| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur á West Ham
Okkar menn báru sigurorð af Sam Allardyce og hans mönnum í West Ham á Boleyn Ground. Lokatölur urðu 1-2 og skoraði fyrirliðinn Steven Gerrard bæði mörkin úr vítaspyrnu.
Brendan Rodgers gerði eina breytingu á liðinu frá sigrinum á Tottenham um síðustu helgi. Daniel Agger meiddist á æfingu og í hans stað í vörnina kom Mamadou Sakho. Frakkinn hafði ekki verið í byrjunarliði frá því í síðasta leik ársins 2013.
Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og bæði lið virtust vilja skora snemma. Snemma leiks tók Suarez aukaspyrnu af löngu færi og skaut hann að sjálfsögðu að marki, boltinn fór hinsvegar rétt yfir markið. Heimamenn voru líka hættulegir framanaf og þá sérstaklega fyrrum leikmenn félagsins þeir Stewart Downing og Andy Carroll, Mohamed Diame var líka líflegur fyrir heimamenn. Þeir sköpuðu sér hinsvegar ekki nein hættuleg færi, frekar en gestirnir til að byrja með.
Um miðjan hálfleikinn fékk Luis Suarez boltann eftir innkast úti vinstra megin, hann lék inní vítateig og vippaði boltanum í fjærhornið. Því miður small boltinn í þverslánni og heimamenn sluppu því þar með skrekkinn. Gestirnir voru þarna farnir að færa sig uppá skaftið og Suarez átti skömmu síðar skot innanúr teignum sem James Tomkins varnarmaður náði að skalla frá. Henderson og Sturridge náðu svo góðum samleik fyrir utan vítateig sem endaði með skoti frá þeim síðarnefnda en boltinn fór yfir markið. En undir lok hálfleiksins átti Gerrard frábæra sendingu fram völlinn á Suarez sem tók vel á móti boltanum og hugðist leika framhjá Tomkins inní vítateig. Tomkins tók boltann með hendinni og því réttilega dæmd vítaspyrna. Fyrirliðinn fór á punktinn og sendi Adrian markvörð heimamanna í vitlaust horn og staðan því orðin 0-1 fyrir gestina. Markið kom á 44. mínútu og allt leit út fyrir að sú forysta myndi halda fram að hálfleik.
West Ham voru hinsvegar ekki á sama máli og fengu hornspyrnu þegar uppbótartími var um það bil að renna sitt skeið. Spyrnan var tekin og Mignolet og Carroll hoppuðu upp í boltann, Belginn greip hann en Carroll sló hann í höfuðið í atganginum sem varð til þess að boltinn datt fyrir fætur Demel á markteignum og hann sendi boltann í markið. Gestirnir mótmæltu kröftuglega og línuvörðurinn flaggaði einnig til merkis um að hann vildi dæma brot á Carroll. Anthony Taylor dómari var hinsvegar ekki á sama máli og eftir smá reikistefnu dæmdi hann mark. Með réttu hefði þetta mark ekki átt að standa en þessu varð ekki breytt og liðin gengu því til búningsherbergja í stöðunni 1-1.
Í hálfleik gerði Rodgers skiptingu, setti Lucas inn fyrir Coutinho. Gestirnir náðu strax góðum tökum á leiknum og áttu nokkur hálffæri eða skot að marki sem annaðhvort voru varin eða hittu ekki markið. Hættulegasta færi heimamanna kom um miðjan hálfleikinn þegar Andy Carroll fékk sendingu yfir á fjærstöngina og skallaði boltann í þverslána, Steven Gerrard náði svo að hreinsa frá marki. Á 70. mínútu gerðist svo annað umdeilt atvik. Lucas sendi frábæra sendingu innfyrir á Jon Flanagan sem var mættur í sóknina. Hann var kominn vel inní vítateiginn, náði að setja tána í boltann en var svo felldur af Adrian markverði. Taylor dæmdi vítaspyrnu og nú voru það heimamenn sem voru alls ekki sáttir með dómarann. En sem fyrr stendur ákvörðun hans, Gerrard tók vítið að sjálfsögðu og skoraði örugglega þrátt fyrir að Adrian skutlaði sér í rétt horn.
Staðan orðin 1-2 fyrir Liverpool og nú var þetta spurning um að halda fengnum hlut. Það var í raun aldrei hætta á ferðum að það myndi ekki takast, Suarez komst næst því að skora þriðja markið er hann skaut glæsilega utanfótar úr teignum og boltinn hafnaði aftur í þverslánni. Hann fékk svo tvö önnur hálffæri sem ekki nýttust. Heimamenn reyndu að bæta í sóknina og Rodgers brást við með því að setja Kolo Toure inn fyrir Sturridge á lokamínútunum. Gestirnir héldu velli og fóru því með sigur af hólmi 1-2 og komust þar með aftur á topp deildarinnar !
West Ham United: Adrián, Reid, Tomkins, Armero, Demel, Noble, Taylor (Jarvis 78. mín.), Diame (C. Cole 85. mín.), Nolan (Nocerino 68. mín.), Downing og Carroll. Ónotaðir varamenn: Jaaskalainen, Potts, Johnson og J. Cole.
Mark West Ham United: Guy Demel (45. mín.).
Gul spjöld: James Tomkins, Adrián Castillo, Antonio Nocerino og Pablo Armero.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Sakho, Flanagan, Gerrard, Henderson, Coutinho (Leiva 45. mín.), Sterling, Sturridge (Toure 85. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Cissokho, Aspas, Moses og Allen.
Mörk Liverpool: Steven Gerrard (44. mín. (víti) og 71. mín. (víti)).
Maður leiksins: Fyrirliðinn Steven Gerrard fær nafnbótina að þessu sinni fyrir að vera gríðarlega öruggur á vítapunktinum. Það er mikið undir á þessu stigi tímabilsins og mörk hans af vítapunktinum í þessum leik voru gulls ígildi. Hann átti líka frábæra sendingu á Suarez þegar fyrra vítið var dæmt.
Brendan Rodgers: ,,Við breyttum leik okkar í hálfleik. Við vorum að spila 4-3-3 og reyndum að koma fremstu mönnunum inní leikinn en mér fannst það á hinn bóginn ekki virka nógu vel og við stjórnuðum ekki leiknum eins mikið og við hefðum viljað. Við stilltum upp miðjunni í demant í seinni hálfleik til að fá fleiri menn á miðjuna og ná betri tengingu á milli sóknarmannana sem gæti þá teygt meira á mótherjunum. Við stjórnuðum seinni hálfleiknum og Steven var þar fremstur í flokki."
Fróðleikur:
- Steven Gerrard komst upp fyrir Kenny Dalglish á listanum yfir markahæstu menn félagsins.
- Hann hefur skorað alls 173 mörk fyrir félagið og er í sjötta sæti á listanum.
- Liverpool hefur nú unnið níu leiki í röð í deildinni og er enn taplaust þar á árinu 2014.
- Steven Gerrard er búinn að skora 13 mörk á leiktíðinni í deildinni og 14 alls í öllum leikjum.
- Alls hafa 10 af þessum 13 mörkum komið af vítapunktinum.
- Jordan Henderson spilaði sinn 100. deildarleik fyrir félagið.
- Þetta var deildarleikur númer 470 hjá Steven Gerrard. Hann hefur skorað 112 deildarmörk alls.
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leik.
Brendan Rodgers gerði eina breytingu á liðinu frá sigrinum á Tottenham um síðustu helgi. Daniel Agger meiddist á æfingu og í hans stað í vörnina kom Mamadou Sakho. Frakkinn hafði ekki verið í byrjunarliði frá því í síðasta leik ársins 2013.
Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og bæði lið virtust vilja skora snemma. Snemma leiks tók Suarez aukaspyrnu af löngu færi og skaut hann að sjálfsögðu að marki, boltinn fór hinsvegar rétt yfir markið. Heimamenn voru líka hættulegir framanaf og þá sérstaklega fyrrum leikmenn félagsins þeir Stewart Downing og Andy Carroll, Mohamed Diame var líka líflegur fyrir heimamenn. Þeir sköpuðu sér hinsvegar ekki nein hættuleg færi, frekar en gestirnir til að byrja með.
Um miðjan hálfleikinn fékk Luis Suarez boltann eftir innkast úti vinstra megin, hann lék inní vítateig og vippaði boltanum í fjærhornið. Því miður small boltinn í þverslánni og heimamenn sluppu því þar með skrekkinn. Gestirnir voru þarna farnir að færa sig uppá skaftið og Suarez átti skömmu síðar skot innanúr teignum sem James Tomkins varnarmaður náði að skalla frá. Henderson og Sturridge náðu svo góðum samleik fyrir utan vítateig sem endaði með skoti frá þeim síðarnefnda en boltinn fór yfir markið. En undir lok hálfleiksins átti Gerrard frábæra sendingu fram völlinn á Suarez sem tók vel á móti boltanum og hugðist leika framhjá Tomkins inní vítateig. Tomkins tók boltann með hendinni og því réttilega dæmd vítaspyrna. Fyrirliðinn fór á punktinn og sendi Adrian markvörð heimamanna í vitlaust horn og staðan því orðin 0-1 fyrir gestina. Markið kom á 44. mínútu og allt leit út fyrir að sú forysta myndi halda fram að hálfleik.
West Ham voru hinsvegar ekki á sama máli og fengu hornspyrnu þegar uppbótartími var um það bil að renna sitt skeið. Spyrnan var tekin og Mignolet og Carroll hoppuðu upp í boltann, Belginn greip hann en Carroll sló hann í höfuðið í atganginum sem varð til þess að boltinn datt fyrir fætur Demel á markteignum og hann sendi boltann í markið. Gestirnir mótmæltu kröftuglega og línuvörðurinn flaggaði einnig til merkis um að hann vildi dæma brot á Carroll. Anthony Taylor dómari var hinsvegar ekki á sama máli og eftir smá reikistefnu dæmdi hann mark. Með réttu hefði þetta mark ekki átt að standa en þessu varð ekki breytt og liðin gengu því til búningsherbergja í stöðunni 1-1.
Í hálfleik gerði Rodgers skiptingu, setti Lucas inn fyrir Coutinho. Gestirnir náðu strax góðum tökum á leiknum og áttu nokkur hálffæri eða skot að marki sem annaðhvort voru varin eða hittu ekki markið. Hættulegasta færi heimamanna kom um miðjan hálfleikinn þegar Andy Carroll fékk sendingu yfir á fjærstöngina og skallaði boltann í þverslána, Steven Gerrard náði svo að hreinsa frá marki. Á 70. mínútu gerðist svo annað umdeilt atvik. Lucas sendi frábæra sendingu innfyrir á Jon Flanagan sem var mættur í sóknina. Hann var kominn vel inní vítateiginn, náði að setja tána í boltann en var svo felldur af Adrian markverði. Taylor dæmdi vítaspyrnu og nú voru það heimamenn sem voru alls ekki sáttir með dómarann. En sem fyrr stendur ákvörðun hans, Gerrard tók vítið að sjálfsögðu og skoraði örugglega þrátt fyrir að Adrian skutlaði sér í rétt horn.
Staðan orðin 1-2 fyrir Liverpool og nú var þetta spurning um að halda fengnum hlut. Það var í raun aldrei hætta á ferðum að það myndi ekki takast, Suarez komst næst því að skora þriðja markið er hann skaut glæsilega utanfótar úr teignum og boltinn hafnaði aftur í þverslánni. Hann fékk svo tvö önnur hálffæri sem ekki nýttust. Heimamenn reyndu að bæta í sóknina og Rodgers brást við með því að setja Kolo Toure inn fyrir Sturridge á lokamínútunum. Gestirnir héldu velli og fóru því með sigur af hólmi 1-2 og komust þar með aftur á topp deildarinnar !
West Ham United: Adrián, Reid, Tomkins, Armero, Demel, Noble, Taylor (Jarvis 78. mín.), Diame (C. Cole 85. mín.), Nolan (Nocerino 68. mín.), Downing og Carroll. Ónotaðir varamenn: Jaaskalainen, Potts, Johnson og J. Cole.
Mark West Ham United: Guy Demel (45. mín.).
Gul spjöld: James Tomkins, Adrián Castillo, Antonio Nocerino og Pablo Armero.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Sakho, Flanagan, Gerrard, Henderson, Coutinho (Leiva 45. mín.), Sterling, Sturridge (Toure 85. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Cissokho, Aspas, Moses og Allen.
Mörk Liverpool: Steven Gerrard (44. mín. (víti) og 71. mín. (víti)).
Maður leiksins: Fyrirliðinn Steven Gerrard fær nafnbótina að þessu sinni fyrir að vera gríðarlega öruggur á vítapunktinum. Það er mikið undir á þessu stigi tímabilsins og mörk hans af vítapunktinum í þessum leik voru gulls ígildi. Hann átti líka frábæra sendingu á Suarez þegar fyrra vítið var dæmt.
Brendan Rodgers: ,,Við breyttum leik okkar í hálfleik. Við vorum að spila 4-3-3 og reyndum að koma fremstu mönnunum inní leikinn en mér fannst það á hinn bóginn ekki virka nógu vel og við stjórnuðum ekki leiknum eins mikið og við hefðum viljað. Við stilltum upp miðjunni í demant í seinni hálfleik til að fá fleiri menn á miðjuna og ná betri tengingu á milli sóknarmannana sem gæti þá teygt meira á mótherjunum. Við stjórnuðum seinni hálfleiknum og Steven var þar fremstur í flokki."
Fróðleikur:
- Steven Gerrard komst upp fyrir Kenny Dalglish á listanum yfir markahæstu menn félagsins.
- Hann hefur skorað alls 173 mörk fyrir félagið og er í sjötta sæti á listanum.
- Liverpool hefur nú unnið níu leiki í röð í deildinni og er enn taplaust þar á árinu 2014.
- Steven Gerrard er búinn að skora 13 mörk á leiktíðinni í deildinni og 14 alls í öllum leikjum.
- Alls hafa 10 af þessum 13 mörkum komið af vítapunktinum.
- Jordan Henderson spilaði sinn 100. deildarleik fyrir félagið.
- Þetta var deildarleikur númer 470 hjá Steven Gerrard. Hann hefur skorað 112 deildarmörk alls.
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan