| Sf. Gutt
TIL BAKA
Engin mistök á Suðurströndinni!
Liverpool gerði engin mistök á suðurströndinni þegar 0:2 sigur vannst á Bournemouth. Sigurinn var nokkuð öruggur en leikmenn Liverpool þurftu að hafa fyrir því að komast áfram. Bikardraumurinn er því enn vel á lífi í herbúðum Rauða hersins.
Brendan Rodgers ætlaði ekki að taka neina áhættu í liðsvali minnugur skellsins sem liðið fékk í Oldham fyrir ári. Brad Jones stóð í markinu og Victor Moses kom inn í liðið en annars var það skipað þeim bestu sem völ var á.
Heimamenn byrjuðu af fítonskrafti eins og við var að búast og fengu tvær hornspyrnur á fyrstu tveimur mínútunum. Á 13. mínútu sló Brad Jones svo aukaspyrnu yfir. Eftir þetta fór Liverpool að ná tökum á ástandinu og á 26. mínútu kom mark. Luis Suarez fékk boltann hægra megin og sendi yfir til vinstri á Victor Moses sem lagði boltann fyrir sig og skaut snöggu skoti frá vítateignum. Boltinn fór framhjá þremur varnarmönnum og lá í netinu fyrir aftan markmanninn Lee Camp. Gott að sjá Victor sýna eitthvað af því sem á að búa í honum.
Heimamenn gáfust ekki upp og á 36. mínútu bjargaði Kolo Toure hugsanlega marki þegar hann henti sér fyrir skot Andrew Surman. Kolo bjargaði í horn og eftir það átti Tommy Elphick skalla sem var ekki fjarri lagi. Rétt á eftir tók Luis mikla rispu hinu megin og lagði upp fínasta skotfæri fyrir Jordan Henderson en hann mokaði boltanum yfir úr miðjum vítateignum þegar hann hefði átt að skora. Upplagt færi!
Liverpool leiddi þegar leikhlé kom en hefði kannski getað verið með stærri forystu því tvívegis var dæmd ranglega rangstaða í hálfleiknum. Luis Suarez og Daniel Sturrigde voru sloppnir í gegn í stt hvort skiptið og hefðu líklega skorað en það þýddi ekki að fást um það.
Bournemouth hélt baráttunni áfram eftir hlé. Martin Skrtel fékk að finna fyrir ákefð heimamanna snemma í hálfleiknum þegar hann og einn mótherja hans skölluðu saman. Martin varð að fara af velli þar sem búið var um skurð á höfði hans. Þegar klukkutími var liðinn gerði Liverpool út um leikinn. Eftir gott spil, stakk Luis boltanum inn fyrir vörnina á Daniel Sturidge sem hljóp inn í vítateiginn þar sem hann renndi boltanum neðst í vinstra hornið. Mjög vel gert hjá Daniel og hann hefur sem betur fer haldið áfram að skora eftir meiðslin. Ekki síður vel gert hjá Luis því sendingin hans var frábær.
Heimamenn voru reyndar ekki ánægðir því rétt fyrir markið vildu þeir fá víti eftir að Martin Kelly reif í treyju eins þeirra eftir horn og það hefði átt að dæma víti. En eftir markið hjá Daniel var ekki aftur snúið. Á 72. mínútu sýndi Daniel lipur tilþrif þegar hann reyndi að lyfta boltanum yfir Lee frá vítateignum en boltann fór í þverslána. Daniel tók góða ripsu litlu síðar og kom sér í skotfæri en hitti ekki markið. Enn liðu nokkrar mínútur og Daniel gaf á Luis en hann vippaði boltanum yfir.
Jon Flanagan kom til leiks eftir meiðsli sín og skipti við Martin Kelly. Það verður að teljast gott að fá hann til baka því vörnin er jú fámenn um þessar mundir. Heimamenn náðu loks góðri marktilraun á lokamínútunni en Brad sló skot frá Lewis Grabban í horn. Hinu megin varði Lee frá Luis sem kom sér í gott færi þó þröngt væri. Liverpool gerði sem sagt engin mistök eins og í Oldham á sama tímapunkt og í fyrra og heldur áfram keppni í bikarkeppninni. Svona á það að vera!
Liverpool lék nógu vel til að komast yfir þessa hindrun en liðið þarf að leika miklu betur í næstu deildarleikjum ef vel á að ganga. Everton er næsta verkefni á þriðjudagskvöldið og þá þurfa menn að mæta tilbúnir í slaginn.
Bournemouth: Camp; Francis, Ward, Elphick, Daniels; Arter (Pitman 78. mín.), Surman, O´Kane; Ritchie (Fraser 73. mín.) og Pugh (Rantie 73. mín.). Ónotaðir varamenn: Allsop, Cook, Harte og MacDonald.
Liverpool: Jones; Kelly (Flanagan 73. mín.), Skrtel, Toure, Cissoko; Henderson, Gerrard; Moses (Sterling 84. mín.); Coutinho (Alberto 84. mín.), Suarez og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Aspas, Ibe og Sama.
Mörk Liverpool: Victor Moses (26. mín.) og Daniel Sturridge (60. mín.).
Gult spjald: Steven Gerrard.
Áhorfendur á Goldsands leikvanginum: 11.475.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Steven var mjög sterkur á miðjunni. Hann hefur jafnan látið meira að sér kveða sóknarlega en í þetta sinn var hann yfirvegaður og hjálpaði vörninni oft á tíðum.
Brendan Rodgers: Mér fannst síðari hálfleikurinn þægilegri fyrir okkur en sá fyrri. Við áttum nokkra góða kafla og skoruðum gott mark eftir skyndisókn. Þeir stóðu sig mjög vel og við lögðum ekki nógu hart að okkur í fyrri hálfleik. En í leikhléinu breyttum við aðeins skipulaginu og þá vorum við miklu betri.
Fróðleikur.
- Victor Moses skoraði í annað sinn á leiktíðinni.
- Daniel Sturridge skoraði 14. mark sitt. Hann er eini leikmaður Liverpool sem skorað hefur í öllum keppnum á þessari leiktíð.
- Þetta var 25. markið sem Daniel skorar í aðeins 33 leikjum frá því hann kom til Liverpool fyrir ári.
- Brad Jones hélt hreinu í öðrum bikarleik sínum á leiktíðinni.
- Þetta var í þriðja sinn sem Liverpool og Bournemouth mætast í F.A. bikarnum. Liverpool hefur alltaf komist áfram.
- Í fyrstu tvö skiptin, 1927 og 1968, þurfti Liverpool aukaleik á Anfield til að komast áfram og þetta var því fyrsti sigur liðsins í Bournemouth.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Brendan Rodgers ætlaði ekki að taka neina áhættu í liðsvali minnugur skellsins sem liðið fékk í Oldham fyrir ári. Brad Jones stóð í markinu og Victor Moses kom inn í liðið en annars var það skipað þeim bestu sem völ var á.
Heimamenn byrjuðu af fítonskrafti eins og við var að búast og fengu tvær hornspyrnur á fyrstu tveimur mínútunum. Á 13. mínútu sló Brad Jones svo aukaspyrnu yfir. Eftir þetta fór Liverpool að ná tökum á ástandinu og á 26. mínútu kom mark. Luis Suarez fékk boltann hægra megin og sendi yfir til vinstri á Victor Moses sem lagði boltann fyrir sig og skaut snöggu skoti frá vítateignum. Boltinn fór framhjá þremur varnarmönnum og lá í netinu fyrir aftan markmanninn Lee Camp. Gott að sjá Victor sýna eitthvað af því sem á að búa í honum.
Heimamenn gáfust ekki upp og á 36. mínútu bjargaði Kolo Toure hugsanlega marki þegar hann henti sér fyrir skot Andrew Surman. Kolo bjargaði í horn og eftir það átti Tommy Elphick skalla sem var ekki fjarri lagi. Rétt á eftir tók Luis mikla rispu hinu megin og lagði upp fínasta skotfæri fyrir Jordan Henderson en hann mokaði boltanum yfir úr miðjum vítateignum þegar hann hefði átt að skora. Upplagt færi!
Liverpool leiddi þegar leikhlé kom en hefði kannski getað verið með stærri forystu því tvívegis var dæmd ranglega rangstaða í hálfleiknum. Luis Suarez og Daniel Sturrigde voru sloppnir í gegn í stt hvort skiptið og hefðu líklega skorað en það þýddi ekki að fást um það.
Bournemouth hélt baráttunni áfram eftir hlé. Martin Skrtel fékk að finna fyrir ákefð heimamanna snemma í hálfleiknum þegar hann og einn mótherja hans skölluðu saman. Martin varð að fara af velli þar sem búið var um skurð á höfði hans. Þegar klukkutími var liðinn gerði Liverpool út um leikinn. Eftir gott spil, stakk Luis boltanum inn fyrir vörnina á Daniel Sturidge sem hljóp inn í vítateiginn þar sem hann renndi boltanum neðst í vinstra hornið. Mjög vel gert hjá Daniel og hann hefur sem betur fer haldið áfram að skora eftir meiðslin. Ekki síður vel gert hjá Luis því sendingin hans var frábær.
Heimamenn voru reyndar ekki ánægðir því rétt fyrir markið vildu þeir fá víti eftir að Martin Kelly reif í treyju eins þeirra eftir horn og það hefði átt að dæma víti. En eftir markið hjá Daniel var ekki aftur snúið. Á 72. mínútu sýndi Daniel lipur tilþrif þegar hann reyndi að lyfta boltanum yfir Lee frá vítateignum en boltann fór í þverslána. Daniel tók góða ripsu litlu síðar og kom sér í skotfæri en hitti ekki markið. Enn liðu nokkrar mínútur og Daniel gaf á Luis en hann vippaði boltanum yfir.
Jon Flanagan kom til leiks eftir meiðsli sín og skipti við Martin Kelly. Það verður að teljast gott að fá hann til baka því vörnin er jú fámenn um þessar mundir. Heimamenn náðu loks góðri marktilraun á lokamínútunni en Brad sló skot frá Lewis Grabban í horn. Hinu megin varði Lee frá Luis sem kom sér í gott færi þó þröngt væri. Liverpool gerði sem sagt engin mistök eins og í Oldham á sama tímapunkt og í fyrra og heldur áfram keppni í bikarkeppninni. Svona á það að vera!
Liverpool lék nógu vel til að komast yfir þessa hindrun en liðið þarf að leika miklu betur í næstu deildarleikjum ef vel á að ganga. Everton er næsta verkefni á þriðjudagskvöldið og þá þurfa menn að mæta tilbúnir í slaginn.
Bournemouth: Camp; Francis, Ward, Elphick, Daniels; Arter (Pitman 78. mín.), Surman, O´Kane; Ritchie (Fraser 73. mín.) og Pugh (Rantie 73. mín.). Ónotaðir varamenn: Allsop, Cook, Harte og MacDonald.
Liverpool: Jones; Kelly (Flanagan 73. mín.), Skrtel, Toure, Cissoko; Henderson, Gerrard; Moses (Sterling 84. mín.); Coutinho (Alberto 84. mín.), Suarez og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Aspas, Ibe og Sama.
Mörk Liverpool: Victor Moses (26. mín.) og Daniel Sturridge (60. mín.).
Gult spjald: Steven Gerrard.
Áhorfendur á Goldsands leikvanginum: 11.475.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Steven var mjög sterkur á miðjunni. Hann hefur jafnan látið meira að sér kveða sóknarlega en í þetta sinn var hann yfirvegaður og hjálpaði vörninni oft á tíðum.
Brendan Rodgers: Mér fannst síðari hálfleikurinn þægilegri fyrir okkur en sá fyrri. Við áttum nokkra góða kafla og skoruðum gott mark eftir skyndisókn. Þeir stóðu sig mjög vel og við lögðum ekki nógu hart að okkur í fyrri hálfleik. En í leikhléinu breyttum við aðeins skipulaginu og þá vorum við miklu betri.
Fróðleikur.
- Victor Moses skoraði í annað sinn á leiktíðinni.
- Daniel Sturridge skoraði 14. mark sitt. Hann er eini leikmaður Liverpool sem skorað hefur í öllum keppnum á þessari leiktíð.
- Þetta var 25. markið sem Daniel skorar í aðeins 33 leikjum frá því hann kom til Liverpool fyrir ári.
- Brad Jones hélt hreinu í öðrum bikarleik sínum á leiktíðinni.
- Þetta var í þriðja sinn sem Liverpool og Bournemouth mætast í F.A. bikarnum. Liverpool hefur alltaf komist áfram.
- Í fyrstu tvö skiptin, 1927 og 1968, þurfti Liverpool aukaleik á Anfield til að komast áfram og þetta var því fyrsti sigur liðsins í Bournemouth.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan