er nú búinn að spila býsna lengi hérna. Ég er kannski ekki jafn undrandi á þessum tilþrfum og stuðningsmennirnir því ég æfi með honum á hverjum degi."
,,Ég er búinn að hæla honum lengi og halda því fram að hann sé einn af allra bestu leikmönnum í heimi. Mín skoðun er sú að hann sé kominn mjög nærri þeim tveimur bestu, Ronaldo og Messi. Ef hann heldur áfram á sömu braut þá held ég að hann geti náð þeim að getu. Það segir sína sögu um stórkostlegan leik hans að fjórða markið var bara svona frekar venjulegt sem sagt aukaspyrna af hátt í 30 metra færi!"
,,Framkvæmdastjórinn bað um almennileg viðbrögð og það gekk eftir. Dagarnir eftir leikinn á móti Hull voru ekkert skemmtilegir. Allir voru niðurdregnir og við vorum ekki stoltir með leik okkar. Við stóðum ekki undir nafni. Það hafa verið tveir leikir á leiktíðinni þar sem við höfum ekki mætt almennilega stemmdir til leiks og báðir töpuðust. Fyrst á heimavelli á móti Southampton og svo útileikurinn gegn Hull. Vonandi verða ekki mikið fleiri svona leikir."
,,Við höfum ekki sýnt liðum í neðri hluta deildarinnar neina miskunn og það sást vel í kvöld. Við vorum miskunnarlausir frá fyrstu mínútu leiksins. Í kvöld snarist allt um rétt viðbrögð liðsins og að ná þremur stigum. Við erum mjög ánægðir en nú verðum við að spila jafn vel á móti West Ham. Annars er allt sem við gerðum í kvöld unnið til einskis."
Þá er næsta mál á dagskrá að vinna West Ham United á laugardaginn en sýningin sem Luis Suarez bauð upp á gegn Norwich City verður lengi í minnum höfð. Ef Steven Gerrard segir að sýningin sú hafi verið með því betra sem hann hefur séð þá er óhætt að segja að mikið sé sagt!
TIL BAKA
Luis er einn sá allra besti í heimi!
,,Þið hafið orðið vitni af framgöngu í heimsklassa. Þetta er líklega ein sú besta framganga leikmanns sem ég hef nokkurn tíma séð á Anfield og ég er nú búinn að spila býsna lengi hérna. Ég er kannski ekki jafn undrandi á þessum tilþrfum og stuðningsmennirnir því ég æfi með honum á hverjum degi."
,,Ég er búinn að hæla honum lengi og halda því fram að hann sé einn af allra bestu leikmönnum í heimi. Mín skoðun er sú að hann sé kominn mjög nærri þeim tveimur bestu, Ronaldo og Messi. Ef hann heldur áfram á sömu braut þá held ég að hann geti náð þeim að getu. Það segir sína sögu um stórkostlegan leik hans að fjórða markið var bara svona frekar venjulegt sem sagt aukaspyrna af hátt í 30 metra færi!"
,,Framkvæmdastjórinn bað um almennileg viðbrögð og það gekk eftir. Dagarnir eftir leikinn á móti Hull voru ekkert skemmtilegir. Allir voru niðurdregnir og við vorum ekki stoltir með leik okkar. Við stóðum ekki undir nafni. Það hafa verið tveir leikir á leiktíðinni þar sem við höfum ekki mætt almennilega stemmdir til leiks og báðir töpuðust. Fyrst á heimavelli á móti Southampton og svo útileikurinn gegn Hull. Vonandi verða ekki mikið fleiri svona leikir."
,,Við höfum ekki sýnt liðum í neðri hluta deildarinnar neina miskunn og það sást vel í kvöld. Við vorum miskunnarlausir frá fyrstu mínútu leiksins. Í kvöld snarist allt um rétt viðbrögð liðsins og að ná þremur stigum. Við erum mjög ánægðir en nú verðum við að spila jafn vel á móti West Ham. Annars er allt sem við gerðum í kvöld unnið til einskis."
Þá er næsta mál á dagskrá að vinna West Ham United á laugardaginn en sýningin sem Luis Suarez bauð upp á gegn Norwich City verður lengi í minnum höfð. Ef Steven Gerrard segir að sýningin sú hafi verið með því betra sem hann hefur séð þá er óhætt að segja að mikið sé sagt!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Mummi
Liverpool páskaegg -
| Heimir Eyvindarson
Úrslitaleikur á Anfield í kvöld. PSG koma dýrvitlausir til leiks. -
| Sf. Gutt
Liverpool leikur aftur í Adidas! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin - 1. kapítuli -
| Sf. Gutt
Líklega leikur lífs míns! -
| Heimir Eyvindarson
Meistaraheppni í París? -
| Heimir Eyvindarson
Risaleikur í París í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Gapko ekki með á æfingu í dag
Fréttageymslan