| Sf. Gutt
Flestum þykir líklegt að Liverpool vinni öruggan sigur og slakt gengi West Ham á ferðalögum sínum styrkir það álit. En eins og vel kom í ljós í Hull um síðustu helgi þá má aldrei slaka á því þá er voðinn vís. Leikmenn Liverpool voru sofandalegir frá upphafi leiksins og Tígrisdýrin unnu sinn fyrsta sigur á Liverpool í sögunni. Liverpool lék sér að Kanarífuglunum og sama viðhorf þarf á morgun því annars getur farið illa.
Jólamánuðurinn verður annasamur hjá Liverpool. Margir leikir bíða og útileikirnir eru fyrirfram mjög erfiðir. Þess þá heldur þarf að vinna á morgun og halda áfram þaðan sem frá var horfið á miðvikudagskvöldið. Það er nokkuð í topplið Arsenal en sæti í Meistaradeild er takmark sem telst raunhæfara þótt það sé enginn ástæða til að hætta að gæla við Englandsmeistaratitilinn.
Það hefur mikið verið rætt og ritað um Luis Suarez frá því hann skoraði fernuna mögnuðu og reyndar virðist þessi ótrúlegi leikmaður alltaf vera í fréttunum af góðu jafnt sem slæmu. En þrátt fyrir bresti sína þá fer ekki á milli mála að hæfileikar hans skipa honum í röð allra bestu knattspyrnumanna í heimi. Verði hann í treyju númer 7 á morgun er ekki annað hægt en að spá Liverpool öruggum sigri.
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin
Flestum þykir líklegt að Liverpool vinni öruggan sigur og slakt gengi West Ham á ferðalögum sínum styrkir það álit. En eins og vel kom í ljós í Hull um síðustu helgi þá má aldrei slaka á því þá er voðinn vís. Leikmenn Liverpool voru sofandalegir frá upphafi leiksins og Tígrisdýrin unnu sinn fyrsta sigur á Liverpool í sögunni. Liverpool lék sér að Kanarífuglunum og sama viðhorf þarf á morgun því annars getur farið illa.
Jólamánuðurinn verður annasamur hjá Liverpool. Margir leikir bíða og útileikirnir eru fyrirfram mjög erfiðir. Þess þá heldur þarf að vinna á morgun og halda áfram þaðan sem frá var horfið á miðvikudagskvöldið. Það er nokkuð í topplið Arsenal en sæti í Meistaradeild er takmark sem telst raunhæfara þótt það sé enginn ástæða til að hætta að gæla við Englandsmeistaratitilinn.
Það hefur mikið verið rætt og ritað um Luis Suarez frá því hann skoraði fernuna mögnuðu og reyndar virðist þessi ótrúlegi leikmaður alltaf vera í fréttunum af góðu jafnt sem slæmu. En þrátt fyrir bresti sína þá fer ekki á milli mála að hæfileikar hans skipa honum í röð allra bestu knattspyrnumanna í heimi. Verði hann í treyju númer 7 á morgun er ekki annað hægt en að spá Liverpool öruggum sigri.
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan