| Sf. Gutt
TIL BAKA
Bikardraumurinn búinn í ár!
Liverpool er úr leik í F.A. bikarnum eftir sárt tap 2:1 á útivelli fyrir Arsenal. Næg færi sköpuðust til að komast áfram en ekki svo varð ekki.
Brendan Rodgers gerði þrjár breytingar á liðinu sínu eftir að hafa stillt upp sama liði í fjóra leiki í röð. Liverpool byrjaði leikinn vel og strax á 2. mínútu komst Daniel Sturridge í gott færi í vítateginum eftir sendingu Steven Gerrard en Lukasz Fabianski varði vel. Þremur mínútum síðar eða svo fékk Daniel aftur upplagt færi. Luis Suarez sendi á hann og Daniel lék á Lukasz en var kominn svolítið utarlega og skaut í hliðarnetið.
Að nota ekki minnsta kosti annað þessara færi átti eftir að reynast dýrkeypt og það kom í bakið á 16. mínútu. Eftir barning í vítateignum féll boltinn fyrir fætur Alex Oxlade-Chamberlain sem skoraði af öryggi framhjá Brad Jones. Eftir þetta gerðist lítið fram að 43. mínútu. Luis átti þá skot úr þröngu færi úr teignum sem Lukasz varði naumlega með öðrum fæti. Skytturnar leiddu því 1:0 í hálfleik.
Luis hóf síðari hálfleikinn eins og hann lauk þeim fyrri. Eftir nokkrar sekúndur lék hann á varnarmann en Lukasz sá aftur við honum. Í stað þess að Liverpool jafnaði þá bættu heimamenn við forystu sína í næstu sókn. Hröð sókn fram hægri kantinn endaði með því að Alex sendi fyrir á Lukas Podolski og hann gerði engin mistök úr miðjum teignum. Nú var það svart 2:0 undir eftir 47 mínúturnar en leikmenn Liverpool lögðu ekki árar í bát.
Arsenal fékk reyndar færi eftir 55 mínútur en Brad varði frá Mesut Ozil eftir snögga sókn. Eftir þetta átti Liverpool leikinn með húð og hári. Á 59. mínútu fékk Liverpool víti eftir að Lukas Pololski var talinn hafa brotið á Luis. Snertingin var sáralítil en vítið stóð. Steven Gerrard tók vítið og skoraði með öruggu skoti neðst í vinstra hornið. Nú var möguleiki kominn á að jafna leikinn.
Á 62. mínútu átti Philippe Coutinho frábæra sendingu á Daniel Sturridge sem komst í upplagt færi í vítateignum en Lukasz kom vel út úr markinu og náði að koma boltanum frá. Þriðja færi Daniel í leiknum og hann hefði sannarlega átt að skora að minnsta kosti eitt mark. Það er nú varla hægt að kvarta þótt Daniel hafði ekki skorað í dag en mark hefði komið sér vel svo ekki sé meira sagt!
Þremur mínútum seinna fékk Liverpool aukaspyrnu rétt við vítateigslínuna. Luis tók hana en skot hans fór í varnarvegginn. Hann tók sjálfur frákastið og rauk inn í vítateiginn en þar keyrði Alex Oxlade-Chamberlain hann niður. Af einhvejrum óskiljanlegum ástæðum dæmdi dómarinn ekki víti en stóð þó nokkra metra frá. Algjörlega ótrúlegt! Enn lét Luis að sér kveða á 69. mínútu en skot hans rétt utan teigs fór beint á markmanninn. Hinu megin fékk Santi Cazorla upplagt færi. Martin Skrtel bjargaði fyrirgjöf en boltinn hrökk til Spánverjans. Hann þrumaði þó sem betur fyrir himinhátt yfir frír við vítateigslínuna.
Liverpool sótti grimmt undir lokin. Tólf mínútum fyrir leikslok gaf Steven frábæra sendingu á Philippe. Brasilíumaðurinn komst inn í vítateginn en hann náði ekki góðu skoti og enn bjargði Lukasz í markinu. Fjórum mínútum fyrir leikslok mátti engu muna að Liverpool jafnaði. Steven sendi aukaspyrnu fyrir markið, Lukasz kom út úr markinu en Daniel Agger var á undan honum og skallaði að marki en því miður fór boltinn rétt framhjá auðu markinu. Mögulega hefði Liverpool líka getað fengið víti því Lukasz keyrði Daniel niður þegar hann kom út úr markinu þannig að Daninn lá eftir.
Allt kom fyrir ekki, Liverpool náði ekki að jafna og Arsenal fær heimaleik við Everton í næstu umferð! Liverpool lék þó býsna vel og þá sérstaklega í síðari hálfleik og þegar upp var staðið gátu menn sjálfum sér um kennt að hafa ekki notað góð færi. Svo var það vítaspyrnan sem aldrei var dæmt. Mögulega var jöfnunarmarkið sem aldrei kom þar en Liverpool féll með sæmd!
Arsenal: Fabianski, Jenkinson, Mertesacker, Koscielny, Monreal, Flamini, Arteta, Oxlade-Chamberlain (Gibbs 76. mín.), Ozil, Podolski (Cazorla 69. mín.) og Sanogo (Giroud 88. mín.). Ónotaðir varamenn: Sagna, Wilshere, Viviano og Gnabry.
Mörk Arsenal: Alex Oxlade-Chamberlain (16. mín.) og Lukas Podolski (47. mín.).
Gul spjöld: Nacho Monreal og Mathieu Flamini.
Liverpool: Liverpool: Jones, Flanagan, Agger, Skrtel, Cissokho (Henderson 62. mín.), Coutinho, Gerrard, Allen, Sterling, Suarez og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Toure, Aspas, Moses, Kelly og Teixeira.
Mark Liverpool: Steven Gerrard, víti, (59. mín.).
Gul spjöld: Jon Flanagan, Philippe Coutinho og Steven Gerrard.
Maður leiksins: Luis Suarez. Ekki tókst honum að skora fjórða leikinn í röð en varnarmenn Arsenal réðu ekkert við hann á köflum. Hann var alltaf að og gafst aldrei upp frekar en félagar hans.
Brendan Roders: Betra liðið tapaði. Það minnsta sem við áttum skilið var að fá aukaleik. Staðan hefði átt að vera tvö núll eftir fyrstu sex til sjö mínúturnar.
Fróðleikur
- Arsenal hefur nú unnið Liverpool þrívegis í röð í F.A. bikarnum eftir að Liverpool vann úrslitaleik liðanna 2:1 í Cardiff 2001.
- Steven Gerrard skoraði sitt áttunda mark á leiktíðinni.
- Jon Flanagan lék 30. leik sinn fyrir Liverpool. Hann hefur skorað einu sinni.
- Daniel Sturridge hafði skorað í átta leikjum í röð fyrir þennan leik.
- Kolo Toure vann F.A. bikarinn með Arsenal þegar liðið vann F.A. bikarinn síðast 2005.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpooolfc.com.
Brendan Rodgers gerði þrjár breytingar á liðinu sínu eftir að hafa stillt upp sama liði í fjóra leiki í röð. Liverpool byrjaði leikinn vel og strax á 2. mínútu komst Daniel Sturridge í gott færi í vítateginum eftir sendingu Steven Gerrard en Lukasz Fabianski varði vel. Þremur mínútum síðar eða svo fékk Daniel aftur upplagt færi. Luis Suarez sendi á hann og Daniel lék á Lukasz en var kominn svolítið utarlega og skaut í hliðarnetið.
Að nota ekki minnsta kosti annað þessara færi átti eftir að reynast dýrkeypt og það kom í bakið á 16. mínútu. Eftir barning í vítateignum féll boltinn fyrir fætur Alex Oxlade-Chamberlain sem skoraði af öryggi framhjá Brad Jones. Eftir þetta gerðist lítið fram að 43. mínútu. Luis átti þá skot úr þröngu færi úr teignum sem Lukasz varði naumlega með öðrum fæti. Skytturnar leiddu því 1:0 í hálfleik.
Luis hóf síðari hálfleikinn eins og hann lauk þeim fyrri. Eftir nokkrar sekúndur lék hann á varnarmann en Lukasz sá aftur við honum. Í stað þess að Liverpool jafnaði þá bættu heimamenn við forystu sína í næstu sókn. Hröð sókn fram hægri kantinn endaði með því að Alex sendi fyrir á Lukas Podolski og hann gerði engin mistök úr miðjum teignum. Nú var það svart 2:0 undir eftir 47 mínúturnar en leikmenn Liverpool lögðu ekki árar í bát.
Arsenal fékk reyndar færi eftir 55 mínútur en Brad varði frá Mesut Ozil eftir snögga sókn. Eftir þetta átti Liverpool leikinn með húð og hári. Á 59. mínútu fékk Liverpool víti eftir að Lukas Pololski var talinn hafa brotið á Luis. Snertingin var sáralítil en vítið stóð. Steven Gerrard tók vítið og skoraði með öruggu skoti neðst í vinstra hornið. Nú var möguleiki kominn á að jafna leikinn.
Á 62. mínútu átti Philippe Coutinho frábæra sendingu á Daniel Sturridge sem komst í upplagt færi í vítateignum en Lukasz kom vel út úr markinu og náði að koma boltanum frá. Þriðja færi Daniel í leiknum og hann hefði sannarlega átt að skora að minnsta kosti eitt mark. Það er nú varla hægt að kvarta þótt Daniel hafði ekki skorað í dag en mark hefði komið sér vel svo ekki sé meira sagt!
Þremur mínútum seinna fékk Liverpool aukaspyrnu rétt við vítateigslínuna. Luis tók hana en skot hans fór í varnarvegginn. Hann tók sjálfur frákastið og rauk inn í vítateiginn en þar keyrði Alex Oxlade-Chamberlain hann niður. Af einhvejrum óskiljanlegum ástæðum dæmdi dómarinn ekki víti en stóð þó nokkra metra frá. Algjörlega ótrúlegt! Enn lét Luis að sér kveða á 69. mínútu en skot hans rétt utan teigs fór beint á markmanninn. Hinu megin fékk Santi Cazorla upplagt færi. Martin Skrtel bjargaði fyrirgjöf en boltinn hrökk til Spánverjans. Hann þrumaði þó sem betur fyrir himinhátt yfir frír við vítateigslínuna.
Liverpool sótti grimmt undir lokin. Tólf mínútum fyrir leikslok gaf Steven frábæra sendingu á Philippe. Brasilíumaðurinn komst inn í vítateginn en hann náði ekki góðu skoti og enn bjargði Lukasz í markinu. Fjórum mínútum fyrir leikslok mátti engu muna að Liverpool jafnaði. Steven sendi aukaspyrnu fyrir markið, Lukasz kom út úr markinu en Daniel Agger var á undan honum og skallaði að marki en því miður fór boltinn rétt framhjá auðu markinu. Mögulega hefði Liverpool líka getað fengið víti því Lukasz keyrði Daniel niður þegar hann kom út úr markinu þannig að Daninn lá eftir.
Allt kom fyrir ekki, Liverpool náði ekki að jafna og Arsenal fær heimaleik við Everton í næstu umferð! Liverpool lék þó býsna vel og þá sérstaklega í síðari hálfleik og þegar upp var staðið gátu menn sjálfum sér um kennt að hafa ekki notað góð færi. Svo var það vítaspyrnan sem aldrei var dæmt. Mögulega var jöfnunarmarkið sem aldrei kom þar en Liverpool féll með sæmd!
Arsenal: Fabianski, Jenkinson, Mertesacker, Koscielny, Monreal, Flamini, Arteta, Oxlade-Chamberlain (Gibbs 76. mín.), Ozil, Podolski (Cazorla 69. mín.) og Sanogo (Giroud 88. mín.). Ónotaðir varamenn: Sagna, Wilshere, Viviano og Gnabry.
Mörk Arsenal: Alex Oxlade-Chamberlain (16. mín.) og Lukas Podolski (47. mín.).
Gul spjöld: Nacho Monreal og Mathieu Flamini.
Liverpool: Liverpool: Jones, Flanagan, Agger, Skrtel, Cissokho (Henderson 62. mín.), Coutinho, Gerrard, Allen, Sterling, Suarez og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Toure, Aspas, Moses, Kelly og Teixeira.
Mark Liverpool: Steven Gerrard, víti, (59. mín.).
Gul spjöld: Jon Flanagan, Philippe Coutinho og Steven Gerrard.
Maður leiksins: Luis Suarez. Ekki tókst honum að skora fjórða leikinn í röð en varnarmenn Arsenal réðu ekkert við hann á köflum. Hann var alltaf að og gafst aldrei upp frekar en félagar hans.
Brendan Roders: Betra liðið tapaði. Það minnsta sem við áttum skilið var að fá aukaleik. Staðan hefði átt að vera tvö núll eftir fyrstu sex til sjö mínúturnar.
Fróðleikur
- Arsenal hefur nú unnið Liverpool þrívegis í röð í F.A. bikarnum eftir að Liverpool vann úrslitaleik liðanna 2:1 í Cardiff 2001.
- Steven Gerrard skoraði sitt áttunda mark á leiktíðinni.
- Jon Flanagan lék 30. leik sinn fyrir Liverpool. Hann hefur skorað einu sinni.
- Daniel Sturridge hafði skorað í átta leikjum í röð fyrir þennan leik.
- Kolo Toure vann F.A. bikarinn með Arsenal þegar liðið vann F.A. bikarinn síðast 2005.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpooolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan