| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Tvö töpuð stig á The Hawthorns
Liverpool gerði 1:1 jafntefli við WBA á The Hawthorns. Jöfnunarmark heimamanna kom eftir hrikaleg mistök Kolo Toure.
Brendan Rodgers stillti upp sama liði og gjörsigraði Everton á þriðjudaginn. Joe Allen er kominn til baka eftir meiðsli og settist á bekkinn í upphafi leiks.
Leikurinn fór heldur rólega af stað og hálfgert sunnudagstempó á mannskapnum. Heimamenn í WBA voru greinilega ákveðnir í því að reyna að halda boltanum innan liðsins og ekki gefa Liverpool færi á að stjórna spilinu. Það tókst ágætlega hjá þeim.
Fyrsta færi leiksins leit eiginlega ekki dagsins ljós fyrr en á 17. mínútu. Eftir hornspyrnu heimamanna upphófst dálítið klafs í teignum og upp úr því átti Mulumbu ágætt skot að marki, sem Steven Gerrard komst fyrir.
Sjö mínútum síðar kom síðan fyrsta mark leiksins. Raheem Sterling átti þá skemmtilega rispu inni í teignum, sendi boltann á Suarez sem kom honum laglega á fjærstöngina þar sem Sturridge þurfti ekki annað en að ýta honum yfir línuna. Glæsilega gert og staðan orðin 0-1 á The Hawthorns.
Næstu mínúturnar eftir markið var Liverpool liðið ágætlega sprækt fram á við og Suarez og Sterling sköpuðu varnarmönnum WBA oft nokkur vandræði, án þess þó að uppskera mörk. Fyrri hálfleikur fjaraði út án merkilegra tíðinda og staðan 0-1 í hálfleik.
Á 53. mínútu átti Chris Brunt þrususkalla að marki okkar manna, en Flanagan gerði vel og kom boltanum í horn. Upp úr horninu átti Gareth McAuley frían skalla að marki Liverpool sem Mignolet varði meistaralega.
Á 59. mínútu fékk Suarez stórgott færi hinum megin, en Ben Foster varði mjög vel.
Á 66. mínútu varði Mignolet aukaspyrnu frá Chris Brunt og mínútu síðar kom jöfnunarmark heimamanna. Mignolet sendi boltann út á Kolo Toure sem var við vítateigshornið. Hann sneri sér með boltann og sendi svo þversendingu eftir vítateigslínunni á varamanninn Victor Anichebe, fyrrum leikmann Everton. Anichebe þakkaði pent fyrir sig og renndi boltanum í markið, án þess að Mignolet kæmi nokkrum vörnum við. Staðan orðin 1-1, eftir ótrúlegan klaufagang.
Það sem eftir lifði leiks reyndu Liverpool menn að komast aftur yfir, en náðu aldrei að skapa verulega hættu. Reyndar hefði Kevin Friend kannski getað dæmt víti á Ben Foster þegar hann tæklaði Sturridge í teignum á 79. mínútu en hann ákvað að sleppa því. Lokatölur á The Hawthorns urðu því 1-1, í heldur svekkjandi leik af hálfu okkar manna eftir stórleikinn gegn Everton í vikunni.
Liverpool: Mignolet. Flanagan (Kelly 74. mín.), Toure, Skrtel, Cissokho, Gerrard, Henderson, Coutinho (Allen 74. mín.), Sterling, Suarez og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Jones, Smith, Ibe, Aspas, Alberto og Moses.
Mark Liverpool: Daniel Sturridge (24. mín.).
Gul spjöld: Steven Gerrard og Luis Suarez.
WBA: Foster, McAuley, Olsson (Lugano 41. mín.), Yacob, Ridgewell, Mulumbu, Gera, Berahino (Anichebe 63. mín.), Vydra (Dorrans 76. mín.) og Brunt. Ónotaðir varamenn: Myhill, Reid, Amalfitano og Sinclair.
Mark WBA: Victor Anichebe (67. mín.).
Gul spjöld: Mulumbu, Lugano, Ridgewell og Yacob.
Áhorfendur á The Hawthorns: 26.132.
Maður leiksins: Simon Mignolet fær nafnbótina að þessu sinni. Skallinn frá McAuley og aukaspyrnan frá Brunt hefðu hæglega getað endað í netinu ef Belginn hefði ekki verið starfi sínu vaxinn og vel það. Hann gat hinsvegar ekkert gert við markinu frá Anichebe.
Brendan Rodgers: Við höfðum ágæt tök á leiknum þar til jöfnunarmarkið kom. Það kom eftir mikil mistök, en það er nú einu sinni þannig að við viljum spila boltanum út úr vörninni og það getur komið í bakið á okkur ef menn eru ekki á tánum. Þetta er okkar leikaðferð og hún hefur skilað okkur mörgum góðum sigrum.
Brendan Rodgers stillti upp sama liði og gjörsigraði Everton á þriðjudaginn. Joe Allen er kominn til baka eftir meiðsli og settist á bekkinn í upphafi leiks.
Leikurinn fór heldur rólega af stað og hálfgert sunnudagstempó á mannskapnum. Heimamenn í WBA voru greinilega ákveðnir í því að reyna að halda boltanum innan liðsins og ekki gefa Liverpool færi á að stjórna spilinu. Það tókst ágætlega hjá þeim.
Fyrsta færi leiksins leit eiginlega ekki dagsins ljós fyrr en á 17. mínútu. Eftir hornspyrnu heimamanna upphófst dálítið klafs í teignum og upp úr því átti Mulumbu ágætt skot að marki, sem Steven Gerrard komst fyrir.
Sjö mínútum síðar kom síðan fyrsta mark leiksins. Raheem Sterling átti þá skemmtilega rispu inni í teignum, sendi boltann á Suarez sem kom honum laglega á fjærstöngina þar sem Sturridge þurfti ekki annað en að ýta honum yfir línuna. Glæsilega gert og staðan orðin 0-1 á The Hawthorns.
Næstu mínúturnar eftir markið var Liverpool liðið ágætlega sprækt fram á við og Suarez og Sterling sköpuðu varnarmönnum WBA oft nokkur vandræði, án þess þó að uppskera mörk. Fyrri hálfleikur fjaraði út án merkilegra tíðinda og staðan 0-1 í hálfleik.
Á 53. mínútu átti Chris Brunt þrususkalla að marki okkar manna, en Flanagan gerði vel og kom boltanum í horn. Upp úr horninu átti Gareth McAuley frían skalla að marki Liverpool sem Mignolet varði meistaralega.
Á 59. mínútu fékk Suarez stórgott færi hinum megin, en Ben Foster varði mjög vel.
Á 66. mínútu varði Mignolet aukaspyrnu frá Chris Brunt og mínútu síðar kom jöfnunarmark heimamanna. Mignolet sendi boltann út á Kolo Toure sem var við vítateigshornið. Hann sneri sér með boltann og sendi svo þversendingu eftir vítateigslínunni á varamanninn Victor Anichebe, fyrrum leikmann Everton. Anichebe þakkaði pent fyrir sig og renndi boltanum í markið, án þess að Mignolet kæmi nokkrum vörnum við. Staðan orðin 1-1, eftir ótrúlegan klaufagang.
Það sem eftir lifði leiks reyndu Liverpool menn að komast aftur yfir, en náðu aldrei að skapa verulega hættu. Reyndar hefði Kevin Friend kannski getað dæmt víti á Ben Foster þegar hann tæklaði Sturridge í teignum á 79. mínútu en hann ákvað að sleppa því. Lokatölur á The Hawthorns urðu því 1-1, í heldur svekkjandi leik af hálfu okkar manna eftir stórleikinn gegn Everton í vikunni.
Liverpool: Mignolet. Flanagan (Kelly 74. mín.), Toure, Skrtel, Cissokho, Gerrard, Henderson, Coutinho (Allen 74. mín.), Sterling, Suarez og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Jones, Smith, Ibe, Aspas, Alberto og Moses.
Mark Liverpool: Daniel Sturridge (24. mín.).
Gul spjöld: Steven Gerrard og Luis Suarez.
WBA: Foster, McAuley, Olsson (Lugano 41. mín.), Yacob, Ridgewell, Mulumbu, Gera, Berahino (Anichebe 63. mín.), Vydra (Dorrans 76. mín.) og Brunt. Ónotaðir varamenn: Myhill, Reid, Amalfitano og Sinclair.
Mark WBA: Victor Anichebe (67. mín.).
Gul spjöld: Mulumbu, Lugano, Ridgewell og Yacob.
Áhorfendur á The Hawthorns: 26.132.
Maður leiksins: Simon Mignolet fær nafnbótina að þessu sinni. Skallinn frá McAuley og aukaspyrnan frá Brunt hefðu hæglega getað endað í netinu ef Belginn hefði ekki verið starfi sínu vaxinn og vel það. Hann gat hinsvegar ekkert gert við markinu frá Anichebe.
Brendan Rodgers: Við höfðum ágæt tök á leiknum þar til jöfnunarmarkið kom. Það kom eftir mikil mistök, en það er nú einu sinni þannig að við viljum spila boltanum út úr vörninni og það getur komið í bakið á okkur ef menn eru ekki á tánum. Þetta er okkar leikaðferð og hún hefur skilað okkur mörgum góðum sigrum.
Fróðleikur
- Þetta var fyrsti deildarleikur Liverpool og WBA í 40 ár, sem endar með jafntefli.
- WBA er enn taplaust á heimavelli á nýju ári.
- Mark Daniel Sturridge var hans 14. í 16 leikjum í Úrvalsdeildinni í vetur. Alls hefur hann skorað 17 mörk í öllum keppnum.
Hér má sjá viðbrögð Brendan Rodgers eftir leikinn.
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
- WBA er enn taplaust á heimavelli á nýju ári.
- Mark Daniel Sturridge var hans 14. í 16 leikjum í Úrvalsdeildinni í vetur. Alls hefur hann skorað 17 mörk í öllum keppnum.
Hér má sjá viðbrögð Brendan Rodgers eftir leikinn.
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan