| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Verðum að koma í veg fyrir varnarmistök
Liverpool mætir Arsenal á Emirates í FA bikarnum dag. Brendan Rodgers segir að ef liðið ætli sér að komast áfram í dag megi menn ekki gera fleiri varnarmistök.
„Í rauninni hefur strúktúrinn á vörninni verið ágætur í vetur, en við höfum gert allt of mikið af mannlegum mistökum. Við erum þó í framför varnarlega, rétt eins og sóknarlega. Það er jákvætt", segir Rodgers í samtali við Liverpool Echo.
„Það hefur ekki hjálpað okkur hvað við höfum verið óheppnir með meiðsli varnarmanna. Johnson og Enrique hafa verið mikið frá og sömuleiðis Sakho og Agger. Þar erum við með fjóra byrjunarliðsmenn utan vallar. Það léttir ekki okkar vinnu."
„Ég fer ekkert í felur með það að ég vil vinna bikarinn. Við höfum teflt fram sterku liði í öllum bikarleikjunum í vetur og við munum halda því áfram í dag. Við munum ekki gera miklar breytingar á liðinu fyrir leikinn á Emirates."
„Það kann vel að vera að Arsenal geri breytingar á sínu liði, enda eiga þeir erfiðan leik gegn FC Bayern í vikunni. Ég veit það hinsvegar að Arsenal menn eru í sárum eftir stórtapið á Anfield og það er alveg klárt að þeir munu mæta grimmir í leikinn í dag. Þeir vilja ná fram hefndum."
„Í rauninni hefur strúktúrinn á vörninni verið ágætur í vetur, en við höfum gert allt of mikið af mannlegum mistökum. Við erum þó í framför varnarlega, rétt eins og sóknarlega. Það er jákvætt", segir Rodgers í samtali við Liverpool Echo.
„Það hefur ekki hjálpað okkur hvað við höfum verið óheppnir með meiðsli varnarmanna. Johnson og Enrique hafa verið mikið frá og sömuleiðis Sakho og Agger. Þar erum við með fjóra byrjunarliðsmenn utan vallar. Það léttir ekki okkar vinnu."
„Ég fer ekkert í felur með það að ég vil vinna bikarinn. Við höfum teflt fram sterku liði í öllum bikarleikjunum í vetur og við munum halda því áfram í dag. Við munum ekki gera miklar breytingar á liðinu fyrir leikinn á Emirates."
„Það kann vel að vera að Arsenal geri breytingar á sínu liði, enda eiga þeir erfiðan leik gegn FC Bayern í vikunni. Ég veit það hinsvegar að Arsenal menn eru í sárum eftir stórtapið á Anfield og það er alveg klárt að þeir munu mæta grimmir í leikinn í dag. Þeir vilja ná fram hefndum."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan