Steven búinn að skora meira en Kenny!
Mörkin tvö sem Steven Gerrard skoraði gegn West Ham United í gær komu honum upp fyrir sjálfan Kónginn á markalista Liverpool Football Club! Svo komu þau Liverpool líka upp í efsta sæti deildarinnar.
Mark númer 172.
Mark númer 173.
Steven Gerrard tryggði Liverpool 1:2 sigur á West Ham United á Upton Park með tveimur þrælöruggum vítaspyrnum. Með fyrra markinu náði hann Kenny Dalglish á markalistanum og það seinna kom honum upp fyrir Kónginn sjálfan. Mörkin voru númer 172 og 173 hjá fyrirliðanum. Algjörlega magnað og enn einn áfanginn á glæsilegum ferli Steven Gerrard.
Steven er nú sjötti markahæsti leikmaður í sögu Liverpool. Fimmti er Robbie Fowler með 183 mörk og allt útlit er á því að Steven nái honum fyrr en seinna. Efstur á listanum er auðvitað Ian Rush með 346 mörk.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum