Spáð í spilin
Bournemouth v Liverpool Aðalmarkmið Liverpool á þessari leiktíð er að ná einu af fjórum efstu sætunum í deildinni. En hver hefði á móti því að Liverpool myndi vinna F.A. bikarinn? Ekki ég að minnsta kosti. Það slær ekkert út þá tilfinningu sem fylgir því að vinna keppni. Bara einhverja! Englandsmeistaratitillinn er málið en F.A. bikarinn væri heldur betur vel þeginn á afrekaskrána í vor. Vonandi mæta þeir leikmenn Liverpool sem valdir verða til leiks á morgun með fulla einbeitingu til leiks. Mæti menn ekki með einbeitinguna í lagi er voðinn vís! Þó svo að Liverpool hafi úr miklu stærri og sterkari leikmannahópi að velja en lið sem leikur í næst efstu deild þá reynir á hópinn um þessar mundir. Síðustu vikuna hafa tveir lykilmenn lent á meiðslalistann illræmda. Það var vitað fyrir leiktíðina að leikmannahópur Liverpool væri heldur þunnskipaður til að berjast um efstu sætin í deildinni. En eins og alltaf þá skipta þeir menn mestu sem eru til taks og þegar miðað er við Bournemouth er ekki hægt að kvarta þótt einhverjir séu meiddir. Ég spái því að Liverpool muni hafa sig áfram en það verður ekkert auðvelt. Liverpool vinnur 1:3 og heldur áfram í bikarkeppninni. Iago Aspas heldur áfram að skora í keppninni og skorar eitt. Ætli Daniel Sturridge skoraði ekki tvö. Ég heimta almennilega byrjun á Þorranum. Áfram með smjörið og hrútspungana!
Það er þó ljóst að Liverpool þarf nauðsynlega að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Í því dæmi reiknast nóg að vinna fjórða sætið. Það verður ekkert auðvelt að ná einu af þessum gullsætum og í þeirri baráttu má hvergi hvika. En F.A. bikarinn er næst á dagskrá og eftir að hafa slegið Oldham úr leik í 3. umferð bíður snúið verkefni á suðurströndinni. Heimamenn í Bournemouth eru reyndar ekki mjög ofarlega í næst efstu deild en þangað komst liðið á síðustu leiktíð. Það má á hinn bóginn ekkert út af bera til að Liverpool verði sér ekki aftur til skammar eins og á sama tímapunkti í fyrra þegar Oldham varð fótakefli.
Gefið hefur verið út að Brad Jones verði í markinu á morgun og búast má við að einhverjir komi inn í liðið frá síðasta leik. Það eru reyndar svo margir varnarmenn frá að vörnin verður örugglega eitthvað ókennileg. Þó svo að Liverpool eigi stórleik framundan á þriðjudagskvöldið á móti Everton, og það sé freistandi að hvíla lykilmenn, er óliklegt að Brendan Rodgers þori að hvíla marga menn og eiga á hættu að falla úr leik eins og í fyrra. Þá var mótherjinn reyndar einni deild neðar en Bournenouth!
YNWA
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum