| Sf. Gutt
Jordan Henderson er ekki búinn að gleyma tapi Liverpool á móti Chelsea í úrslitum F.A. bikarsins 2012. Liverpool tapaði þá naumlega 2:1 og Jordan langar til að fá tækifæri til að bæta fyrir það tap. Hann segir ekki hafa verið gaman að sjá Chelsea hampa bikarnum. Til að bæta fyrir tapið um árið þarf Liverpool að komast í úrslitaleikinn í vor og næsta mál á dagskrá í því máli er að vinna Bournemouth.
,,Það er erfitt að sætta sig við tap eftir að hafa komist í úrslitaleik á Wembley. Að sjá þá hampa bikarnum gerir mann enn ákveðnari í að komast aftur í úrslit og bæta úr. Það er markmið okkar í ár að komast langt í F.A. bikarnum og vinna keppnina. Við erum sannarlega nógu góðir til að gera það en til að svo geti orðið verðum við að vera mjög einbeittir og undirbúa okkur á réttan hátt fyrir hvern einasta leik."
,,Við stefnum alltaf á að enda eins hátt í deildinni og mögulegt er, reyna að ná einu af efstu fjórum sætunum og kannski vinna deildina. Þegar öllu er á botninn hvolft þá spilum við fyrir hönd Liverpool og þess vegna eigum við að vera með í baráttunni."
Jordan Henderson hefur verið frábær á leiktíðinni með Liverpool og hann hefur sannarlega lagt sitt af mörkum til að liðið nái sem lengst í öllum keppnum. Jordan varð Deildarbikarmeistari með Liverpool 2012 og vonandi nær hann að bæta við verðlaunasafn sitt núna á vordögum. Þessi magnaði srákur mun að minnsta kosti ekki láta sitt eftir liggja í að vinna titla!
TIL BAKA
Langar að bæta fyrir úrslitatapið!
Jordan Henderson er ekki búinn að gleyma tapi Liverpool á móti Chelsea í úrslitum F.A. bikarsins 2012. Liverpool tapaði þá naumlega 2:1 og Jordan langar til að fá tækifæri til að bæta fyrir það tap. Hann segir ekki hafa verið gaman að sjá Chelsea hampa bikarnum. Til að bæta fyrir tapið um árið þarf Liverpool að komast í úrslitaleikinn í vor og næsta mál á dagskrá í því máli er að vinna Bournemouth.
,,Það er erfitt að sætta sig við tap eftir að hafa komist í úrslitaleik á Wembley. Að sjá þá hampa bikarnum gerir mann enn ákveðnari í að komast aftur í úrslit og bæta úr. Það er markmið okkar í ár að komast langt í F.A. bikarnum og vinna keppnina. Við erum sannarlega nógu góðir til að gera það en til að svo geti orðið verðum við að vera mjög einbeittir og undirbúa okkur á réttan hátt fyrir hvern einasta leik."
,,Við stefnum alltaf á að enda eins hátt í deildinni og mögulegt er, reyna að ná einu af efstu fjórum sætunum og kannski vinna deildina. Þegar öllu er á botninn hvolft þá spilum við fyrir hönd Liverpool og þess vegna eigum við að vera með í baráttunni."
Jordan Henderson hefur verið frábær á leiktíðinni með Liverpool og hann hefur sannarlega lagt sitt af mörkum til að liðið nái sem lengst í öllum keppnum. Jordan varð Deildarbikarmeistari með Liverpool 2012 og vonandi nær hann að bæta við verðlaunasafn sitt núna á vordögum. Þessi magnaði srákur mun að minnsta kosti ekki láta sitt eftir liggja í að vinna titla!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan