| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Næsti leikur okkar manna í deildinni er líklega stærsti leikur liðsins í deildinni í mjög langan tíma. Manchester City menn koma í heimsókn og úrslitin munu koma til með að segja mikið til um hvaða lið verður meistari í maí. Leikurinn hefst kl. 12:37 á sunnudaginn kemur.
Brendan Rodgers sagði á blaðamannafundi fyrr í dag að Daniel Agger væri búinn að ná sér af meiðslum sínum en hann missti af síðasta leik, sem var gegn West Ham. Aðrir leikmenn eru heilir og tilbúnir í slaginn og því er ekki líklegt að Rodgers geri miklar breytingar frá liðinu í síðasta leik. Hafa ber þó í huga að hann er duglegur að breyta uppstillingu á miðjunni til að mæta hættu sem mótherjinn skapar og því gæti alveg eins verið að hann breyti eitthvað til á miðjunni.
Manchester City hafa á gríðarlega stórum og góðum leikmannahóp að spila úr og þeirra besti maður, Sergio Aguero, er nýstiginn upp úr meiðslu og verður líklega með á sunnudaginn. Hann er þeirra markahæsti maður á tímabilinu þrátt fyrir að hafa misst úr allmarga leiki vegna meiðsla. Varnarmenn heimamanna þurfa því að vera vel á tánum ætli þeir sér að stöðva sóknarmenn City. Ekki má gleyma David Silva sem spilar alltaf vel í holunni fyrir aftan sóknarmennina. En Rodgers ætti að vera búinn að undirbúa sína menn vel fyrir átökin.
Það er ansi langt síðan liðin mættust síðast á Anfield í deildinni. Það var nánar tiltekið fyrsti heimaleikur Rodgers með liðið og endaði leikurinn 2-2 þar sem gestirnir voru heppnir að sleppa með jafntefli. Martin Skrtel skoraði fyrsta mark leiksins á 34. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik. Yaya Toure jafnaði metin á 63. mínútu en þrem mínútum síðar skoraði Suarez beint úr aukaspyrnu og kom heimamönnum í 2-1. Varnarmistök Martin Skrtel á 80. mínútu urðu svo til þess að Carlos Tevez komst einn í gegn og jafnaði metin, þar við sat og Skrtel var gjörsamlega eyðilagður eftir leikinn.
Síðustu sex leikir þessara liða á Anfield hafa verið nokkuð jafnir en City hafa þó ekki unnið neinn þeirra, þrír hafa endað með jafntefli og þrír með sigri Liverpool. Þó hafa síðustu tveir leikir liðanna á Anfield endað með jafntefli, síðasti sigurleikur okkar manna gegn City á heimavelli kom 11. apríl árið 2011 og endaði leikurinn 3-0. Andy Carroll skoraði tvö markanna og Dirk Kuyt eitt, liðið var þá undir stjórn Kenny Dalgish. Sé litið til síðustu sex leikja gegn þeim í öllum keppnum hafa okkar menn aðeins unnið einn leik, þrír hafa tapast og tveir endað með jafntefli.
Varla þarf að nefna við nokkurn mann hvernig staða liðanna er í deildinni. Liverpool sitja á toppnum með 74 stig eftir 33 leiki. Manchester City eru í 3. sæti með 70 stig en hafa aðeins leikið 31 leik það sem af er tímabils.
Búast má við gríðarlega góðri stemmningu á leiknum því mikil spenna er í Liverpool borg og víðar auðvitað. Ef stemmningin var góð í síðasta heimaleik gegn Tottenham þá verður hún ekki síðri núna.
Spáin að þessu sinni er svona: Leikurinnn verður hraður og bæði lið munu reyna að nýta sóknarstyrk sinn til hins ýtrasta. Okkar menn hafa sigur með einu marki 3-2 og gott ef það verður ekki einhver dramatík í spilunum eins og nánast er venja þegar Liverpool á í hlut.
Fróðleikur:
- Steven Gerrard jafnar þrjá aðra leikmenn félagsins í fjölda leikja gegn City á sunnudaginn kemur.
- Leikurinn verður nr. 25 hjá Gerrard gegn City, í þeim hefur hann skorað 6 mörk.
- Luis Suarez er markahæstur í deildinni með 29 mörk.
- Eins og áður hefur liðið skorað flest mörk allra í deildinni eða 90 talsins.
- Eftir 33 leiki á sama tímabili í fyrra sat liðið í 7. sæti með 50 stig og hafði skorað 59 mörk.
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa á Melwood fyrir stórleikinn.
Brendan Rodgers sagði á blaðamannafundi fyrr í dag að Daniel Agger væri búinn að ná sér af meiðslum sínum en hann missti af síðasta leik, sem var gegn West Ham. Aðrir leikmenn eru heilir og tilbúnir í slaginn og því er ekki líklegt að Rodgers geri miklar breytingar frá liðinu í síðasta leik. Hafa ber þó í huga að hann er duglegur að breyta uppstillingu á miðjunni til að mæta hættu sem mótherjinn skapar og því gæti alveg eins verið að hann breyti eitthvað til á miðjunni.
Manchester City hafa á gríðarlega stórum og góðum leikmannahóp að spila úr og þeirra besti maður, Sergio Aguero, er nýstiginn upp úr meiðslu og verður líklega með á sunnudaginn. Hann er þeirra markahæsti maður á tímabilinu þrátt fyrir að hafa misst úr allmarga leiki vegna meiðsla. Varnarmenn heimamanna þurfa því að vera vel á tánum ætli þeir sér að stöðva sóknarmenn City. Ekki má gleyma David Silva sem spilar alltaf vel í holunni fyrir aftan sóknarmennina. En Rodgers ætti að vera búinn að undirbúa sína menn vel fyrir átökin.
Það er ansi langt síðan liðin mættust síðast á Anfield í deildinni. Það var nánar tiltekið fyrsti heimaleikur Rodgers með liðið og endaði leikurinn 2-2 þar sem gestirnir voru heppnir að sleppa með jafntefli. Martin Skrtel skoraði fyrsta mark leiksins á 34. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik. Yaya Toure jafnaði metin á 63. mínútu en þrem mínútum síðar skoraði Suarez beint úr aukaspyrnu og kom heimamönnum í 2-1. Varnarmistök Martin Skrtel á 80. mínútu urðu svo til þess að Carlos Tevez komst einn í gegn og jafnaði metin, þar við sat og Skrtel var gjörsamlega eyðilagður eftir leikinn.
Síðustu sex leikir þessara liða á Anfield hafa verið nokkuð jafnir en City hafa þó ekki unnið neinn þeirra, þrír hafa endað með jafntefli og þrír með sigri Liverpool. Þó hafa síðustu tveir leikir liðanna á Anfield endað með jafntefli, síðasti sigurleikur okkar manna gegn City á heimavelli kom 11. apríl árið 2011 og endaði leikurinn 3-0. Andy Carroll skoraði tvö markanna og Dirk Kuyt eitt, liðið var þá undir stjórn Kenny Dalgish. Sé litið til síðustu sex leikja gegn þeim í öllum keppnum hafa okkar menn aðeins unnið einn leik, þrír hafa tapast og tveir endað með jafntefli.
Varla þarf að nefna við nokkurn mann hvernig staða liðanna er í deildinni. Liverpool sitja á toppnum með 74 stig eftir 33 leiki. Manchester City eru í 3. sæti með 70 stig en hafa aðeins leikið 31 leik það sem af er tímabils.
Búast má við gríðarlega góðri stemmningu á leiknum því mikil spenna er í Liverpool borg og víðar auðvitað. Ef stemmningin var góð í síðasta heimaleik gegn Tottenham þá verður hún ekki síðri núna.
Spáin að þessu sinni er svona: Leikurinnn verður hraður og bæði lið munu reyna að nýta sóknarstyrk sinn til hins ýtrasta. Okkar menn hafa sigur með einu marki 3-2 og gott ef það verður ekki einhver dramatík í spilunum eins og nánast er venja þegar Liverpool á í hlut.
Fróðleikur:
- Steven Gerrard jafnar þrjá aðra leikmenn félagsins í fjölda leikja gegn City á sunnudaginn kemur.
- Leikurinn verður nr. 25 hjá Gerrard gegn City, í þeim hefur hann skorað 6 mörk.
- Luis Suarez er markahæstur í deildinni með 29 mörk.
- Eins og áður hefur liðið skorað flest mörk allra í deildinni eða 90 talsins.
- Eftir 33 leiki á sama tímabili í fyrra sat liðið í 7. sæti með 50 stig og hafði skorað 59 mörk.
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa á Melwood fyrir stórleikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan