| Sf. Gutt
Luis Suarez verður áfram hjá Liverpool! Var þetta jólagjöfin í ár fyrir stuðningsmenn Liverpool? Jólaskapið minnkaði að minnsta kosti ekki hjá þeim sem eru komnir í það þegar þetta spurðist. Eftir fréttir dagsins verður Luis Suarez líklega rækilega í sviðsljósinu upp úr hádeginu á Anfield á morgun. Það fellur kannski í skuggann í umræðunni að Liverpool getur náð efsta sæti deildarinnar með því að leggja Cardiff City að velli. Þó er nú trúlegt að stuðningsmenn Liverpool hafi augun rækilega á stigatöflunni því það er langt um liðið frá því Liverpool var í efsta sæti deildarinnar á jólum. Sigur einn og sér dugar ekki því önnur úrslit um helgina verða að vera hagstæð en það er um að gera að láta sig dreyma.
Samningsundirskrift Luis Suarez kom nokkuð á óvart. Það spurðist reyndar út í vikunni að samningaviðræður væru farnar í gang með það að markmiði að Luis myndi framlengja núgildandi samning en hann gilti til tveggja ára ef rétt er vitað. Luis hefur leikið með bros á vör eftir að hann losnaði úr leikbanninu í lok september. Liverpool hefur líka vegnað vel í deildinni og hefur verið við topp hennar og jafnvel á toppnum frá því hún hófst í ágúst.
Luis reyndi auðvitað allt sem hann gat í sumar til að komast frá Liverpool. Hann vildi komast til liðs sem væri að leika í Meistaradeildinni og tjáði sig í tíma og ótíma um að hann þyrfti nauðsynlega að komast frá Liverpool ef hann ætlaði að hámarka hæfileika sína á stærsta sviði heimsknattspyrnunnar. Hann sagðist kunna að meta Liverpool og stuðningsmenn liðsins en hann vildi samt í burt. Ofsóknir enskra blaðamanna voru líka tíundaðar. Nú hálfu ári seinna er Luis búinn að ákveða að vera áfram hjá Liverpool og það næstu árin. Það geta oft verið sviptingar í knattspyrnulífinu og veður skipast í einu vetfangi.
En að leiknum á morgun. Liverpool fær Cardiff City, aðra af tveimur fulltrúum Wales í efstu deild, í heimsókn. Liðið kom upp í efstu deild í vor og hefur vegnað bærilega það sem af er leiktíðar. Það er þó allt í rugli innan veggja félagsins. Vincent Tan, eigandi Cardiff, mun hafa gefið Malky Mackay framkvæmdastjora tvo kosti. Annað hvort að segja af sér eða vera rekinn. Hann er þó enn stjóri félagsins og stuðningsmenn Cardiff eru ekki sáttir við eigandann sem ákvað að skipta um félagslit ofan á allt annað. Nú þegar sjór er frekar kyrr hjá Liverpool er þetta ástand þó áminning um hvernig staðan var hjá Liverpool fyrir ekki mjög löngu þegar fyrrum eigendur félagsins voru við að fara með allt í strand.
Cardiff er baráttulið og þeir fá sjaldan skelli. Þessa þrautsegju sýndu þeir eftirminnilega á Wembley í úrslitaleiknum um Deildarbikarinn árið 2012. Þrátt fyrir yfirburði Liverpool lengst af lauk miklum spennuleik með 2:2 jafntefli eftir framlengingu og Cardiff, undir stjórn Malky, neitaði að gefast upp. Liverpool náði að vinna vítaspyrnukeppnina og Deildarbikarinn undir stjórn Kenny Dalglish á miklum gleðidegi. Ekki verður vítaspyrnukeppni á morgun en kannski verður þessi leikur jafnari en margir halda.
Liverpool þarf að hafa fyrir sigrinum á morgun en vinnur að lokum 3:1. Luis kætir stuðningsmenn Liverpool með tveimur mörkum og ætli hinn magnaði Jordan Henderson skori ekki eitt. Hann er búinn að spila frábærlega á leiktíðinni og verið einn allra besti leikmaður Liverpool. Já, það verður rífandi stemmning í Musterinu á morgun og toppsætinu fagnað í leikslok. Þrjú stig og toppsætið í skóinn!
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin
Luis Suarez verður áfram hjá Liverpool! Var þetta jólagjöfin í ár fyrir stuðningsmenn Liverpool? Jólaskapið minnkaði að minnsta kosti ekki hjá þeim sem eru komnir í það þegar þetta spurðist. Eftir fréttir dagsins verður Luis Suarez líklega rækilega í sviðsljósinu upp úr hádeginu á Anfield á morgun. Það fellur kannski í skuggann í umræðunni að Liverpool getur náð efsta sæti deildarinnar með því að leggja Cardiff City að velli. Þó er nú trúlegt að stuðningsmenn Liverpool hafi augun rækilega á stigatöflunni því það er langt um liðið frá því Liverpool var í efsta sæti deildarinnar á jólum. Sigur einn og sér dugar ekki því önnur úrslit um helgina verða að vera hagstæð en það er um að gera að láta sig dreyma.
Samningsundirskrift Luis Suarez kom nokkuð á óvart. Það spurðist reyndar út í vikunni að samningaviðræður væru farnar í gang með það að markmiði að Luis myndi framlengja núgildandi samning en hann gilti til tveggja ára ef rétt er vitað. Luis hefur leikið með bros á vör eftir að hann losnaði úr leikbanninu í lok september. Liverpool hefur líka vegnað vel í deildinni og hefur verið við topp hennar og jafnvel á toppnum frá því hún hófst í ágúst.
Luis reyndi auðvitað allt sem hann gat í sumar til að komast frá Liverpool. Hann vildi komast til liðs sem væri að leika í Meistaradeildinni og tjáði sig í tíma og ótíma um að hann þyrfti nauðsynlega að komast frá Liverpool ef hann ætlaði að hámarka hæfileika sína á stærsta sviði heimsknattspyrnunnar. Hann sagðist kunna að meta Liverpool og stuðningsmenn liðsins en hann vildi samt í burt. Ofsóknir enskra blaðamanna voru líka tíundaðar. Nú hálfu ári seinna er Luis búinn að ákveða að vera áfram hjá Liverpool og það næstu árin. Það geta oft verið sviptingar í knattspyrnulífinu og veður skipast í einu vetfangi.
En að leiknum á morgun. Liverpool fær Cardiff City, aðra af tveimur fulltrúum Wales í efstu deild, í heimsókn. Liðið kom upp í efstu deild í vor og hefur vegnað bærilega það sem af er leiktíðar. Það er þó allt í rugli innan veggja félagsins. Vincent Tan, eigandi Cardiff, mun hafa gefið Malky Mackay framkvæmdastjora tvo kosti. Annað hvort að segja af sér eða vera rekinn. Hann er þó enn stjóri félagsins og stuðningsmenn Cardiff eru ekki sáttir við eigandann sem ákvað að skipta um félagslit ofan á allt annað. Nú þegar sjór er frekar kyrr hjá Liverpool er þetta ástand þó áminning um hvernig staðan var hjá Liverpool fyrir ekki mjög löngu þegar fyrrum eigendur félagsins voru við að fara með allt í strand.
Cardiff er baráttulið og þeir fá sjaldan skelli. Þessa þrautsegju sýndu þeir eftirminnilega á Wembley í úrslitaleiknum um Deildarbikarinn árið 2012. Þrátt fyrir yfirburði Liverpool lengst af lauk miklum spennuleik með 2:2 jafntefli eftir framlengingu og Cardiff, undir stjórn Malky, neitaði að gefast upp. Liverpool náði að vinna vítaspyrnukeppnina og Deildarbikarinn undir stjórn Kenny Dalglish á miklum gleðidegi. Ekki verður vítaspyrnukeppni á morgun en kannski verður þessi leikur jafnari en margir halda.
Liverpool þarf að hafa fyrir sigrinum á morgun en vinnur að lokum 3:1. Luis kætir stuðningsmenn Liverpool með tveimur mörkum og ætli hinn magnaði Jordan Henderson skori ekki eitt. Hann er búinn að spila frábærlega á leiktíðinni og verið einn allra besti leikmaður Liverpool. Já, það verður rífandi stemmning í Musterinu á morgun og toppsætinu fagnað í leikslok. Þrjú stig og toppsætið í skóinn!
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan