| Sf. Gutt
TIL BAKA
Liverpool kjöldró Tottenham!
Liverpool kjöldró Tottenham á White Hart Lane og vann stórsigur 0:5. Þetta var einn allra besti leikur liðsins á seinni árum. Liverpool sundurspilaði Tottenham og sigurinn hefði getað verið stærri og þá er nú mikið sagt.
Brendan Rodgers stillti upp sama byrjunarliði og sigraði West Ham 4-1 í síðasta leik, nema hvað Lucas kom inn í liðið fyrir meiddan Steven Gerrard. Luis Suarez bar fyrirliðabandið í fjarveru kapteinsins.
Byrjun okkar manna lofaði reyndar ekki góðu því strax á fyrstu mínútu lentu Mignolet og Skrtel í basli eftir pressu frá Soldado. Tottenham menn hafa greinilega lagt upp með að pressa Liverpool hátt, eins og sumum andstæðingum liðsins hefur gefist vel.
Mínútu síðar var Coutinho síðan skyndilega í dauðafæri hinum megin á vellinum, en honum brást bogalistin algjörlega og boltinn rúllaði sakleysislega í fangið á Hugo Lloris í marki Tottenham. Tottenham hélt áfram að pressa hátt og fyrstu mínúturnar voru heimamenn sterkari aðilinn á vellinum. Það var fljótt að breytast og okkar menn réðu í raun lögum og lofum á White hart Lane það sem eftir lifði leiks, ef frá eru taldar fyrstu mínútur síðari hálfleiks. Á 18. mínútu leit fyrsta markið dagsins ljós og það var ekki af verri endanum. Luis Suarez skoraði þá ótrúlega laglega eftir gott nikk frá Jordan Henderson. Staðan 1-0 fyrir gestina frá Bítlaborginni.
Liverpool fékk nokkur færi til viðbótar áður en annað markið kom. Suarez, Johnson og Coutinho hefðu allir hæglega getað skorað ef Hugo Lloris og gamla óheppnin hefði ekki verið að þvælast fyrir þeim. Besta færið fékk Suarez á 33. mínútu þegar lloris hljóp út úr teignum og skallaði boltann fyrir fætur Úrugvæans. Suarez tók sér óvanalega langan tíma í að skjóta á markið og Tottenham slapp með skrekkinn.
Á 40. mínútu skoraði Jordan Henderson eftir að Lloris hafði staðið í ströngu við að verjast orrahríð okkar manna. Fyrsta mark Henderson í deildinni í ár og staðan orðin 2-0 fyrir gestina. Rétt fyrir leikhlé skoraði Soldado eftir að Mignolet hafði misst boltann frá sér. Dómarinn dæmdi markið af þar sem hann taldi að Spánverjinn hefði brotið á Belganum. Í endursýningu sást að snertingin var ekki mikil og okkar menn máttu teljast nokkuð heppnir að fara með tveggja marka forskot til búningsklefanna.
Það voru einungis tvær mínútur liðnar af seinni hálfleiknum þegar Soldado var aftur til vandræða upp við mark Liverpool. Þá skallaði Sakho boltann nánast fyrir fætur hans, en til allrar hamingju þrumaði Spánverjinn boltanum yfir. Tveimur mínútum síðar var Sakho í eldlínunni hinum megin þegar skalli hans af stuttu færi small í stöng Tottenham marksins. Boltinn hrökk af stönginni og út í teig þar sem félagi Sakho í miðverðinum, Martin Skrtel, sópaði honum lengst upp í stúku. Rétt seinna var Soldado enn og aftur í færi, en þá sló Mignolet boltann út í teig þar sem Spánverjinn tók við honum og negldi honum yfir markið.
Framan af seinni hálfleik var Tottenham meira með boltann og Liverpool lá dýpra en í fyrri hálfleiknum, en á 63. mínútu urðu kaflaskil í leiknum þegar heimamenn misstu mann af velli. Brasilíumaðurinn Paulinho fékk þá að líta rauða spjaldið eftir að hafa þrykkt tökkunum rækilega í brjóstið á nágranna sínum frá Suður-Ameríku, Luis Suarez. Dómarinn átti ekki annan kost en að vísa Brassanum beint í sturtu.
Ekki leið á löngu þar til Suarez slapp í gegn en skot hans úr þröngu færi var varið. Hafi heimamenn gert sér vonir um bata þá voru þær slökktar á 75. mínútu. Jordan Henderson braust fram og við endalínuna hægra megin sendi hann boltann aftur fyrir sig milli fóta varnarmanns. Luis Suarez tók við og sendi fyrir markið á Jon Flanagan sem þrumaði boltanum viðstöðulaust í þverslá og inn við markteiginn. Snilldarlegt mark og ungliðinn og félagar hann fögnuðu ógurlega fyrir framan stuðningsmenn Rauða hersins. Það var ekki amlalegt að opna markareikning sinn fyrir uppáhaldsliðið sitt með svona marki!
Stuttu síðar komst Philippe Coutinho einn í gegn en á einhvern furðulegan hátt datt hann kylliflatur! Lokakaflinn var einstefna að marki Spurs. Þegar sex mínútur voru eftir sendi varamaðurinn Luis Alberto inn fyrir á Luis Suarez. Hann vissi að markmaðurinn var á útleið og lyfti boltanum í autt markið. Meistaralega gert hjá Luis. Mínútu fyrir leikslok var vörn heimamanna sundurspiluð. Luis Suarez stakk boltanum inn fyrir vörnina á Raheem Sterling sem lék inn í vítateiginn og skoraði með öruggu skoti. Enn eitt glæsimarkið.
Viðbótartíminn var stórfurðulegur. Leikmenn Liverpool spiluðu boltanum á milli sín án þess að Hanarnir reyndu að ná honum. Algjörlega magnað og sjaldséð! Stórsigur og líklega einn allra besti leikur Liverpool á seinni árum. Allt í einu er stutt í toppsætið á nýjan leik.
Tottenham Hotspur: Tottenham: Lloris, Walker, Capoue, Dawson, Naughton (Fryers 45. mín.), Sandro (Holtby 30. mín.), Dembele (Townsend 61. mín.), Lennon, Paulinho, Chadli og Soldado. Ónotaðir varamenn: Lamela, Defoe, Gylfi Þór og Friedel.
Rautt spjald: Paulinho.
Gul spjöld: Kyle Walker, Michael Dawson og Lewis Holtby.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Sakho, Flanagan, Leiva (Alberto 79. mín.), Allen, Henderson, Coutinho (Moses 90. mín.), Sterling og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Toure, Agger, Aspas og Kelly.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (18. og 84. mín.), Jordan Henderson (40. mín.), Jon Flanagan (75. mín.) og Raheem Sterling (89. mín.).
Maður leiksins: Luis Suarez. Enn og aftur reyndist Luis mótherjum sínum ofviða. Hann var einfaldlega óstöðvandi, skoraði tvö mörk, hefði getað skorað eins og tvö til viðbótar og lagði upp eitt. Algjörlega magnaður leikmaður og ekki að undra þótt sumir telji hann með allra bestu leikmönnum í heimi.
Brendan Rodgers: Ef litið er á leik liðsins í heild þá er þetta það besta sem það hefur sýnt frá því ég tók við. Liðið lék snilldarlega. Við skoruðum fimm mörk og ef satt skal segja þá hefðum við getað skorað sjö eða átta mörk. Það dásamlega við þetta lið er að það getur skorað mikið af mörkum.
Fróðleikur.
- Luis Suarez er nú búinn að skora 17 mörk á leiktíðinni.
- Jordan Henderson skoraði í annað sinn.
- Raheem Sterling skoraði þriðja mark sitt á sparktíðinni.
- Jon Flanagan skoraði fyrsta mark sitt fyrir aðallið Liverpool.
- Martin Skrtel átti afmæli.
- Luis Suarez leiddi Liverpool sem fyrirliði.
- Þetta var stærsta tap Tottenham á heimavelli í 16 ár.
- Liverpool hefur ekki áður unnið svona stóran sigur á White Hart Lane.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leikinn.
Brendan Rodgers stillti upp sama byrjunarliði og sigraði West Ham 4-1 í síðasta leik, nema hvað Lucas kom inn í liðið fyrir meiddan Steven Gerrard. Luis Suarez bar fyrirliðabandið í fjarveru kapteinsins.
Byrjun okkar manna lofaði reyndar ekki góðu því strax á fyrstu mínútu lentu Mignolet og Skrtel í basli eftir pressu frá Soldado. Tottenham menn hafa greinilega lagt upp með að pressa Liverpool hátt, eins og sumum andstæðingum liðsins hefur gefist vel.
Mínútu síðar var Coutinho síðan skyndilega í dauðafæri hinum megin á vellinum, en honum brást bogalistin algjörlega og boltinn rúllaði sakleysislega í fangið á Hugo Lloris í marki Tottenham. Tottenham hélt áfram að pressa hátt og fyrstu mínúturnar voru heimamenn sterkari aðilinn á vellinum. Það var fljótt að breytast og okkar menn réðu í raun lögum og lofum á White hart Lane það sem eftir lifði leiks, ef frá eru taldar fyrstu mínútur síðari hálfleiks. Á 18. mínútu leit fyrsta markið dagsins ljós og það var ekki af verri endanum. Luis Suarez skoraði þá ótrúlega laglega eftir gott nikk frá Jordan Henderson. Staðan 1-0 fyrir gestina frá Bítlaborginni.
Liverpool fékk nokkur færi til viðbótar áður en annað markið kom. Suarez, Johnson og Coutinho hefðu allir hæglega getað skorað ef Hugo Lloris og gamla óheppnin hefði ekki verið að þvælast fyrir þeim. Besta færið fékk Suarez á 33. mínútu þegar lloris hljóp út úr teignum og skallaði boltann fyrir fætur Úrugvæans. Suarez tók sér óvanalega langan tíma í að skjóta á markið og Tottenham slapp með skrekkinn.
Á 40. mínútu skoraði Jordan Henderson eftir að Lloris hafði staðið í ströngu við að verjast orrahríð okkar manna. Fyrsta mark Henderson í deildinni í ár og staðan orðin 2-0 fyrir gestina. Rétt fyrir leikhlé skoraði Soldado eftir að Mignolet hafði misst boltann frá sér. Dómarinn dæmdi markið af þar sem hann taldi að Spánverjinn hefði brotið á Belganum. Í endursýningu sást að snertingin var ekki mikil og okkar menn máttu teljast nokkuð heppnir að fara með tveggja marka forskot til búningsklefanna.
Það voru einungis tvær mínútur liðnar af seinni hálfleiknum þegar Soldado var aftur til vandræða upp við mark Liverpool. Þá skallaði Sakho boltann nánast fyrir fætur hans, en til allrar hamingju þrumaði Spánverjinn boltanum yfir. Tveimur mínútum síðar var Sakho í eldlínunni hinum megin þegar skalli hans af stuttu færi small í stöng Tottenham marksins. Boltinn hrökk af stönginni og út í teig þar sem félagi Sakho í miðverðinum, Martin Skrtel, sópaði honum lengst upp í stúku. Rétt seinna var Soldado enn og aftur í færi, en þá sló Mignolet boltann út í teig þar sem Spánverjinn tók við honum og negldi honum yfir markið.
Framan af seinni hálfleik var Tottenham meira með boltann og Liverpool lá dýpra en í fyrri hálfleiknum, en á 63. mínútu urðu kaflaskil í leiknum þegar heimamenn misstu mann af velli. Brasilíumaðurinn Paulinho fékk þá að líta rauða spjaldið eftir að hafa þrykkt tökkunum rækilega í brjóstið á nágranna sínum frá Suður-Ameríku, Luis Suarez. Dómarinn átti ekki annan kost en að vísa Brassanum beint í sturtu.
Ekki leið á löngu þar til Suarez slapp í gegn en skot hans úr þröngu færi var varið. Hafi heimamenn gert sér vonir um bata þá voru þær slökktar á 75. mínútu. Jordan Henderson braust fram og við endalínuna hægra megin sendi hann boltann aftur fyrir sig milli fóta varnarmanns. Luis Suarez tók við og sendi fyrir markið á Jon Flanagan sem þrumaði boltanum viðstöðulaust í þverslá og inn við markteiginn. Snilldarlegt mark og ungliðinn og félagar hann fögnuðu ógurlega fyrir framan stuðningsmenn Rauða hersins. Það var ekki amlalegt að opna markareikning sinn fyrir uppáhaldsliðið sitt með svona marki!
Stuttu síðar komst Philippe Coutinho einn í gegn en á einhvern furðulegan hátt datt hann kylliflatur! Lokakaflinn var einstefna að marki Spurs. Þegar sex mínútur voru eftir sendi varamaðurinn Luis Alberto inn fyrir á Luis Suarez. Hann vissi að markmaðurinn var á útleið og lyfti boltanum í autt markið. Meistaralega gert hjá Luis. Mínútu fyrir leikslok var vörn heimamanna sundurspiluð. Luis Suarez stakk boltanum inn fyrir vörnina á Raheem Sterling sem lék inn í vítateiginn og skoraði með öruggu skoti. Enn eitt glæsimarkið.
Viðbótartíminn var stórfurðulegur. Leikmenn Liverpool spiluðu boltanum á milli sín án þess að Hanarnir reyndu að ná honum. Algjörlega magnað og sjaldséð! Stórsigur og líklega einn allra besti leikur Liverpool á seinni árum. Allt í einu er stutt í toppsætið á nýjan leik.
Tottenham Hotspur: Tottenham: Lloris, Walker, Capoue, Dawson, Naughton (Fryers 45. mín.), Sandro (Holtby 30. mín.), Dembele (Townsend 61. mín.), Lennon, Paulinho, Chadli og Soldado. Ónotaðir varamenn: Lamela, Defoe, Gylfi Þór og Friedel.
Rautt spjald: Paulinho.
Gul spjöld: Kyle Walker, Michael Dawson og Lewis Holtby.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Sakho, Flanagan, Leiva (Alberto 79. mín.), Allen, Henderson, Coutinho (Moses 90. mín.), Sterling og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Toure, Agger, Aspas og Kelly.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (18. og 84. mín.), Jordan Henderson (40. mín.), Jon Flanagan (75. mín.) og Raheem Sterling (89. mín.).
Maður leiksins: Luis Suarez. Enn og aftur reyndist Luis mótherjum sínum ofviða. Hann var einfaldlega óstöðvandi, skoraði tvö mörk, hefði getað skorað eins og tvö til viðbótar og lagði upp eitt. Algjörlega magnaður leikmaður og ekki að undra þótt sumir telji hann með allra bestu leikmönnum í heimi.
Brendan Rodgers: Ef litið er á leik liðsins í heild þá er þetta það besta sem það hefur sýnt frá því ég tók við. Liðið lék snilldarlega. Við skoruðum fimm mörk og ef satt skal segja þá hefðum við getað skorað sjö eða átta mörk. Það dásamlega við þetta lið er að það getur skorað mikið af mörkum.
Fróðleikur.
- Luis Suarez er nú búinn að skora 17 mörk á leiktíðinni.
- Jordan Henderson skoraði í annað sinn.
- Raheem Sterling skoraði þriðja mark sitt á sparktíðinni.
- Jon Flanagan skoraði fyrsta mark sitt fyrir aðallið Liverpool.
- Martin Skrtel átti afmæli.
- Luis Suarez leiddi Liverpool sem fyrirliði.
- Þetta var stærsta tap Tottenham á heimavelli í 16 ár.
- Liverpool hefur ekki áður unnið svona stóran sigur á White Hart Lane.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan