| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur !
Hreint ótrúlegur sigur vannst á Manchester City í mikilvægasta deildarleik liðsins í langan tíma. Liverpool komust yfir, misstu niður forystuna en áttu svo lokaorðið og uppskáru gríðarlega mikilvæg þrjú stig.
Brendan Rodgers breytti engu frá því í leiknum við West Ham helgina áður. Daniel Agger settist á bekkinn eftir að hafa jafnað sig af meiðslum sem héldu honum frá þeim leik og Mamadou Sakho hélt sæti sínu í vörninni.
Fyrir leik var mínútu þögn til minningar um fórnarlömb Hillsborough slyssins. Slík athöfn fer alltaf fram fyrir þann heimaleik Liverpool sem næstur er 15. apríl. Í tilefni þess að 25 ár eru nú liðin frá harmleiknum var þeirra sem létust minnst á leikjum um allt England.
Eins og svo oft áður á þessu tímabili byrjuðu okkar menn gríðarlega vel og eftir aðeins 6 mínútur lá boltinn í markinu hjá City. Luis Suarez vann boltann á miðjum vallarhelmingi gestanna og sendi innfyrir á Sterling sem var kominn í góða stöðu nánast á miðjum teig. Vincent Kompany og Joe Hart komu á móti honum og flestir héldu að Sterling myndi reyna að finna samherja til að senda á. Hann fíflaði hinsvegar þá félaga með góðri gabbhreyfingu og sendi boltann svo í autt markið. Gríðarlegur fögnuður braust út eins og við var að búast.
Áfram héldu heimamenn að þjarma að gestunum, Daniel Sturridge fékk frábæra sendingu fyrir markið frá Sterling af hægri kanti en skotið fór framhjá markinu. Á 25. mínútu unnu Liverpool menn boltann á eigin vallarhelmingi og geystust fram völlinn. Sturridge reyndi sendingu innfyrir en varnarmenn náðu að bægja hættunni frá og koma boltanum út fyrir endamörk. Coutinho tók hornspyrnuna frá hægri og þar var Gerrard einn og óvaldaður á markteig og skallaði að marki. Joe Hart gerði hinsvegar vel og sló boltann yfir markið. Gerrard trítlaði þá út til vinstri að taka hornspyrnu og að þessu sinni söng boltinn í netinu. Martin Skrtel stökk manna hæst á nærstöng og sneiddi boltann snyrtilega í fjærhornið.
Ekki var fögnuðurinn síðri við þetta mark og heimamenn líklegri til að bæta við marki eftir þetta. Coutinho komst í gott skotfæri fyrir miðjum vítateig en skaut boltanum framhjá, hann hefði líka getað sent á samherja en ákvað að skjóta og færið rann út í sandinn. Gestirnir voru ekki dauðir úr öllum æðum og Fernandinho átti gott skot úr miðjum teignum sem Mignolet varði vel. Mínútu fyrir hálfleik fengu gestirnir svo hornspyrnu sem var sennilega rangur dómur því boltinn virtist ekki hafa snert neinn Liverpool mann á leiðinni aftur fyrir markið. Spyrnan var tekin, Mignolet fór útúr markinu en Kompany náði skallanum að marki. Sterling bjargaði á marklínu með skalla en boltinn fór upp í loft og þurfti Glen Johnson að skalla hann aftur frá marki og að lokum greip Mignolet svo boltann. Fleira markvert gerðist ekki í þessum hálfleik og staðan því 2-0 þegar menn gengu til búningsherbergja.
Allt annað lið gestanna mætti til leiks í seinni hálfleik og gerði Pellegrini stjóri City breytingu strax í upphafi hálfleiksins þegar Navas fór útaf og James Milner kom inná. Það gjörbreytti leiknum og gestirnir óðu í færum. Mark var dæmt af City skömmu síðar þegar Silva skoraði en boltinn hafði farið aftur fyrir markið áður en Milner náði að senda boltann fyrir. Milner gerði engin mistök skömmu síðar er hann fékk góða sendingu inná teiginn hægra megin, lék áfram og sendi beint á Silva sem sneiddi boltann í fjærhornið. Fimm mínútum síðar var staðan svo orðin jöfn 2-2. Gestirnir léku inní teiginn vinstra megin, Silva og Nasri sendu boltann sín á milli og Silva reyndi sendingu fyrir markið nánast við endamörkin. Boltinn fór í Johnson og breytti um stefnu, framhjá Skrtel og Mignolet á nærstöng og skoppaði í netið.
Áfram héldu City menn að stjórna leiknum og hefðu með smá heppni átt að skora þriðja markið skömmu síðar er Aguero vann boltann á vinstri kanti og skildi Skrtel eftir. Hann lék áfram, sendi fyrir markið á Silva sem var aleinn á teignum en hann þurfti að teygja sig í boltann og skaut framhjá. Skömmu áður hafði Dzeko átt gott skot sem Mignolet varði og allt leit út fyrir að þriðja markið myndi falla City í skaut.
En 12 mínútum fyrir leikslok sóttu heimamenn og fengu innkast uppvið hornfánann hægra megin. Johnson kastaði inn, varnarmaður City skallaði boltann aftur fyrir sig og Kompany hugðist hreinsa frá. Hann hitti boltann illa sem barst til Coutinho á miðri vítateigslínu, Brasilíumaðurinn hikaði ekki og skaut að marki. Boltinn hafnaði í horninu óverjandi fyrir Hart og þessu mikilvæga marki var vel fagnað. City menn komust ekki mjög nærri því að skora en hefðu með réttu átt að fá víti er sending fyrir markið var hreinsuð frá með hendinni á Skrtel. Á lokamínútunum fékk svo Jordan Henderson rautt spjald réttilega fyrir ljóta tæklingu á Nasri. Henderson missir því væntanlega af næstu þrem leikjum liðsins.
Eftir fimm mínútna viðbótartíma flautaði Clattenburg dómari til leiksloka og Steven Gerrard átti erfitt með að hemja tilfinningar sínar í leikslok er allir liðsmenn fögnuðu sigrinum innilega.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Sakho, Flanagan, Gerrard, Henderson, Coutinho (Moses 89. mín.), Sterling (Leiva 90. mín.), Sturridge (Allen 66. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Toure, Agger og Aspas.
Mörk Liverpool: Raheem Sterling (6. mín.), Martin Skrtel (26. mín.) og Philippe Coutinho (78. mín.).
Gul spjöld: Luis Suarez.
Rautt spjald: Jordan Henderson.
Manchester City: Hart, Zabaleta, Kompany, Demichelis, Clichy, Fernandinho, Nasri, Silva, Navas (Milner 50. mín.), Toure (Garcia 19. mín.) og Dzeko (Aguero 68. mín.). Ónotaðir varamenn: Pantilimon, Lescott, Kolarov og Negredo.
Mörk Manchester City: David Silva (57. mín.) og Glen Johnson sjálfsmark (62. mín.).
Gul spjöld: Javi Garcia, Fernandinho og Pablo Zabaleta.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.601.
Maður leiksins: Raheem Sterling er maður leiksins að þessu sinni. Fyrsta markið var tær snilld hjá þessum unga leikmanni og sýndi hann gríðarlega yfirvegun og útsjónarsemi áður en hann skaut boltanum í autt markið. Hann var mikil ógn við varnarmenn City í leiknum og vann vinnuna sína vel út um allan völl.
Brendan Rodgers: ,,Í seinni hálfleik mátti búast við að City kæmu aftur inní leikinn. Þeir eru stórkostlegt lið með framúrskarandi stjóra. Fyrra mark þeirra gaf þeim byr undir báða vængi og við vorum svo óheppnir í seinna markinu, sem var sjálfsmark. Þegar staðan var orðin 2-2 voru þeir með meiri kraft og sóttu mikið upp kantana."
,,Við breyttum því hlutunum, úr demanta miðju yfir í 4-3-3 til að opna leikinn aðeins, en líka til að verja kantana þar sem þeir sóttu mest að okkur. Við náðum aðeins betri stjórn á leiknum og náðum sigurmarkinu sem var frábærlega vel klárað. Þetta sýndi því baráttuþrek okkar að halda áfram og ná sigri. Við höfum nú unnið 10 leiki í röð í Úrvalsdeildinni og það er ótrúlegt afrek. Við erum þar sem við erum og höldum áfram að berjast."
Fróðleikur:
- Raheem Sterling og Martin Skrtel skoruðu sín sjöundu deildarmörk á leiktíðinni.
- Philippe Coutinho skoraði sitt fimmta deildarmark.
- Liðið hefur nú skorað 93 mörk í deildinni og er það félagsmet.
- Fyrsta mark leiksins var 100. mark liðsins í öllum keppnum á leiktíðinni.
- Í annað sinn á leiktíðinni skoruðu hvorki Luis Suarez né Daniel Sturridge.
- Þetta var 40. deildarleikur Sturridge fyrir Liverpool, í þeim hefur hann skorað 30 mörk.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Liverpool Echo.
Hér eru myndir frá Anfield og ýmsum völlum þegar harmleiksins á Hillsborough var minnst.
Brendan Rodgers breytti engu frá því í leiknum við West Ham helgina áður. Daniel Agger settist á bekkinn eftir að hafa jafnað sig af meiðslum sem héldu honum frá þeim leik og Mamadou Sakho hélt sæti sínu í vörninni.
Fyrir leik var mínútu þögn til minningar um fórnarlömb Hillsborough slyssins. Slík athöfn fer alltaf fram fyrir þann heimaleik Liverpool sem næstur er 15. apríl. Í tilefni þess að 25 ár eru nú liðin frá harmleiknum var þeirra sem létust minnst á leikjum um allt England.
Eins og svo oft áður á þessu tímabili byrjuðu okkar menn gríðarlega vel og eftir aðeins 6 mínútur lá boltinn í markinu hjá City. Luis Suarez vann boltann á miðjum vallarhelmingi gestanna og sendi innfyrir á Sterling sem var kominn í góða stöðu nánast á miðjum teig. Vincent Kompany og Joe Hart komu á móti honum og flestir héldu að Sterling myndi reyna að finna samherja til að senda á. Hann fíflaði hinsvegar þá félaga með góðri gabbhreyfingu og sendi boltann svo í autt markið. Gríðarlegur fögnuður braust út eins og við var að búast.
Áfram héldu heimamenn að þjarma að gestunum, Daniel Sturridge fékk frábæra sendingu fyrir markið frá Sterling af hægri kanti en skotið fór framhjá markinu. Á 25. mínútu unnu Liverpool menn boltann á eigin vallarhelmingi og geystust fram völlinn. Sturridge reyndi sendingu innfyrir en varnarmenn náðu að bægja hættunni frá og koma boltanum út fyrir endamörk. Coutinho tók hornspyrnuna frá hægri og þar var Gerrard einn og óvaldaður á markteig og skallaði að marki. Joe Hart gerði hinsvegar vel og sló boltann yfir markið. Gerrard trítlaði þá út til vinstri að taka hornspyrnu og að þessu sinni söng boltinn í netinu. Martin Skrtel stökk manna hæst á nærstöng og sneiddi boltann snyrtilega í fjærhornið.
Ekki var fögnuðurinn síðri við þetta mark og heimamenn líklegri til að bæta við marki eftir þetta. Coutinho komst í gott skotfæri fyrir miðjum vítateig en skaut boltanum framhjá, hann hefði líka getað sent á samherja en ákvað að skjóta og færið rann út í sandinn. Gestirnir voru ekki dauðir úr öllum æðum og Fernandinho átti gott skot úr miðjum teignum sem Mignolet varði vel. Mínútu fyrir hálfleik fengu gestirnir svo hornspyrnu sem var sennilega rangur dómur því boltinn virtist ekki hafa snert neinn Liverpool mann á leiðinni aftur fyrir markið. Spyrnan var tekin, Mignolet fór útúr markinu en Kompany náði skallanum að marki. Sterling bjargaði á marklínu með skalla en boltinn fór upp í loft og þurfti Glen Johnson að skalla hann aftur frá marki og að lokum greip Mignolet svo boltann. Fleira markvert gerðist ekki í þessum hálfleik og staðan því 2-0 þegar menn gengu til búningsherbergja.
Allt annað lið gestanna mætti til leiks í seinni hálfleik og gerði Pellegrini stjóri City breytingu strax í upphafi hálfleiksins þegar Navas fór útaf og James Milner kom inná. Það gjörbreytti leiknum og gestirnir óðu í færum. Mark var dæmt af City skömmu síðar þegar Silva skoraði en boltinn hafði farið aftur fyrir markið áður en Milner náði að senda boltann fyrir. Milner gerði engin mistök skömmu síðar er hann fékk góða sendingu inná teiginn hægra megin, lék áfram og sendi beint á Silva sem sneiddi boltann í fjærhornið. Fimm mínútum síðar var staðan svo orðin jöfn 2-2. Gestirnir léku inní teiginn vinstra megin, Silva og Nasri sendu boltann sín á milli og Silva reyndi sendingu fyrir markið nánast við endamörkin. Boltinn fór í Johnson og breytti um stefnu, framhjá Skrtel og Mignolet á nærstöng og skoppaði í netið.
Áfram héldu City menn að stjórna leiknum og hefðu með smá heppni átt að skora þriðja markið skömmu síðar er Aguero vann boltann á vinstri kanti og skildi Skrtel eftir. Hann lék áfram, sendi fyrir markið á Silva sem var aleinn á teignum en hann þurfti að teygja sig í boltann og skaut framhjá. Skömmu áður hafði Dzeko átt gott skot sem Mignolet varði og allt leit út fyrir að þriðja markið myndi falla City í skaut.
En 12 mínútum fyrir leikslok sóttu heimamenn og fengu innkast uppvið hornfánann hægra megin. Johnson kastaði inn, varnarmaður City skallaði boltann aftur fyrir sig og Kompany hugðist hreinsa frá. Hann hitti boltann illa sem barst til Coutinho á miðri vítateigslínu, Brasilíumaðurinn hikaði ekki og skaut að marki. Boltinn hafnaði í horninu óverjandi fyrir Hart og þessu mikilvæga marki var vel fagnað. City menn komust ekki mjög nærri því að skora en hefðu með réttu átt að fá víti er sending fyrir markið var hreinsuð frá með hendinni á Skrtel. Á lokamínútunum fékk svo Jordan Henderson rautt spjald réttilega fyrir ljóta tæklingu á Nasri. Henderson missir því væntanlega af næstu þrem leikjum liðsins.
Eftir fimm mínútna viðbótartíma flautaði Clattenburg dómari til leiksloka og Steven Gerrard átti erfitt með að hemja tilfinningar sínar í leikslok er allir liðsmenn fögnuðu sigrinum innilega.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Sakho, Flanagan, Gerrard, Henderson, Coutinho (Moses 89. mín.), Sterling (Leiva 90. mín.), Sturridge (Allen 66. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Toure, Agger og Aspas.
Mörk Liverpool: Raheem Sterling (6. mín.), Martin Skrtel (26. mín.) og Philippe Coutinho (78. mín.).
Gul spjöld: Luis Suarez.
Rautt spjald: Jordan Henderson.
Manchester City: Hart, Zabaleta, Kompany, Demichelis, Clichy, Fernandinho, Nasri, Silva, Navas (Milner 50. mín.), Toure (Garcia 19. mín.) og Dzeko (Aguero 68. mín.). Ónotaðir varamenn: Pantilimon, Lescott, Kolarov og Negredo.
Mörk Manchester City: David Silva (57. mín.) og Glen Johnson sjálfsmark (62. mín.).
Gul spjöld: Javi Garcia, Fernandinho og Pablo Zabaleta.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.601.
Maður leiksins: Raheem Sterling er maður leiksins að þessu sinni. Fyrsta markið var tær snilld hjá þessum unga leikmanni og sýndi hann gríðarlega yfirvegun og útsjónarsemi áður en hann skaut boltanum í autt markið. Hann var mikil ógn við varnarmenn City í leiknum og vann vinnuna sína vel út um allan völl.
Brendan Rodgers: ,,Í seinni hálfleik mátti búast við að City kæmu aftur inní leikinn. Þeir eru stórkostlegt lið með framúrskarandi stjóra. Fyrra mark þeirra gaf þeim byr undir báða vængi og við vorum svo óheppnir í seinna markinu, sem var sjálfsmark. Þegar staðan var orðin 2-2 voru þeir með meiri kraft og sóttu mikið upp kantana."
,,Við breyttum því hlutunum, úr demanta miðju yfir í 4-3-3 til að opna leikinn aðeins, en líka til að verja kantana þar sem þeir sóttu mest að okkur. Við náðum aðeins betri stjórn á leiknum og náðum sigurmarkinu sem var frábærlega vel klárað. Þetta sýndi því baráttuþrek okkar að halda áfram og ná sigri. Við höfum nú unnið 10 leiki í röð í Úrvalsdeildinni og það er ótrúlegt afrek. Við erum þar sem við erum og höldum áfram að berjast."
Fróðleikur:
- Raheem Sterling og Martin Skrtel skoruðu sín sjöundu deildarmörk á leiktíðinni.
- Philippe Coutinho skoraði sitt fimmta deildarmark.
- Liðið hefur nú skorað 93 mörk í deildinni og er það félagsmet.
- Fyrsta mark leiksins var 100. mark liðsins í öllum keppnum á leiktíðinni.
- Í annað sinn á leiktíðinni skoruðu hvorki Luis Suarez né Daniel Sturridge.
- Þetta var 40. deildarleikur Sturridge fyrir Liverpool, í þeim hefur hann skorað 30 mörk.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Liverpool Echo.
Hér eru myndir frá Anfield og ýmsum völlum þegar harmleiksins á Hillsborough var minnst.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan