| Sf. Gutt
TIL BAKA
Liverpool upp í efsta sætið!
Rauði herinn hertók efsta sætið í deildinni með öruggum 4:0 stórsigri á Tottenham á Anfield í dag. Það er drjúg leið í land en draumurinn um Englandsmeistaratitilinn lifir hjá Liverpool og stuðningsmönnum liðsins!
Það var gríðarleg spenna í loftinu í Musterinu fyrir heimsókn Tottenham Hotspur í dag. Hagstæð úrslit í leikjum efstu liðanna í gær þýddu að Liverpool gat náð efsta sætinu í síðasta leik helgarinnar. Brendan Rodgers ákvað að gera eina breytingu á liðinu sínu eftir sigurinn á Sunderland á miðvikudagskvöldið. Hann tók Joe Allen úr liðinu og setti Raheem Sterling inn í hans stað.
Sem fyrr segir var gríðarleg spenna í loftinu fyrir leikinn og spurning var hvort Liverpool hefði styrk, myndi þola spennuna og ná efsta sætinu. Það hjálpar alltaf til við svoleiðis aðstæður að skora snemma og byrjunin hefði ekki getað verið betri því boltinn lá í marki gestanna eftir tvær mínútur. Raheem Sterling fékk boltann hægra megin og gaf á Glen Johnson sem sendi þvert fyrir markið. Þar tókst ekki betur til hjá Younes Kaboul en að hann sendi boltann í eigið mark með hælnum. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu þessari óskabyrjun ógurlega og segja má að tónninn hafi verið gefinn. Liverpool tók öll völd og hélt þeim til leiksloka.
Það sköpuðust svo sem ekki mörg færi næstu mínúturnar en yfirburðir Liverpool voru algjörir. Hver sóknin rak aðra með stórgóðum samleik og öryggið í leik Liverpool var mikið. Gestirnir voru varla með og andleysið algjört. Á 24. mínútu kom Michael Dawson inn á sem varamaður fyrir Jan Vertongen. Fyrsta snerting hans lagði upp mark fyrir Liverpool! Steven Gerrard sendi fram vinstri kantinn þar sem Michael hugðist gefa boltann á samherja. Hann fór þó beint til Luis Suarez sem þakkaði gott boð, rauk inn í vítateiginn og skoraði með nákvæmu vinstri fótarskoti sem hafnaði neðst í hægra horninu. Enn gekk allt af göflunum. Meistaralega gert hjá þessum ótrúlega leikmanni.
Tveimur mínútum seinna ógnaði Tottenham í fyrsta skipti. Christan Eriksen fékk þá boltann á góðum stað í vítateig Liverpool og hugðist þruma í markið en Martin Skrtel henti sér fyrir skotið og bjargaði glæsilega. Á 38. mínutu átti svo Nabil Bentaleb langskot sem Simon Mignolet varði af öryggi.
Stuðningsmenn Liverpool voru svo farnir að fagna marki þremur mínútum seinna. Reheem náði boltanum af varnarmanni Spurs, lék að endamörkunum hægra megin og sendi svo hárnákvæmt fyrir á höfuðið á Luis sem náði föstum skalla. Flestir sáu boltann í netinu en Hugo Lloris náði á einhvern ótrúlegan hátt að slá boltann upp í þverslána og varnarmaður bægði svo hættunni frá. Rétt í lok hálfleiksins átti Luis gott skot úr aukaspyrnu sem fór rétt framhjá vinklinum hægra megin. En þó boltinn færi ekki inn í þetta sinn voru stuðningmenn kátir í góða veðrinu þegar flautað var til hálfleiks.
Hafi yfirburðir Liverpool verið miklir í fyrri hálfleik þá voru þeir algjörir eftir hlé. Rauðliðar pressuðu gestina út um allan völl og það var sönn ánægja að horfa á liðið. Á 54. mínútu léku þeir Raheem og Daniel Sturridge saman og það endaði með að Raheem lagði upp fínasta færi fyrir Jordan Henderson en hann skaut hátt upp í Kop stúkuna.
Mínútu síðar gerði Liverpool sem betur fer endanlega út um leikinn. Leikmenn Liverpool spiluðu boltanum vel saman á sínum vallarhelmingi áður en Jon Flanagan lék laglega á einn mótherja áður en hann geystist fram yfir miðjuna og gaf á Philippe Coutinho. Hann lagði boltann fyrir sig áður en hann skoraði með fallegu skoti af rúmlega 20 metra færi. Boltinn hafði neðst í vinstra horninu fyrir framan Kop stúkuna. Stórmagnað mark og með þeim fallegri á leiktíðinni!
Á 68. mínútu gerði Liverpool harða hríð að marki Spurs. Sóknin endaði á því að Daniel Sturridge tók hælspyrnu úr þröngri stöðu sem Hugo náði naumlega að verja. Enn bættist á markareikning Liverpool á 75. mínútu. Jordan tók aukaspyrnu frá vinstri kanti. Boltinn rataði milli leikmanna í báðum liðum og alla leið í markið. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu enn og aftur. Lánið var með Jordan en munurinn var síst of mikill. Simon sá svo um, á lokamínútunni, að Spurs skoraði ekki þegar hann varði vel í horn frá Christian. Stórsigur og efsta sætið var innsiglað þegar flautað var til leiksloka!
Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu ógurlega í leikslok og leikmenn Liverpool voru auðvitað kátir fyrir framan þá. Það vita allir, stuðningsmenn Liverpool, að drjúg leið er til lands og ekkert í hendi. En hvernig sem allt velkist þá verður spilað upp á Englandsmeistaratitilinn í síðustu sex leikjunum. Nú er lag!
Liverpool: Mignolet; Johnson, Skrtel, Agger, Flanagan; Gerrard (Leiva 70. mín.), Henderson; Sterling (Moses 83. mín.), Coutinho (Allen 63. mín.), Suarez og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Jones, Aspas, Sakho og Cissokho.
Mörk Liverpool: Younes Kaboul, sm, (2. mín.), Luis Suarez (25. mín.), Philippe Coutinho (55. mín.) og Jordan Henderson (75. mín.).
Tottenham Hotspur: Lloris; Naughton, Kaboul, Vertonghen (Dawson 24. mín.), Rose; Lennon (Townsend 60. mín.), Bentaleb (Dembele 60. mín.), Gylfi Þór, Eriksen; Chadli og Soldado. Ónotaðir varamenn: Friedel, Sandro, Kane og Winks.
Gul spjöld: Younes Kaboul og Gylfi Þór Sigurðsson.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.762.
Maður leiksins: Raheem Sterling kom inn í byrjunarliðið á nýjan leik og sýndi frábæran leik. Reyndar leiku allir leikmenn Liverpool frábærlega og því má segja að Raheem hafi verið fremstur meðal jafningja. Hann ógnaði vörn Spurs alllan leikinn með hraða sínum og leikni. Frábærar framfarir hjá þessum skemmtilega leikmanni.
Brendan Rodgers: Við erum að vinna í því því upp á hvern dag að spila boltanum. Maður vill að liðið sitt hafi kjark til að spila boltanum. Líklega töldu allir að þetta yrði erfiður leikur og hann var það. En hann þróaðist á þann veg sem raun bar vitni vegna þess að við vorum alltaf að, við vorum einbeittir og spiluðum vel.
Fróðleikur.
- Liverpool komst í efsta sæti deildarinnar í fyrsta skipti frá því daginn fyrir Þorláksmessu.
- Þetta var áttundi sigur Liverpool í röð.
- Luis Suarez skoraði 29. mark sitt á leiktíðinni. Mörkin hafa komið í 27 leikjum.
- Um leið varð hann fyrstur leikmanna Liverpool til að skora þetta mörg deildarmörk á sömu leiktíðinni frá því Úrvalsdeildin var stofnuð. Robbie Fowler átti gamla metið 28 mörk.
- Markið hans Luis var það 80. sem hann skorar fyrir Liverpool. Hann hefur leikið 127 leiki.
- Philippe Coutinho skoraði fjórða mark sitt á sparktíðinni.
- Jordan Henderson skoraði í fimmta sinn.
- Liverpool skoraði fjögur mörk eða meira í 11. sinn á leiktíðinni. Það er nýtt met í Úrvalsdeildinni.
- Daniel Agger lék sinn 230. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 13 mörk.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leikinn.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Liverpool Echo.
Það var gríðarleg spenna í loftinu í Musterinu fyrir heimsókn Tottenham Hotspur í dag. Hagstæð úrslit í leikjum efstu liðanna í gær þýddu að Liverpool gat náð efsta sætinu í síðasta leik helgarinnar. Brendan Rodgers ákvað að gera eina breytingu á liðinu sínu eftir sigurinn á Sunderland á miðvikudagskvöldið. Hann tók Joe Allen úr liðinu og setti Raheem Sterling inn í hans stað.
Sem fyrr segir var gríðarleg spenna í loftinu fyrir leikinn og spurning var hvort Liverpool hefði styrk, myndi þola spennuna og ná efsta sætinu. Það hjálpar alltaf til við svoleiðis aðstæður að skora snemma og byrjunin hefði ekki getað verið betri því boltinn lá í marki gestanna eftir tvær mínútur. Raheem Sterling fékk boltann hægra megin og gaf á Glen Johnson sem sendi þvert fyrir markið. Þar tókst ekki betur til hjá Younes Kaboul en að hann sendi boltann í eigið mark með hælnum. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu þessari óskabyrjun ógurlega og segja má að tónninn hafi verið gefinn. Liverpool tók öll völd og hélt þeim til leiksloka.
Það sköpuðust svo sem ekki mörg færi næstu mínúturnar en yfirburðir Liverpool voru algjörir. Hver sóknin rak aðra með stórgóðum samleik og öryggið í leik Liverpool var mikið. Gestirnir voru varla með og andleysið algjört. Á 24. mínútu kom Michael Dawson inn á sem varamaður fyrir Jan Vertongen. Fyrsta snerting hans lagði upp mark fyrir Liverpool! Steven Gerrard sendi fram vinstri kantinn þar sem Michael hugðist gefa boltann á samherja. Hann fór þó beint til Luis Suarez sem þakkaði gott boð, rauk inn í vítateiginn og skoraði með nákvæmu vinstri fótarskoti sem hafnaði neðst í hægra horninu. Enn gekk allt af göflunum. Meistaralega gert hjá þessum ótrúlega leikmanni.
Tveimur mínútum seinna ógnaði Tottenham í fyrsta skipti. Christan Eriksen fékk þá boltann á góðum stað í vítateig Liverpool og hugðist þruma í markið en Martin Skrtel henti sér fyrir skotið og bjargaði glæsilega. Á 38. mínutu átti svo Nabil Bentaleb langskot sem Simon Mignolet varði af öryggi.
Stuðningsmenn Liverpool voru svo farnir að fagna marki þremur mínútum seinna. Reheem náði boltanum af varnarmanni Spurs, lék að endamörkunum hægra megin og sendi svo hárnákvæmt fyrir á höfuðið á Luis sem náði föstum skalla. Flestir sáu boltann í netinu en Hugo Lloris náði á einhvern ótrúlegan hátt að slá boltann upp í þverslána og varnarmaður bægði svo hættunni frá. Rétt í lok hálfleiksins átti Luis gott skot úr aukaspyrnu sem fór rétt framhjá vinklinum hægra megin. En þó boltinn færi ekki inn í þetta sinn voru stuðningmenn kátir í góða veðrinu þegar flautað var til hálfleiks.
Hafi yfirburðir Liverpool verið miklir í fyrri hálfleik þá voru þeir algjörir eftir hlé. Rauðliðar pressuðu gestina út um allan völl og það var sönn ánægja að horfa á liðið. Á 54. mínútu léku þeir Raheem og Daniel Sturridge saman og það endaði með að Raheem lagði upp fínasta færi fyrir Jordan Henderson en hann skaut hátt upp í Kop stúkuna.
Mínútu síðar gerði Liverpool sem betur fer endanlega út um leikinn. Leikmenn Liverpool spiluðu boltanum vel saman á sínum vallarhelmingi áður en Jon Flanagan lék laglega á einn mótherja áður en hann geystist fram yfir miðjuna og gaf á Philippe Coutinho. Hann lagði boltann fyrir sig áður en hann skoraði með fallegu skoti af rúmlega 20 metra færi. Boltinn hafði neðst í vinstra horninu fyrir framan Kop stúkuna. Stórmagnað mark og með þeim fallegri á leiktíðinni!
Á 68. mínútu gerði Liverpool harða hríð að marki Spurs. Sóknin endaði á því að Daniel Sturridge tók hælspyrnu úr þröngri stöðu sem Hugo náði naumlega að verja. Enn bættist á markareikning Liverpool á 75. mínútu. Jordan tók aukaspyrnu frá vinstri kanti. Boltinn rataði milli leikmanna í báðum liðum og alla leið í markið. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu enn og aftur. Lánið var með Jordan en munurinn var síst of mikill. Simon sá svo um, á lokamínútunni, að Spurs skoraði ekki þegar hann varði vel í horn frá Christian. Stórsigur og efsta sætið var innsiglað þegar flautað var til leiksloka!
Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu ógurlega í leikslok og leikmenn Liverpool voru auðvitað kátir fyrir framan þá. Það vita allir, stuðningsmenn Liverpool, að drjúg leið er til lands og ekkert í hendi. En hvernig sem allt velkist þá verður spilað upp á Englandsmeistaratitilinn í síðustu sex leikjunum. Nú er lag!
Liverpool: Mignolet; Johnson, Skrtel, Agger, Flanagan; Gerrard (Leiva 70. mín.), Henderson; Sterling (Moses 83. mín.), Coutinho (Allen 63. mín.), Suarez og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Jones, Aspas, Sakho og Cissokho.
Mörk Liverpool: Younes Kaboul, sm, (2. mín.), Luis Suarez (25. mín.), Philippe Coutinho (55. mín.) og Jordan Henderson (75. mín.).
Tottenham Hotspur: Lloris; Naughton, Kaboul, Vertonghen (Dawson 24. mín.), Rose; Lennon (Townsend 60. mín.), Bentaleb (Dembele 60. mín.), Gylfi Þór, Eriksen; Chadli og Soldado. Ónotaðir varamenn: Friedel, Sandro, Kane og Winks.
Gul spjöld: Younes Kaboul og Gylfi Þór Sigurðsson.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.762.
Maður leiksins: Raheem Sterling kom inn í byrjunarliðið á nýjan leik og sýndi frábæran leik. Reyndar leiku allir leikmenn Liverpool frábærlega og því má segja að Raheem hafi verið fremstur meðal jafningja. Hann ógnaði vörn Spurs alllan leikinn með hraða sínum og leikni. Frábærar framfarir hjá þessum skemmtilega leikmanni.
Brendan Rodgers: Við erum að vinna í því því upp á hvern dag að spila boltanum. Maður vill að liðið sitt hafi kjark til að spila boltanum. Líklega töldu allir að þetta yrði erfiður leikur og hann var það. En hann þróaðist á þann veg sem raun bar vitni vegna þess að við vorum alltaf að, við vorum einbeittir og spiluðum vel.
Fróðleikur.
- Liverpool komst í efsta sæti deildarinnar í fyrsta skipti frá því daginn fyrir Þorláksmessu.
- Þetta var áttundi sigur Liverpool í röð.
- Luis Suarez skoraði 29. mark sitt á leiktíðinni. Mörkin hafa komið í 27 leikjum.
- Um leið varð hann fyrstur leikmanna Liverpool til að skora þetta mörg deildarmörk á sömu leiktíðinni frá því Úrvalsdeildin var stofnuð. Robbie Fowler átti gamla metið 28 mörk.
- Markið hans Luis var það 80. sem hann skorar fyrir Liverpool. Hann hefur leikið 127 leiki.
- Philippe Coutinho skoraði fjórða mark sitt á sparktíðinni.
- Jordan Henderson skoraði í fimmta sinn.
- Liverpool skoraði fjögur mörk eða meira í 11. sinn á leiktíðinni. Það er nýtt met í Úrvalsdeildinni.
- Daniel Agger lék sinn 230. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 13 mörk.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leikinn.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Liverpool Echo.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan