| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Spennan í ensku Úrvalsdeildinni er gríðarlega mikil og aldrei þessu vant eigum við Liverpool menn mikið undir nú þegar aðeins sex leikir eru eftir. Heimsókn til Sam Allardyce og félaga í West Ham á sunnudaginn er ekki létt verkefni. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.
Engin ný meiðslavandræði eru í leikmannahópnum og staðan er frekar þannig að Brendan Rodgers á líklega erfitt með að velja og hafna þegar kemur að því að stilla upp byrjunarliði. Verkefnið er hins vegar kannski aðeins auðveldara sökum þess að liðið hefur jú verið að spila mjög vel undanfarið og þess vegna þarf Rodgers ekki að gera miklar breytingar.
Mótherjinn að þessu sinni er hinsvegar þekktur fyrir að spila nokkuð beinskeytta knattspyrnu, boltanum spyrnt fram á fremsta mann sem kemur honum í spil, yfirleitt út á annan hvorn kantinn og svo er sent fyrir markið. Föst leikatriði eru svo klárlega þeirra styrkleiki líka. Það er því aldrei að vita nema að Mamadou Sakho komi inn í vörnina í stað Daniel Agger en hans sterkasta hlið er jú ekki sú að verjast gegn stórum og sterkum leikmönnum. Sakho er aftur á móti líklega ekki í mikilli leikæfingu og Agger verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu.
Liðin mættust síðast á þessum velli í desember árið 2012 þar sem okkar menn sigruðu 3-2 í skemmtilegum leik. Glen Johnson skoraði glæsilegt mark með góðu skoti fyrir utan vítateig snemma í fyrri hálfleik en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum fyrir leikhlé, seinna markið var sjálfsmark Steven Gerrard. En þeir Joe Cole og Jonjo Shelvey tryggðu sigurinn með sitthvoru markinu í síðari hálfleik.
Joe Cole er núna í herbúðum West Ham og þar eru líka fleiri fyrrum Liverpool menn. Andy Carroll og Stewart Downing voru seldir til Lundúnafélagsins síðastliðið sumar og hafa staðið sig ágætlega á tímabilinu. Carroll var reyndar meiddur lengi vel en eftir að hann sneri til baka hefur hann verið iðinn við kolann og komið sterkur inn.
Síðustu sex leikir liðanna hafa endað þannig að Liverpool hafa sigrað 4 þeirra, West Ham hafa unnið 1 og 1 leikur endaði með jafntefli. Sé litið til síðustu sex útileikja gegn þeim er niðurstaðan sú að West Ham hafa unnið 2 og Liverpool 4.
Staða liðanna í deildinni fyrir þennan leik er sú að heimamenn í West Ham sitja í 11. sæti með 37 stig og eru svo gott sem lausir við fallbaráttu eftir góðan sigur á Sunderland á mánudagskvöldið. Okkar menn eru í efsta sæti deildarinnar með 71 stig.
Það er ekki hægt að segja annað en að beðið sé eftir leiknum með mikilli eftirvæntingu allra stuðningsmanna félagsins. Brendan Rodgers og leikmenn hafa reynt að segja hvar sem þeir koma að fókusinn sé á næsta leik og ekkert meir en það. Vonandi ná þeir að einbeita sér að fullu að þessu verkefni því næsti leikur á eftir þessum er leikur við Manchester City á Anfield.
Spáin að þessu sinni er svona: Okkar menn halda áfram sigurgöngunni en leikmenn West Ham munu reynast erfiðir viðureignar. Lokatölur verða 1-2 fyrir Liverpool og ekki er ólíklegt að fyrrum leikmaður félagsins skori mark heimamanna í leiknum. Vonandi verða þau ekki fleiri en eitt.
Fróðleikur:
- Luis Suarez er markahæstur leikmanna félagsins og í heilt yfir í deildinni með 29 mörk.
- Steven Gerrard hefur mætt West Ham tuttugu sinnum og skorað sjö mörk gegn þeim.
- Þeir Jordan Henderson og Simon Mignolet eru einu leikmennirnir sem hafa tekið þátt í öllum 32 deildarleikjunum til þessa.
- Jordan Henderson mun leika sinn 100. leik í Úrvalsdeildinni fyrir félagið.
- Steven Gerrard mun leika sinn 470. leik í Úrvalsdeildinni fyrir félagið.
- Liverpool hafa skorað flest mörk allra í deildinni eða 88 talsins.
- Eftir 32 leiki á síðasta tímabili sat liðið í 7. sæti með 49 stig og hafði skorað 59 mörk.
Engin ný meiðslavandræði eru í leikmannahópnum og staðan er frekar þannig að Brendan Rodgers á líklega erfitt með að velja og hafna þegar kemur að því að stilla upp byrjunarliði. Verkefnið er hins vegar kannski aðeins auðveldara sökum þess að liðið hefur jú verið að spila mjög vel undanfarið og þess vegna þarf Rodgers ekki að gera miklar breytingar.
Mótherjinn að þessu sinni er hinsvegar þekktur fyrir að spila nokkuð beinskeytta knattspyrnu, boltanum spyrnt fram á fremsta mann sem kemur honum í spil, yfirleitt út á annan hvorn kantinn og svo er sent fyrir markið. Föst leikatriði eru svo klárlega þeirra styrkleiki líka. Það er því aldrei að vita nema að Mamadou Sakho komi inn í vörnina í stað Daniel Agger en hans sterkasta hlið er jú ekki sú að verjast gegn stórum og sterkum leikmönnum. Sakho er aftur á móti líklega ekki í mikilli leikæfingu og Agger verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu.
Liðin mættust síðast á þessum velli í desember árið 2012 þar sem okkar menn sigruðu 3-2 í skemmtilegum leik. Glen Johnson skoraði glæsilegt mark með góðu skoti fyrir utan vítateig snemma í fyrri hálfleik en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum fyrir leikhlé, seinna markið var sjálfsmark Steven Gerrard. En þeir Joe Cole og Jonjo Shelvey tryggðu sigurinn með sitthvoru markinu í síðari hálfleik.
Joe Cole er núna í herbúðum West Ham og þar eru líka fleiri fyrrum Liverpool menn. Andy Carroll og Stewart Downing voru seldir til Lundúnafélagsins síðastliðið sumar og hafa staðið sig ágætlega á tímabilinu. Carroll var reyndar meiddur lengi vel en eftir að hann sneri til baka hefur hann verið iðinn við kolann og komið sterkur inn.
Síðustu sex leikir liðanna hafa endað þannig að Liverpool hafa sigrað 4 þeirra, West Ham hafa unnið 1 og 1 leikur endaði með jafntefli. Sé litið til síðustu sex útileikja gegn þeim er niðurstaðan sú að West Ham hafa unnið 2 og Liverpool 4.
Staða liðanna í deildinni fyrir þennan leik er sú að heimamenn í West Ham sitja í 11. sæti með 37 stig og eru svo gott sem lausir við fallbaráttu eftir góðan sigur á Sunderland á mánudagskvöldið. Okkar menn eru í efsta sæti deildarinnar með 71 stig.
Það er ekki hægt að segja annað en að beðið sé eftir leiknum með mikilli eftirvæntingu allra stuðningsmanna félagsins. Brendan Rodgers og leikmenn hafa reynt að segja hvar sem þeir koma að fókusinn sé á næsta leik og ekkert meir en það. Vonandi ná þeir að einbeita sér að fullu að þessu verkefni því næsti leikur á eftir þessum er leikur við Manchester City á Anfield.
Spáin að þessu sinni er svona: Okkar menn halda áfram sigurgöngunni en leikmenn West Ham munu reynast erfiðir viðureignar. Lokatölur verða 1-2 fyrir Liverpool og ekki er ólíklegt að fyrrum leikmaður félagsins skori mark heimamanna í leiknum. Vonandi verða þau ekki fleiri en eitt.
Fróðleikur:
- Luis Suarez er markahæstur leikmanna félagsins og í heilt yfir í deildinni með 29 mörk.
- Steven Gerrard hefur mætt West Ham tuttugu sinnum og skorað sjö mörk gegn þeim.
- Þeir Jordan Henderson og Simon Mignolet eru einu leikmennirnir sem hafa tekið þátt í öllum 32 deildarleikjunum til þessa.
- Jordan Henderson mun leika sinn 100. leik í Úrvalsdeildinni fyrir félagið.
- Steven Gerrard mun leika sinn 470. leik í Úrvalsdeildinni fyrir félagið.
- Liverpool hafa skorað flest mörk allra í deildinni eða 88 talsins.
- Eftir 32 leiki á síðasta tímabili sat liðið í 7. sæti með 49 stig og hafði skorað 59 mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan