| Sf. Gutt
TIL BAKA
Óhæfur dómari!
Dómarinn Howard Webb, sem hefur síðustu ár verið talinn besti dómari Englendinga, er ekki talinn upp á marga fiska hjá stuðningsmönnum Liverpool. John Aldridge, fyrrum leikmaður Liverpool, telur hann óhæfan með öllu til að dæma leiki Liverpool.
Howard dæmdi Liverpool víti á móti Arsenal sem Steven Gerrard minnkaði muninn úr. Þá var brotið á Luis Suaez og þótti mörgum litlar sakir en var svo sem ekki gagnrýnt og þá ekki einu sinni af stuðningsmönnum Arsenal. En litlu seinna var Luis keyrður niuður í vítateignum fyrir framan nefnið á Howard en hann dæmdi ekkert. Þykir sú ákvörðun með ólíkindum í knattspyrnuheimunum.
Við þetta rifjaðist upp að Howard dæmdi ekki víti á Chelsea í síðasta leik liðins árs þegar Luis var felldur og aftur stóð Howard rétt hjá. Hann sleppti því líka að reka Samuel Etoo af velli fyrir gróft brot í upphafi leiksins. John skóf ekki utan af því í pistli í Liverpool Echo.
,,Ég sagði það fyrir leikinn á móti Chelsea og fyrir leikinn gegn Arsneal um helgina að Webb taki of margar rangar ákvarðanir þegar mikið er í húfi. Hann dæmdi okkur víti þegar Lukas Podolski fór í Suarez en svo dæmdi hann ekki víti þegar Alex Oxlade-Chamberlain keyrði inn í leikmann númer 7 hjá Liverpool. Þessa ákvörðun skilur ekki nokkur maður í landinu. Þá var þó heldur betur meiri ástæða til að dæma víti en í fyrra skiptið."
,,Hvað þarf Webb að gera margar vitleysur áður en eitthvað verður gert? Til að byrja með þá ætti hann aldrei að dæma aftur leik með Liverpool. Rauðliðar geta skoðað aftur í tímann langan lista af atvikum til að rökstyðja það álit. Þegar hann dæmir hjá okkur dæmir hann aldrei neitt mikilvægt í hag og nú þegar Liverpool er að berjast um efstu fjögur sætin þá verðum við að vona að hann dæmi ekki fleiri leiki hjá okkur til loka leiktíðarinnar. Howard Webb hefur verið okkur dýrkeyptur. Svo einfalt er það nú."
Það er nú svo sem ekki til fyrirmyndar að gagnrýna dómara mikið en stundum geta menn ekki orða bundist og stuðningsmenn Liverpool svo og aðrir knattspyrnuáhugamenn hafa ekki átt orð eftir leikinn við Arsenal á sunnudaginn.
Howard dæmdi Liverpool víti á móti Arsenal sem Steven Gerrard minnkaði muninn úr. Þá var brotið á Luis Suaez og þótti mörgum litlar sakir en var svo sem ekki gagnrýnt og þá ekki einu sinni af stuðningsmönnum Arsenal. En litlu seinna var Luis keyrður niuður í vítateignum fyrir framan nefnið á Howard en hann dæmdi ekkert. Þykir sú ákvörðun með ólíkindum í knattspyrnuheimunum.
Við þetta rifjaðist upp að Howard dæmdi ekki víti á Chelsea í síðasta leik liðins árs þegar Luis var felldur og aftur stóð Howard rétt hjá. Hann sleppti því líka að reka Samuel Etoo af velli fyrir gróft brot í upphafi leiksins. John skóf ekki utan af því í pistli í Liverpool Echo.
,,Ég sagði það fyrir leikinn á móti Chelsea og fyrir leikinn gegn Arsneal um helgina að Webb taki of margar rangar ákvarðanir þegar mikið er í húfi. Hann dæmdi okkur víti þegar Lukas Podolski fór í Suarez en svo dæmdi hann ekki víti þegar Alex Oxlade-Chamberlain keyrði inn í leikmann númer 7 hjá Liverpool. Þessa ákvörðun skilur ekki nokkur maður í landinu. Þá var þó heldur betur meiri ástæða til að dæma víti en í fyrra skiptið."
,,Hvað þarf Webb að gera margar vitleysur áður en eitthvað verður gert? Til að byrja með þá ætti hann aldrei að dæma aftur leik með Liverpool. Rauðliðar geta skoðað aftur í tímann langan lista af atvikum til að rökstyðja það álit. Þegar hann dæmir hjá okkur dæmir hann aldrei neitt mikilvægt í hag og nú þegar Liverpool er að berjast um efstu fjögur sætin þá verðum við að vona að hann dæmi ekki fleiri leiki hjá okkur til loka leiktíðarinnar. Howard Webb hefur verið okkur dýrkeyptur. Svo einfalt er það nú."
Það er nú svo sem ekki til fyrirmyndar að gagnrýna dómara mikið en stundum geta menn ekki orða bundist og stuðningsmenn Liverpool svo og aðrir knattspyrnuáhugamenn hafa ekki átt orð eftir leikinn við Arsenal á sunnudaginn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan