| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Síðasti leikur 16. umferðar ensku Úrvalsdeildarinnar fer fram kl. 16:00 á sunnudaginn kemur, þar mæta okkar menn Tottenham á White Hart Lane.
Það er ekki hægt að segja að okkar menn hafi náð góðum úrslitum á þessum velli undanfarin ár. Í síðustu sex leikjum liðanna á heimavelli Spurs hafa síðustu fimm tapast og aðeins einn unnist. Það var 2-0 sigur þann 11. maí árið 2008 þar sem þeir Andryi Voronin og Fernando Torres skoruðu mörkin. Úrslitin í þessum síðustu 5 tapleikjum hafa öll nema í einum leik verið 2-1 tap en stórt tap þann 18. september 2011 er mörgum í fersku minni, þar fékk Charlie nokkur Adam að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik og okkar menn réðu lítið við heimamenn einum færri.
En þessi úrslit tilheyra öll sögunni til og vonandi eru okkar menn farnir að snúa úrslitum gegn Tottenham sér í hag eftir frábæran 3-2 sigur á Anfield í vor, var það fyrsti sigurleikur gegn þeim síðan 20. janúar árið 2010 ! Okkar menn fara þó eilítið vængbrotnir í þennan leik en Steven Gerrard verður frá í að minnsta kosti 4 vikur eftir að hafa tognað aftan í læri um síðustu helgi í sigurleiknum gegn West Ham. Er það skarð fyrir skildi en í hans stað ætti Lucas Leiva að koma inn á miðjuna og mynda miðjutríóið með þeim Jordan Henderson og Joe Allen. Henderson var reyndar talinn tæpur á að ná þessum leik eftir að hafa meiðst á kálfa við hroðalega tæklingu Kevin Nolan en Brendan Rodgers hefur staðfest að Englendingurinn duglegi verði klár í slaginn á sunnudaginn. Sem fyrr eru þeir Daniel Sturridge og Jose Enrique á meiðslalistanum, oft gleymist að nefna Sebastian Coates en vegna þess hversu lengi hann er frá vegna meiðsla sinna er óþarfi að nefna hann sérstaklega í þessu samhengi. Úrúgvæinn mun ekki ná að spila neitt á þessu tímabili.
Síðasti leikur liðanna á White Hart Lane tapaðist 2-1 þar sem þeir Aaron Lennon og Gareth Bale skoruðu mörkin snemma leiks. Bale minnkaði svo muninn með sjálfsmarki á 72. mínútu og þrátt fyrir að vera mun betri í síðari hálfleik náðu Liverpool menn ekki að skora fleiri mörk. Fékk Luis Suarez t.d. upplagt tækifæri til að skora en hann þrumaði yfir markið úr miðjum vítateig. Óþarfi er að ræða meira um þennan leik að sinni, nú skal horft til leiksins á sunnudaginn.
Tottenham sitja í 6. sæti deildarinnar með 27 stig og geta með sigri jafnað Liverpool að stigum en okkar menn eru í 2. sæti með 30 stig. Tottenham komast þó klárlega ekki uppfyrir Liverpool því markatala þeirra er mun lakari, -1 á móti +16 hjá gestunum. Leikurinn er því augljóslega mikilvægur uppá toppbaráttuna að gera og það er þéttur pakki liða frá 2. og niður í 7. sæti. Þegar litið er á markaskorun liðanna má sjá að Luis Suarez er búinn að skora jafnmörg mörk og allt lið Tottenham í deildinni það sem af er tímabils eða 15 talsins. Okkar menn hafa skorað 34 mörk og fengið á sig 18, Spurs hafa fengið á sig 16 mörk. Einhver meiðslavandræði eru í herbúðum Spurs en þeir Younes Kaboul, Vlad Chiriches, Jan Vertonghen, Emmanuel Adebayor og Harry Kane eru allir á meiðslalistanum. Þeir þrír fyrstnefndu eru allir varnarmenn og það eru því skörð hoggin í raðir þeirra þar. Þó gæti Rúmeninn Chiriches verið klár í slaginn á sunnudaginn kemur sem og Adebayor.
Ekki er mikil bjartsýni í spánni fyrir þennan leik en tilfinningin er sú að ekki takist að snúa við slöku gengi á þessum velli undanfarin ár. Niðurstaðan verður 3-1 tap þar sem heimamenn smella loks í gírinn hvað varðar markaskorun. Eins og venjulega er þó vonin sú að Brendan Rodgers og hans menn nái loksins góðum úrslitum á þessum velli.
- Luis Suarez er markahæstur leikmanna Liverpool með 15 mörk í deildinni.
- Liverpool hefur aðeins unnið 2 leiki á þessum velli í síðustu 10 viðureignum.
- Spurs hafa unnið síðustu fimm viðureignir liðanna á þessum velli.
- Liverpool sitja í 2. sæti deildarinnar með 30 stig.
- Stærsti sigur liðsins á heimavelli Tottenham kom ákkúrat fyrir 38 árum síðan, þá vannst 4-0 sigur 13. desember 1975.
Það er ekki hægt að segja að okkar menn hafi náð góðum úrslitum á þessum velli undanfarin ár. Í síðustu sex leikjum liðanna á heimavelli Spurs hafa síðustu fimm tapast og aðeins einn unnist. Það var 2-0 sigur þann 11. maí árið 2008 þar sem þeir Andryi Voronin og Fernando Torres skoruðu mörkin. Úrslitin í þessum síðustu 5 tapleikjum hafa öll nema í einum leik verið 2-1 tap en stórt tap þann 18. september 2011 er mörgum í fersku minni, þar fékk Charlie nokkur Adam að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik og okkar menn réðu lítið við heimamenn einum færri.
En þessi úrslit tilheyra öll sögunni til og vonandi eru okkar menn farnir að snúa úrslitum gegn Tottenham sér í hag eftir frábæran 3-2 sigur á Anfield í vor, var það fyrsti sigurleikur gegn þeim síðan 20. janúar árið 2010 ! Okkar menn fara þó eilítið vængbrotnir í þennan leik en Steven Gerrard verður frá í að minnsta kosti 4 vikur eftir að hafa tognað aftan í læri um síðustu helgi í sigurleiknum gegn West Ham. Er það skarð fyrir skildi en í hans stað ætti Lucas Leiva að koma inn á miðjuna og mynda miðjutríóið með þeim Jordan Henderson og Joe Allen. Henderson var reyndar talinn tæpur á að ná þessum leik eftir að hafa meiðst á kálfa við hroðalega tæklingu Kevin Nolan en Brendan Rodgers hefur staðfest að Englendingurinn duglegi verði klár í slaginn á sunnudaginn. Sem fyrr eru þeir Daniel Sturridge og Jose Enrique á meiðslalistanum, oft gleymist að nefna Sebastian Coates en vegna þess hversu lengi hann er frá vegna meiðsla sinna er óþarfi að nefna hann sérstaklega í þessu samhengi. Úrúgvæinn mun ekki ná að spila neitt á þessu tímabili.
Síðasti leikur liðanna á White Hart Lane tapaðist 2-1 þar sem þeir Aaron Lennon og Gareth Bale skoruðu mörkin snemma leiks. Bale minnkaði svo muninn með sjálfsmarki á 72. mínútu og þrátt fyrir að vera mun betri í síðari hálfleik náðu Liverpool menn ekki að skora fleiri mörk. Fékk Luis Suarez t.d. upplagt tækifæri til að skora en hann þrumaði yfir markið úr miðjum vítateig. Óþarfi er að ræða meira um þennan leik að sinni, nú skal horft til leiksins á sunnudaginn.
Tottenham sitja í 6. sæti deildarinnar með 27 stig og geta með sigri jafnað Liverpool að stigum en okkar menn eru í 2. sæti með 30 stig. Tottenham komast þó klárlega ekki uppfyrir Liverpool því markatala þeirra er mun lakari, -1 á móti +16 hjá gestunum. Leikurinn er því augljóslega mikilvægur uppá toppbaráttuna að gera og það er þéttur pakki liða frá 2. og niður í 7. sæti. Þegar litið er á markaskorun liðanna má sjá að Luis Suarez er búinn að skora jafnmörg mörk og allt lið Tottenham í deildinni það sem af er tímabils eða 15 talsins. Okkar menn hafa skorað 34 mörk og fengið á sig 18, Spurs hafa fengið á sig 16 mörk. Einhver meiðslavandræði eru í herbúðum Spurs en þeir Younes Kaboul, Vlad Chiriches, Jan Vertonghen, Emmanuel Adebayor og Harry Kane eru allir á meiðslalistanum. Þeir þrír fyrstnefndu eru allir varnarmenn og það eru því skörð hoggin í raðir þeirra þar. Þó gæti Rúmeninn Chiriches verið klár í slaginn á sunnudaginn kemur sem og Adebayor.
Ekki er mikil bjartsýni í spánni fyrir þennan leik en tilfinningin er sú að ekki takist að snúa við slöku gengi á þessum velli undanfarin ár. Niðurstaðan verður 3-1 tap þar sem heimamenn smella loks í gírinn hvað varðar markaskorun. Eins og venjulega er þó vonin sú að Brendan Rodgers og hans menn nái loksins góðum úrslitum á þessum velli.
Fróðleikur:
- Luis Suarez er markahæstur leikmanna Liverpool með 15 mörk í deildinni.
- Liverpool hefur aðeins unnið 2 leiki á þessum velli í síðustu 10 viðureignum.
- Spurs hafa unnið síðustu fimm viðureignir liðanna á þessum velli.
- Liverpool sitja í 2. sæti deildarinnar með 30 stig.
- Stærsti sigur liðsins á heimavelli Tottenham kom ákkúrat fyrir 38 árum síðan, þá vannst 4-0 sigur 13. desember 1975.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan